Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐEN VIÐ: „Hvað áttu við með smíðakostu- aði?“ EINAR: „Ég á við kostnaðinn við þau dekk, sem ég útbý sjálfur með' aðstoð sér- fróðra manna á ýmsum sviðum.“ VIÐ: „Hafa ekki ýmsir aðilar styrkt þig með f j árframlögum ?“ EINAR: „Jú, og í því sambandi vil ég með þakklæti nefna íslenzka ríkið, Reykja- víkurborg, félög og einstaklinga, sem hafa veitt mér nokkurn fjárstyrk. En hér þarf miklu meira til, ef þessi uppfynding mín á að verða verulega arðbær fyrir gatna- gerð, vegagerð, vátryggingafélög og til aukins hagræðis fyrir ökumenn." VIÐ: „Dekkin þín myndu spara mikinn viðhaldskostnað gatna.“ EINAR: „Gífurlegan. Ein milijón króna nægir ekki til að malbika ýkja langan götuspotta, en fyrir þá fjárhæð gæti ég lokið væntanlegum endurbótum á nagladekki mínu og greitt einkaleyfis- kostnaðinn í Bandaríkjunum.“ VIÐ: „Eru forstjórar íslenzkrar gatna- og vegagerðar, tryggingarfélaga og um- ferðarmála ekki hlyntir nagladekkjum þínum?“ EINAR: „Jú, sannarlega.“ Og hann dregur upp úr skjalatösku sinni bréf frá ýmsum þessara manna, sem öll vitna um samúð þeirra og skilning á þessu starfi hans. Sama máli gegnir um lögfræðing þann, sem Einar hefur nýlega fengið sér til aðstoðar 1 Bandaríkjunum. Athuganir þess manns hafa leitt í ljós, að nagladekk Einars eru alger nýjung í því mikla og háþróaða tækniríki. SAMTlÐIN lítur svo á, að það sé Is- FAJLLEG PltENTUN FLJÓT AFGREIÐSLA BORG ARPRENT Vatnsstíg 3. — Sími 1-68-38. lendingum mikið metnaðai’mál að styðja Einar Einarsson í hinu merka uppfynd- ingastarfi hans. Engum, sem þekkir hann, getur dulizt, að hann er fágætur hæfileika- og atorkumaður á sviði tæknimála, sem nú eru ofarlega á baugi í veröldinni. En það, sem í bili vakir fyrst og fremst fyrir Ein- ari með fyrrnefndri uppfinningu, er að spara Islendingum stórfé í viðhaldi gatna og skapa ökumönnum okkar aukin þæg- indi og öryggi í umferðinni. Eíiskur læknir sagði nýlega: Aldur fólks verður alls ekki mældur í ár- um. Hann er í rauninni mjög ólíkur, enda þótt menn séu fæddir sama árið. Vel fer á því að segja, að aldurinn stjórnist af því, hvemig mönnum líður. En hvað veldur því, að þér finnst þú vera eldri eða yngri en ald- ursár þín segja til um? Ef okkur finnst við vera ung, merkir það blátt áfram, að okkur líður vel, að við „vitum ekki af líkama okk- ar”, eins og títt er um ungt fólk. Þegar okk- ur finnst við vera orðin gömul, er átt við, að við finnum til líkamlegra óþæginda að meira eða minna leyti. Vanlíðan á hins vegar ekkert skylt við aldur. Hún stafar af las- leika, sem oft þjáir ungt fólk. Bezta ráðið við honum er að gæta heilsunnar vel. En það er tvennt ólíkt að iðka heilsuvemd og að hafa áhyggjur af heilsu sinni. Þegar fólk eldist, hættir því við að kvarta yfir ýmiss konar vanlíðan og gerist þá áhyggjufullt vegna heilsu sinnar. En ef þú lifir hollu lífi, er óþarft að hafa áhyggjur af heilsunni, og fyrir bragðið finnst þér þú vera miklu yngri en aldursár þín gefa í skyn. Heilsusamlegt líferni byggist á hóflegu starfi, nægilegri hvíld, hreyfingu og hollu viðurværi, sem sagt: hófi í hverjum hlut. Hreinsum og pressum hvers konar fatnað fljótt og vel. Fatapressa A. KIJLD Vesturgata 23, Sími 14749

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.