Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 18
14 SAMTlÐlN Hún leit á mig þessum djúpu, myrku aug- um, og ég skildi ekki, hvað í svip hennar bjó. Svo mýktust andlitsdrættir hennar ör- lítið. „Þakk yður innilega fyrir,“ svaraði hún lágt. „Það var hræðilegur missir.“ Ég gerði mig blíðan og nærgætinn. „Hann var dásamlegur maður,“ sagði ég. „Iðkaði hann nokkurn tíma glímu? Aldrei hef ég séð jafn þróttmikla handleggi á nokkrum manni.“ Hún hristi rólega höfuðið. Mér þótti leitt að hafa orðið til að rifja upp viðkvæmar minningar. Ég er ekki kvalari að eðlisfari. En þessi inngangur var nauðsynlegur. „Hann var ekki glímumaður,“ sagði hún, „en var fjarska sterkur.“ „Mig minnir, að hann segði mér einu sinni, að hann vera ættaður frá Spörtu,“ sagði ég. „Já,“ svaraði hún, „Kostas var Spartverji.“ „Auðvitað,“ sagði ég. „Hvernig gæti annað verið. Sparta merkir þrek og þor.“ „Við vorum komin að götuhorninu. Þar nam hún staðar og leit aftur á mig. „Hann hefði orðið glaður við að heyra yður segja þetta,“ mælti hún. „Þakk yður fyrir, herra ií „Larakis,“ sagði ég, „Mike Larakis.“ „Þakk yður fyrir, herra Larakis,“ sagði hún. „Nú fer ég þessa leið.“ Ég andvarpaði. Hér yrði að fara að öllu með gát. Flas er ekki til fagnaðar. „Frú Ang- ela,“ sagði ég, „þér megið ekki væna mig um virðingarleysi. Ég hef bara ekki verið hér í bænum nema stuttan tíma. Gömlu vin- irnir mínir eru fluttir héðan og horfnir. Vitið þér, hvernig það er að vera einmana?" Þarni hitti ég markið. Ég sá bara skaftið á örinni standa út úr brjóstinu á konunni. Framh. i næsta blaði. Lögregla: „Hvemig varö áreksturinn?“ ökuniðingur: „Það varð alls enginn árekstur. Ég bremsaði bara til að hleypa honum yfir gatnamótin, og þá varð hann svo hissa, að það leið yfir hann,“ MERKINGAR ORÐA á bls. 11. 1. Varkár, 2. fjallskilaseðill, 3. klunnalegur maður, 4. skæðadrífa, 5 heimsslit, 6. lieimafólk, 7. kirkjugarðshlið, 8 súr mjólk, 9 seigmeti, 10. unglingur á gelgjuskeiði. Rödd forsætisráðherrans Emilio Colombo, forsætisráðherra Ítalíu, nýt- ur mikils álits vegna hæfileika sinna, mennt- unar og ekki sízt hagnýtrar reynslu. Hann er fimmtugur og hefur átt sæti í ríkisstjórnum Ítalíu undanfarin 17 ár, en verið þingmaður, siðan hann var 26 ára. Colombo hefur áður gegnt embætti fjármálaráðherra, enda sérfræð- ingur í efnahagsmálum og hefur oft verið full- trúi lands síns í alþjóðaumræðum um efnahags- mál. Þegar hann varð forsætisráðherra í sumar, var uppi ríkur orðrómur um, að gengi ítalska gjaldmiðilsins, lírunnar, yrði fellt. Colombo svaraði fyrirspurnum fransks blaðamanns um þetta þannig: „Að fella gengi lírunnar væru mjög al- varleg mistök, sem myndu grafa undan efnahagslegu jafnvægi ítölsku þjóðarinn- ar. Okkur langar ekki í frekari verðbólgu en orðin er hér í landi“. Aldursmet í Evrópu? ÚTLIT er fyrir, að langlífasti maður Evr- ópu hafi verið ítali nokkur, sem átti heima í Appennínafjöllunum. Hann lézt fyrir xæp- um 300 árum 150 ára gamall. Svolátandi heim- ild um þetta fannst nýlega í skjölum kirkju einnar þarna suður frá: ' Á því herrans ári, 1671, hinn 19. septem- ber, gaf Domenico Zanardi í Castellucci hér- aði, 150 ára gamall, upp öndina til Guðs með huggun heilagrar kirkju Guðs móður. Áður héldu menn, að Alexander Filipof> sem lézt í Varna í Búlgaríu 122ja ára gamall, hefði orðið elztur allra Evrópumanna. • SÉRHVER fjölskylda þarfnast fjölbreytts og skemmtilegs heimilisblaðs. SAMTÍÐlN kappkostar að veita íslendingum þá þjónustu. MINJAGRIPIR DG GJAFAVÖRUR VIÐ ALLRA HÆFI. Skartgripaverzlunin CIMAIL HAFNARSTRÆTI 7 - SIMI Z-D4-75

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.