Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 GOLDA MEIR forsœtisráðherra; ísraels ÖRÐUGT er að hugsa sér lakari sambúð en ísraelsmenn hafa undanfarin ár átt við grannþjóðir sínar. Það vekur athygli, að for- sætisráðherra hins aðþrengda Ísraelsríkis skuli vera kona á áttræðisaldri. Frú Golda Meir varð forsætisráðherra í ísrael eftir hið sviplega fráfall Levis Eskols, Skömmu síðar spurði blaðamaður hana: »Hvenær ætlar ísrael að leggja spilin á borð- ið?“ — „Það munum við gera, þegar við er- Urn setzt við borðið, augliti til auglitis við fuil- trúa Arabaríkjanna," svaraði frú Golda. Henni var það undir eins ljóst, að ísraelsmenn yrðu að vera einhuga í baráttunni, en allmikils skoð- anamunar hafði gætt hjá þeim. Því sagði hún við þjóð sína: „Ég er mótfallin því, að við berj- umst innbyrðis, meðan við þurfum að berjast við Arabana.“ Allt ævistarf þessarar konu hefur verið bar- atta við gífurlega örðugleika. Hún varð utan- ríkisráðherra ísraels 1956, viku eftir að út- yarpið í Kairó hafði tilkynnt, að brátt skyldu Israelsmenn strádrepnir og ríki þeirra afmáð 1 hcfndarskyni. Arabar héldu þá uppi látlaus- um árásum á landamæri ísraels, loftárásum á samyrkjubú landsins, skemmdarverkastarf- Semi í háskóla landsins, árásum á sendiherra- skrifstofur ísraelsmanna úti í löndum og aróðri gegn þeim hjá Sameinuðu þjóðunum. Golda Meir kann ekki að hræðast. Árið 1948 hafði hún dulbúið sig sem Arabakonu og farið að næturlagi á fund Abdullahs, kon- ungs í Transjórdaníu, til að biðja hann að efna þau orð sín að taka ekki þátt í stríðinu yið ísrael. Konungur var þá svo pólitískt að- Prengdur, að hann gat ekki efnt orð sín, en svaraði í vandræðum sínum: „Af hverju ligg- Ur ykkur þessi ósköp á að stofna þetta ríki?“ „Ekki er nú hægt að segja, að þjóð, sem hefur beðið í 2000 ár, fari sérlega geyst,“ anz- aði frú Golda og hélt að svo mæltu heimleið- is til Tel Aviv frá Amman, framhjá vopnuð- um varðmönnum óvina sinna. Hún kom 23ja ára gömul frá Banda- ríkjunum til Palestínu árið 1921, en hún er fædd í Rússlandi, dóttir fátæks trésmiðs. Elztu bernskuminningar hennar eru um lít- ilsvirðing og ofsóknir, sem Gyðingar urðu að þola í Rússlandi. Þegar hún var 8 ára, fluttist fjölskylda hennar til Bandaríkjanna, og reynsla telpunnar af sárri fátækt í kjall- araíbúð í Milwaukee í Wisconsin voru fyrstu kynnin af tilverunni í hinu gagnauðuga landi. Brátt vakti þessi unga Gyðingastúika athygli sem greindasti nemandi barnaskól- ans, og 12 ára gömul hafði hún stofnað félag til að safna peningum til námsbókakaupa handa fátækum bömum. Þá var hennar fyrst getið á prenti og hún nefnd Golda Mabovitch forseti. Síðan hóf hún kennaraskólanám, en varð að vinna lengi dag hvern til að hafa ofan af fyrir sér. Þó sótti hún dyggilega fundi rót- tækra manna í stjórnmálum, gerðist hljmnt zíonistum og heyrði Ben Gurion halda ræðu, þrítugan að aldri, á fyrirlestrarferð um Bandaríkin. Þegar hún átti von á stöðu vestra, kvaddi hún hins vegar Bandaríkin og fluttist nýgift til Palestínu. Þar var henni ekki vel tekið. Fyrstu 3 árin unnu þau hjónin hörðum höndum á samyrkjubúi, en eiginmaðurinn gat ekki sætt sig við lifnaðarhættina þar, og því fluttust hjónin til Jerúsalem. Þar börðust þau við fátækt í lélegu húsnæði og höfðu vart mjólk handa tveim ungbörnum sinum. Til þess að kosta vist þeirra á barnaheimili

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.