Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 19
samtíðin 15 NAGLADEKK EINARS ERU NÝJUNG í BANDARÍKJUNUM Naglarnir inni. Naglarnir úti. VIÐ áttum nýlega stutt samtal við Ein- ai' Einarsson uppfyndingamann um hin haglegu snjódekk hans, sem hægt er að kreyta 1 sumarhjólbarða fyrirhafnarlaust. Eyrir rúmum tveim árum birtum við sPjall við Einar um þessa undrahjólbarða Eér 1 blaðinu (sjá 7. blað 1968). En þar sem við vitum, að Einar hefur síðan verið að endurbæta þessa uppfyndingu, langaði °kkur til að fræða lesendur SAMTÍÐAR- INNAR á því, hvað áunnizt hefði. Einar lætur verkin tala. Fyrst opnar hann handtösku og dregur upp hjólbarða ^eð nöglum. Síðan snýr hann ventlinum ^eð lykli og sjá: Naglarnir hverfa leift- lll'snöggt inn í dekkið. Með öðru handtaki bjóta þeir aftur út úr því. Einar gengur að glugganum og bendir °kkur á dularfullar rispur í malbiki göt- Unnar fyrir utan. Við urðum að játa, að hefðum ekki veitt beim verulega at- hygli áður, en allt í einu minntu þær okk- Ul' á ísaldarrispurnar í basaltklöppunum a Skólavörðuhæðinni áður fyrr. oÞessar rispur og aðrar skemmdir á malbikinu og jafnvel gangstéttunum líka eru eftir venjuleg nagladekk,“ segir Ein- ar. VIÐ: „Eru nagladekkin þín nú fullgerð eftir hugvitsstarf, svo að árum skiptir?" EINAR: „Nei, næsti áfanginn er, að unnt verði að kippa nöglunum út og draga þá inn í dekkin, án þess að ökumenn þurfi að fara út úr vagninum til að snúa lyklin- um, eins og ég gerði áðan. Ég ætlast til, að hægt verði að gera það, án þess að staðið sé upp frá stjórnbox-ði bílsins." VIÐ: „Hvenær er von á þeirri hagræð- ingu?“ EINAR: „Því get ég ekki svarað ná- kvæmlega, en hún kemur, og í einkaleyfis- umsókn minni á þessari tækninýjung í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir henni.“ VIÐ: „Eru einkaleyfi í Bandaríkjunum ekki kostnaðarsöm?" EINAR: „Það kostar 5—6000 dollara að öðlast einkaleyfi vestra og viðlíka fé þyrfti til að standa straum af smíðakostn- aði.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.