Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN annaðist frú Golda þvotta fyrir heimilið. Þannig liðu 4 ár í einangrun og vonlitlu striti, örðugustu æviár hennar, að því er hún segir. Loks gekk hún samkvæmt áskorun í verkalýðsfélag og gerðist brátt forustukona í Sambandi verkafólks, Histadrut, sem varð eins konar veiferðarríki Gyðinga í landi, þar sem ekkert Gyðingaríki var enn til. í 40 ár hefur baráttusaga ísraelsmanna mótast mjög af kjarki, hæfileikum og dugn- aði þessarar konu. Á örlagastundum hafa orð hennar einatt verið það, sem allir vildu sagt hafa. Þegar aðrir gáfust upp, var hún hvað einbeittust. Þegar óánægja reis, auðnaðist henni að sætta fólkið við tilveruna. Þegar fyrsta zíonistaþingið olli vonbrigðum, ægileg- ar fregnir bárust af Gyðingaútrýmingu í heimsstyrjöldinni og ekkert útlit var fyrir, að takast mundi að stofna Ísraelsríkið, sagði Golda Meir: „Við eigum ekki nema um eitt að velja. Zíonismi og bölsýni eiga enga samleið. Tak- mark zíonismans er að frelsa Gyðinga. Að öðrum kosti er líf okkar gersamlega tilgangs- laust.“ Það er haft eftir Ben Gurion, að þegar saga ísraels verði skrifuð, muni koma á daginn, að það var þessari einu konu að þakka, að þjóðin komst lifandi úr eldrauninni. Árið 1948 stóðu Gyðingar í Palestínu að kalla alls- lausir gegn sameinuðum herjum Araba. Þá skorti stórskotalið, skriðdreka og flugvélar. Það eina, sem þeir höfðu til að berjast með, voru rifflar, sem ólöglegir hermenn þeirra höfðu náð af brezkum hermönnum í áflogum við þá. Ekkert fé var heldur handbært til vopnakaupa og engin fjárvon erlendis til þeirra hluta, því að öllu fáanlegu fé hafði verið varið til stýrktar flóttamönnum. Þegar svo var komið, hugðist Ben Gurion fara til Bandaríkjanna að afla fjár. Þá sagði Golda Meir: „Það, sem gera þarf hér heima, getur enginn gert nema þú. Það, sem gera þarf fyrir vestan, get ég eins vel gert.“ Frú Golda fór samstundis vestur um haf, eins og hún stóð. Hún komst leiðar sinnar, enda þótt Jerúsalem, þar sem hún átti heima, væri umkringd óvinaherjum. Þegar hún stóð í frostbitrunni á New York flugvelli, var henni sagt, að ferð hennar væri algerlega til- gangslaus, þar sem nú væri að hefjast fjár- söfnun um gervöll Bandaríkin handa fátæk- um Gyðineabörnum, skólum og vöggustofum Gyðinga. Um allt þetta átti að þinga í Chic- ago daginn eftir, og mælendaskrá fundarins var fullskipuð. Golda Meir var komin til Chicago í fundarbyrjun og bað þegar um orðið í hálftíma. Það væri of mikið sagt, að hún hefði verið velkomin í ræðustólinn, en þar stóð hún engu að síður og flutti mál- efni samherja sinna blaðalaust. Hún sagði: „Ég er ekki hingað komin í dag til að bjarga 700.0000 Gyðingum í Palestínu. Gyð- ingaþjóðin hefur á nokkrum undanförnum árum misst 6 millj. manna, og það mundi vera ágengni af okkar hálfu að fara að íþyngja Gyðingum um víða veröld, af því að fáein hundruð þúsunda í viðbót væru í hættu. Það er ekki þetta, sem mestu máli skiptir. Hitt skiptir höfuðmáli, að ef þessar 700.000 fá að halda lífi, mun Gyðingaþjóðin lifa og sjálf- stæði Gyðinga er tryggt. Verði þær hins veg- ar drepnar, er óskadraumur okkar um tilveru Gyðingaþjóðarinnar og heimkynni handa henni úr sögunni, að minnsta kosti svo að mörgum öldum skiptir. Þér getið engu ráð- ið um það, hvort við eigum að berjast eða ekki. Við munum berjast. Það mun ekkert hvítt flagg verða dregið að hún fyrir múft- anum af Jerúsalem. Sú ákvörðun hefur verið tekin, og henni fær enginn breytt. Það er að- eins eitt, sem er algerlega á yðar valdi: Hvort við eigum að sigra í þessari viðureign eða múftinn. Ákvörðun um það er á valdi banda- rískra Gyðinga. Hana verður að taka fljótt. innan klukkustunda, áður en dagar líða. Tím- inn ræður úrslitum um það, sem hér er í hættu.“ Þegar frú Golda Meir hafði lokið máli sínu, varð dauðaþögn í salnum. Brátt varð henni ljóst, að hún hafði'sigrað í fyrstu lotu. Síðan ferðaðist hún um Bandaríkin þver og endi- löng, talaði á hverri samkomunni eftir aðra og safnaði vopnum og hergögnum fyrir 50 milljónir dollara handa vopnlausum höndum í landinu helga. Þetta var mesta æviafrek hennar, enda talið óframkvæmanlegt, eins og áður er getið. Síðan Ísraelsríkið varð til, hefur hún gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum- Hún varð fyrsti sendiherra ríkisins í Moskvu. og eftir að flóttamannastraumurinn hófst til ísraels, varð hún atvinnumálaráðherra og fór einnig með húsnæðis- og félagsmál. Meðan heimsstyrjöldin stóð, komu 300.000 Gyðing- ar til ísraels. Þetta var fólk, sem sloppið hafði lifandi úr fangabúðum. Síðan komu 500.000 Gyðingar, sem ekki héldust lengur við í Ar- abalöndum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.