Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 af gluggum eða bilhurðum, þegar þeim er lokað. Snyrtið naglaböndin aldrei með beittum áhöldum. Neglur þarfnast næringar, nægra eggja- hvítuefna auðugra af B- og D-fjörefnum. Blóðsóknin til þeirra á að vera eðlileg. Þvi er hollt að nudda fingurna og hreyfa þá og livíla á víxl. Ef þeir eru stífir, minnkar blóðrásin til þeirra, og það dregur úr vexti naglanna. Eðlilegur naglavöxtur samsvar- ar því, að neglurnar endurnýist þriðja hvern mánuð. Hvenær á að neyta osts? ÞANNIG spyrja ýmsir, sem vilja vanda mataræði sitt og bæta heilsuna. Danir, sem reyndust vera önnur mesta osta- neyzluþjóð heimsins árið 1965, segja: Við ljúkum alltaf hádegisverði, svo að segja frá vöggu til grafar, með þvi að borða væna ostsneið. Auk þess erum við upp á síðkastið farnir að neyta osts á morgnana, og er það góður vani. Fólk kaupir þá venjulega a. m. k. tvær teg- undir af osti, aðra mildari til að neyta á morgnana og hina sterkari, sem það neytir seinna um daginn. Með þessu er fólk að byrja að semja sig að ostamenningu, en allir, sem kynnzt hafa fjölbreyttri osta- framleiðslu, vita, að þar er um heila fræði- grein að ræða. Liggur það raunar í aug- um uppi, þar sem ostategundir skipta hundruðum. ic Spurt er; K. spyr: Hve lengi dugar læknisaðgerð, sem kölluð er andlitslyfting i daglegu tali, og áliturðu, að hún borgi sig? SVAB: Ég hef heyrt sagt, að hún endist 5—7 ár, en þori ekki að fullyrða neitt um það. Þegar hörundið á andlitinu fer að verða hrukkótt á nýjan leik, er vist hægt að framkvæma nýja aðgerð á því. Það má vel vera, að þær konur, sem meta æsku- fegurð andlitsins öðru fremur, telji, að aðgerðin borgi sig. B. spyr: Hvaða varalit á ég að nota? Ég er ljóshærð og bláeyg. SVAR: Bleikan lit með brúnleitum blæ. A. spyr: Hvað get ég gert til að bæta úr því, að húðin á upphandleggjunum á mér er svo gróf? SVAR: Burstaðu húðina með grófum bursta og berðu síðan krem á hana. Ef liún mýkist ekki við þetta, skaltu fara til húðsérfræðings. Ef til vill skortir þig fjör- efni. 'Je Blygðast sín H. skrifar: Freyja mín. Ég má til með að leita ráða til þín. Það kom nolckuð slæmt fyrir mig um daginn. Ég var í samkvæmi, þar sem margt var um mann- inn og mikið drukkið. Það endaði með þvi, að ég fór heim með einni ungu stúlkunni. Eftir á dauðsé ég eftir þessu, því ég er ekki einn af þessum forhertu drj'kkjurút- um, sem eru búnir að glata allri sóma- tilfinningu fyrir löngu. Nú liggur þetta á mér eins og mara. Á ég að segja konunni minni frá því? SVAB: Þetta er samvizkuspursmál, en ég ráðlegg þér helzt að gera það ekki. Það kynni að létta á samvizku þinni, en at- hugaðu um leið, að vel gæti farið svo, að það hryggði konu þína eða spillti jafnvel sambúð ykkar. Ég virði þig fyrir, að iþú iðrast þess, sem þú liefur gert. Það hefðu ekki allir gert í þínum sporum. + Starfhæfni kvenna MERKUR enskur útvarpsmaður hefur komizt þannig að orði i Brezka útvarpinu (B.B.C.): „f embættum reynast konur færari en karlar, nema bvað stærilæti og sýndar- mennsku snertir. Sem læknar eru þær um- svifaminni en karlar, en þær koma samt

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.