Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 7
8* blað 37. árg, Mr. 366 Október 1970 SAMTIÐIN HEIHIILISBLAÐ TIL SKEHIIUTUN/IR OG FRÓDLEIKS ^AMTf-ÐIN kenn.r út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður ^kúlason, Reykjavík, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusimi 18985. Árgjaldið 200 kr. (erlendis -a0 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veilt móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. Þar sem öldurnar rísa á árbakkanum PARÍS er ekki einungis borg, þar sem hvers konar nýjungar í kvenfatatízku skapast ár frá ari og berast síðan óðfluga út um veröldina, keldur er hún einnig vagga hvers konar and- 'egra tilrauna á sviði heimspeki, bókmennta og lista. Þegar við erum stödd þar, finnst okkur andrúmsloftið hrannað hvers konar ismum, einkum sunnan Signu, á vinstri bakkanum svo nefnda. Prófessor nokkur við Sorbonne sagði e,tt sinn við mig: „Athafnalífið og fjármála- starfsemin rikja fyrir norðan ána, á hægri '^akka hennar, en andlega spektin drottnar hér 1 Latínuhverfinu, sunnan árinnar." Hjónin, sem löngum hafa hýst mig í París, reka gistihús á vinstri Signubakka. Það hefur ayallt verið viðkvæði þcssara gestgjafa, að þar Se hin eina sanna París og að enginn kynnist ')orginni, nema hann liafi dvalizt í hinu and- *ega andrúmslofti, er ríki í hverfinu, sem kennt er við breiðstrætið Saint Germain, en það er ekki nema steinsnar frá dyrunum á gistihúsi l'eirra. Pyrir rúrnu ári hitti ég gamla kunningja í ofuðstöðvum þeirra, Saint Germain-hverfinu. eir kunnu eins og fyrr að segja frá því, sem elst var á baugi á vinstri árbakkanum. Þeir >pPtu öxlum, þegar ég innti þá eftir stúdenta- yPpþotunum, sem minnt höfðu á stjórnarbylt- lngar frá líðinni tíð. Þetta voru hinir marg- lróðu menn samtíðarinnar og þess, sem koma skal. Þegar talið barst að hugvísindaviðleitni 'erfisbúa, fórust þeim orð eitthvað á þessa leið: •iNú gerist existentíalisminn, sem Jean-Paul artre boðaði heiminum, úreltur, en í stað hans er komin ný heimspeki, sem nefnist strúktúr- alismi. Á honum er enn örðugra að átta sig en existentíalismanum, af því að liðsoddum hans hefur ekki enn unnizt tími til að móta hann, en söfnuð þeirra er einkum að hitta á veit- ingastöðunum við breiðstrætið Saint Germain- des Prés, sem er að því leyti virðulegra nafn á Boulevard Saint Germain sem það er lengra. Strúktúralistarnir eru manngerð, sem einkenn- ist af druslulegum klæðaburði, úfnu hári og berum, óhreinum fótum. Þeir líta niður á exist- entíalistana, þegar þeir hitta þá á næturklúbb- um hverfisins, eins og rottur hljóta að líta niður á mýs. Forkólfar stefnunnar eru vitan- lega fluggáfaðar sálir, sem brotizt hafa gegn- um öll heimspekikerfi veraldar, allt frá kenn- ingum Aristótelesar, sem þeir telja, að myndi hafa reynzt allt að því hlutgengur í söfnuði þeirra. Úr öllum þeim vísdómi, sem þrúgað hef- ur leitandi sálir um þúsundir ára, segjast þeir ætla að sjóða saman kenningar, er þeir álíta, að æ muni lifa. Aðalstjörnurnar á himni strúkt- úralismans heita Claude Levi-Strauss, fulltrúi þjóðfræðinnar; Jacques Lacon, fulltrúi sálgrein- ingarinnar; Roland Barthes, fulltrúi bókmennta- gagnrýninnar, og Louis Althusser, fulltrúi marx- ismans, að ógleymdum rithöfundinum Michel Foucault, sem er þarna eins konar ráðherra án stjórnardeildar eða hálfgerður forsætisráð- herra þessa tilvonandi andlega heimsveldis. Hann er einkum orðaður við alvöru, heims- þjáningu og nietzscheisma." Síðan ég heyrði þetta, hef ég ekki frétt af strúktúralistunum né afrekum þeirra, en við sjáum, hvað setur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.