Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 EIGUM VIÐ ÁMÓTA IIEILSUEIADIR? ÝMSIR staðir á meginlandi Evrópu eru frægir fyrir heilsulindir sínar. Streymir þang- að árlega fjöldi fólks að leita sér lækninga með því að drekka vatn úr þessum lindum. Nú hefur einn þvílíkur staður bætzt í hóp- inn: þorpið Frasdorf í Bæjaralandi í Suður- Þýzkalandi. Vatnið þarna er talið örva mjög frjósemi kvenna. Því voru í vor sem leið 500 konur í Bæjaralandi látnar drekka það til leynslu undir eftirliti dr. Horsts Lehnerts, yfirlæknis í kvennasjúkrahúsi í borginni Prien, sem er skammt frá Frasdorf. Tilraunir í smærri stíl á lækningagildi þessa vatns hafa áður verið framkvæmdar þarna í héraðinu, og hafa þær vakið mikla athygli. Dr. Rupert Dorrer, yfirlæknir í sjúkrahúsi héraðsins, hefur gefið sjúklingum sínum vatn Ur Frasdorf-lindinni á hverjum degi. Lang- ffestir þeirra hresstust brátt, einkum þeir sem þjáðust af æðasjúkdómum. Kona ein, sem ekki hafði átt barn árum saman, tjáði lækninum, að hún væri orðin barnshafandi. Það varð til þess, að kvenlæknir nokkur fór að gefa 15 sjúklingum sínum daglegan skammt 3f þessu undravatni. Allar höfðu konur þess- ar áður verið á hormónakúr, án þess að þeim auðnaðist að verða barnshafandi. En nú fór svo, að innan 8 vikna kváðust 9 þeirra eiga von á barni. Dr. Dorrer sagði síðar: „Enginn vafi get- ur leikið á því, að þetta vatn hefur veruleg ahrif á frjósemi kvenna. Það örvar blóðrás- ina og efnaskiptinguna, en jafnframt starf- semi eggjastokkanna.“ En sá maður, sem mest hefur glaðzt af frægð þessa Frasdorfs-vatns, er auðvitað eig- andi lindarinnar, Klaus Talacker að nafni. Hann selur nefnilega hvern lítra, sem fólkið drekkur sér til heilsubótar, en ekki er okkur kunnugt um verðlagið. Athygli manna á þessu lindarvatni var vakin, þegar ferðamenn sáu mosavaxinn leg- stein á leiði konu einnar, er lézt árið 1884. Samkvæmt áletruninni á steininum hafði hún í 52 ár eingöngu nærzt á vatni úr lindinni í Frasdorf. LISTSKÖPriV ÞEGAR Bob Dylan, hinn heimsfrægi hljóm- listarmaður, hafði neitað öllum blöðum um viðtöl og yfirleitt ekki leyft þeim að hafa aukatekið orð eftir sér í hálftannað ár, komst hann loks þannig að orði við John Cohen í bandaríska músiktímaritinu SING OUT: „Áður fyrr hugsaði ég aðeins í tónum. Ég reyndi að lesa, en lagði bókina venjulega frá mér. Ég hef aldrei verið mikið fyrir bækur. Hugur minn stóð ekki til bóka. Ég var með allan hugann við það, sem lá í loftinu. Það reyndi ég að höndla á einhvern hátt, skrifa það upp og nota tónlistarmenntun mína til að móta það, svo ég hefði að lokum eitthvað til að lifa af. — Já, menntun; hennar neyðist maður til að afla sér. Starf sönglagahöfundar er einungis í því fólgið að safna lausum þráðarspottum. Spott- arnir, sem hann sér, eru það, sem honum er gefið, og þeim safnar hann saman. Þetta er eins og hjá málaranum, sem býr hér í grennd- inni. Hann málar umhverfið í 20 mílna fjar- lægð. Hann málar bjartar og sterkar myndir. Hann tekur ef til vill hlöðu, sem er í 20 mílna fjarlægð héðan, og setur hana hjá læk, sem er örskammt frá honum. Síðan málar hann bíl, sem er í 10 mílna fjarlægð, og himininn einhvern vissan dag og birtuna á trjánum annan dag. Maður, sem gengur framhjá, er málaður við hlið annars manns, sem er stadd- ur í 10 mílna fjarlægð. Og að lokum er þama til orðið samsett málverk af einhverju, sem ekki verður sagt, að séu hugarórar listamanns- ins. Ekki er þó svo að skilja, að hann hafi byrjað á myndinni með þeim ásetningi að mála hana út frá reynslu sinni. — Vinnu- brögð mín eru áþekk þessu“. Kona nokkur kom inn í vinnustofu frægs andlitsmálara og sagÖi meö lotn- ingu: „Meistari. Ó, mig langar svo til að biðja yður að mála mynd af mér, mynd sem er bæði fögur og sem líkist mér.“ Málarinn leit á konuna og sagði: „Og hvenær þurfa báðar myndirnar að verða fullgerðar?“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.