Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.10.1970, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Óvettjuleg hjónavígsla FRÁ Hong Kong berast fregnir af næsta ó- venjulegri hjónavígslu. Þar gengu nýlega tvær framliðnar sálir, sem ekki höfðu þekkzt í jarðlífinu, í heilagt hjónaband. Forsaga þessa atburðar er sem hér segir: Fyrir 19 árirni misstu Wonghjónin 18 ára gamlan son. Að undanförnu hefur frú Wong iðulega dreymt þennan látna son sinn. Þar kom, að hún fór til fundar við andatrúar- meiin, sem fræddu hana á því, að sonur henn- ar þjáðist af einmanakennd fyrir handan og væri að svipast þar um eftir konuefni. Er nú ekki að orðlengja, að frú Wong komst fyrir atbeina manns nokkurs í kynni við hjón, sem heita Chan og misst höfðu 19 ara gamla dóttur fyrir 6 árum. Tókust því næst samningar milli Wong- og Chanhjón- anna um, að þau létu gefa hin látnu börn sín saman. Á sunnudagsmorgni óku Wonghjónin heim til Chanhjónanna að sækja brúðina og fara nieð hana til heimilis brúðgumans. Því næst var borinn mannlaus brúðkaupsburðarstóll frá húsi foreldra brúðarinnar til húss Wong- kjónanna, og þegar hvor tveggja hjónin stigu yfir þröskuld hússins, báru þau rjúkandi reik- ^lsisstengur. Nokkrum dögum seinna fór hjónavígslan fram samkvæmt venju. Var síðan slegið upp órúðkaupsveizlu, sem rösklega 100 gestum hafði verið boðið til. Tvær töflur, sem áttu að tákna hin framliðnu brúðhjón, voru settar UPP í veizlunni, og voru þær að henni lok- ^Pii fluttar til musteris nokkurs, til þess að Piinning brúðhjónanna mætti varðveitast þar. Svonefnd „himnesk brúðkaup“ af þessu tagi tíðkuðust fyrrum í Kwantunghéraðinu í ■^úia. Samkvæmt kínverskri venju mátti stúlka ekki giftast, fyrr en elzti bróðir henn- ar hefði kvænzt. En til þess að stúlkur, er áttu bræður, sem látizt höfðu í æsku, skyldu akki verða að pipra, voru hinir framliðnu bræður þeirra látnir kvænast látnum meyj- um. Var þá lagt mikið upp úr heimanmundi brúðanna. Nokkur hluti þess fjár var raunar aðeins skráður á blöð og lagður til málamynda inn í svonefndan „Vítisbanka“, en giftingar- hrings og brúðarkjóls var skilyrðislaust kraf- izt. Oft var líkkista brúðarinnar þá grafin upp og jörðuð hjá kistu brúðgumans. Hin svonefndu „himnabrúðkaup" eru í dag afnumin með öllu í kommúnista-Kína. Hins vegar eru þau stöku sinnmn haldin á Hong Kong, eins og að framan greinir. Dómari: „Þaö er óalgengt, að ódrukknir menn á yöar aldri klifri upp luktarstaura.“ Sakborningur: „Þetta hélt ég. — Hef ég kannski sett met?“ Er hann MacDonald heima?“ „Já, en hann er önnum kafinn viö aö brýna grammófónnálarnar fyrir skemmt- unina í kvöld.“ Frambjóöandinn: „Ég hef aöeins einu sinni á ævinni látiö í minni polcann á, ræöupalli — og það var fyrir að segja satt!“ Rödd úr salnum: „Þaö viröistu hafa látið þér að kenningu verða.“ SAMTÍÐIN er óskablað allrar fjölskyld- unnar. Við heitum á alla velunnara blaðsins að útvega því nýja áskrifendur. Munið, að þeir fá árgangana 1967, 1968 og 1969 fyrir aðeins 350 kr. Greiðsla fylgi pöntun. VlÐ greiðum án nokkurs viðbótariðgjalds aukabætur til þeirra, sem slasast alvarlega þrátt fyrir notkun öryggisbelta. Fram yfir aðrar tryggingar greiðum við 50.000 kr. við dauðsfali °g allt að 150.000 kr. við örorku. Kynnið yður þessa mikilsverðu nýjung í ísl. tryggingum. ÁBYRGÐ H.F. — TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN — Skúlagötu 63 — Reykjavík — Símar: 17455 og 17947.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.