Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN Ö „Ef einhver ykkar á sígarettu handa mér, þá má hann eiga chevroletbílinn minn, sem stendur hérna fyrir utan.“ Eftir drykklanga stund kvað við dimm rödd: „Hvaða árgerð er hann?“ Frábært heilsufar FERÐAMAÐUR kom til ítalsks smá- bæjar við Miðjarðarhafið og spurði hótel- stjórann, hvort heilnæmt. væri að dveljast þar. „Hvort það er!“ svaraði maðurinn. „Hér veikist bókstaflega enginn. Um dag- inn, þegar átti að vígja nýja kirkjugarð- inn okkar, urðum við að byrla einum af 100 ára körlunum hérna eitur, til þess að athöfnin gæti farið fram.“ INIeðar og neðar KONA kom inn í karlmannafataverzl- un og sagði við afgreiðslumanninn: „Mig langar að kaupa einhverja afmæl- isgjöf handa manninum mínum. Hvað ætti ég að hafa það?“ „Hvernig væri fallegt hálsbindi?“ spurði búðarmaðurinn. „Það þýðir ekki; hann er með svo sítt skegg.“ „En skrautlegt vesti?“ „Nei, því skeggið mundi alveg hylja það.“ „Hm — hvernig væri þá að hafa það inniskó, frú mín?“ Er yður alvara? MAÐUR nokkur kom inn á lögreglu- stöð og sagði: ^Konan mín hvarf fyrir þrem dögum og hefur ekki skilað sér heim aftur. Þið megið til með að hafa upp á henni.“ „Hafið þér mynd af henni?“ spurði varðstjórinn. „Já, gerið þér svo vel,“ svaraði maðuiv inn, „og þið verðið að finna hana.“ Varðstjórinn leit á myndina, gretti sig ógurlega og svaraði: „Er yður alvara, maður minn?“ Veiðisaga MAÐUR nokkur fór á rjúpnaveiðar með kunningja sínum. „Skauztu nokkuð?“ spurði kona hans, þegar hann kom heim seint um kvöldið. „Já,“ anzaði eiginmaðurinn daufur í dálkinn. „Og er það í frystikistunni?" „Nei, á spítalanum." Háleitari sjonarmið TVÆR flugur hvíldu sig makindalega á loftinu í viðhafnaribúðinni. Allt í einu sagði önnur: „Bölvaðir asnar eru þessar manneskjur, sem búa hér. Þarna byggja þær sér íbúð með fögrum veggjum og skrautlegum loftum cg ganga svo á skít- ugum gólfunum." Vinnuhagræðing UNGLINGAR, sem voru að dansa, urðu fyrir því óhagræði, að eitt parið datt á stafla af grammófónplötum með þeim af- leiðingum, að þær mölbrotnuðu. Eftir það dansaði fólkið bara eftir segulbandi með fréttum frá Nígeríustyrjöldinni. Ekki bæði sæld og syndir PARlSARBUl kom til borgar einnar á Miðjarðarhafsströndinni og ók í bíl til gistihússins. „En hvað hér er yndislegt að vera,“ sagði hann við bílstjórann, „alltaf sól- skin og blíðviðri. Það er munur eða rign- ingin í París!“ „Þið getið nú ekki ætlazt til að hafa allt í París, bæði sólskinið og ríkisstjórn- ina!“ anzaði bílstjórinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.