Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN hjá því, en hef aldrei komið þar inn. Ættum við ekki að fara þangað í kvöld?“ „Prýðilegt,“ svaraði ég. Litla veitingahúsið var við Dartstræti. Þegar við gengum inn, hringdi lítil bjalla yf- ir dyrunum, og við gengum nokkrar tröppur niður í litla stofu með "hlýlegum stúkum, þar sem kerti loguðu á borðum. Ég hefði ekki getað valið betur sjálfur. Smávaxinn maður, dökkur yfirlitum með mikið yfirskegg, bauð okkur velkomin og vísaði okkur til borðs. Ég bað um glös af víni. Ekkjan var góða stund á báðum áttum, en kinkaði loks kolli til samþykkis. Við báð- um um aftur í glösin. Ég hallaði mér aftur á bak og virti hana fyrir mér. í bjarmanum frá kertaljósunum hefði andlit hennar getað verið myndskreyting á einum af sálmum Gamla testamentisins. Davíð og Batseba. Og Ljóðaljóð Salómons. „Það er mjög elskulegt af yður að aumk- ast yfir einmana sál,“ varð mér að orði. Hún hristi yndislegt höfuðið. „Þetta megið þér ekki segja,“ svaraði hún. Ég hef líka verið fjarskalega einmana. Það var fallega gert af yður að bjóða mér hingað.“ Ég er nú víst meiri karlinn. Þarna gat ég komið hjarta ekkjunnar til að syngja af ein- tómum fögnuði. „Þér eruð feimnir," sagði hún ... „Það fann ég í gær, þegar við gengum frá kirkj- unni. Þér verðið að eignast einhverja vini.“ Það var nú einmitt það, sem ég var að reyna. Angela, Angela, þig grunar ekki, hve mikið ég þrái að eignast vin. „Ég get ekki að þessu gert,“ svaraði ég. „Ég var líka feiminn, þegar ég var barn. Það hefur ekki elzt af mér.“ Þiónninn kom með vínflöskuna. Hann hellti í glösin okkar. Dökkrautt vínið glóði. „í víni er fólginn sannleiki," sagði ég. Hún bar glasið að vörum sér. Þegar hún setti það frá sér, glitraði dögg þess á vörum hennar. „Hvað 'er sannleikur?" spurði hún. „Að bér séuð einmana," svaraði ég „Að þér sitjið í sorg á dásamlegum dögum, sem aldrei koma aftur.“ Það vai’ eins og hún fengi kökk í hálsinn. „Aldrei,“ sagði hún. „Ekki á sama hátt,“ flýtti ég mér að skjóta inn í. „Hið horfna á sér tilverurétt. Við eig- um að hafa minningarnar í heiðri, en við verðum að lifa lífinu.“ Ég fyllti glasið hennar aftur. Þegar á það var litið, að hún hafði ekki bragðað vín í tvö ár, varð ekki annað sagt en hún væri fljót að taka við sér. „Það eru nætur, þegar mér kemur ekki dúr á auga,“ sagði hún, „nætur, þegar ég ligg andvaka og heyri undarleg hljóð í myrkrinu.“ „Það er einveran," sagði ég. „Ekkert er ægilegra en einveran.“ — En Larakis býðst til að verða fyrirmyndar huggari, hamingju- sama Angela. Við fengum okkur eitthvert snarl. Ég hellti enn í glösin okkar. Skömmu seinna tók hún að verða rjóð í kinnum, og hvítar og fagur- settar tennur hennar glitruðu, þegar hún brosti. „Mér finnst vera orðið svo langt síðan ég hef setið svona, drukkið vín og spjallað,“ sagði hún. „Þér eruð nú ungar ennþá,“ sagði ég. „Þér eigið lífið framundan.“ „Og þér,“ svaraði hún, „þér eruð ungir og hafið kynnzt einverunni. Eigið þér líka lífið framundan?“ „Það eigum við bæði,“ svaraði ég. Hún þagnaði og drakk enn munnfylli af víni, hallaði dálítið undir flatt og leit alvar- lega á mig. „Það gleður mig,“ sagði hún. Bjart vortungl var hátt á lofti yfir bæn- um, þegar við gengum heim, framhjá íbúð- arhúsunum og verzlununum, og ég gerði mig ekki einu sinni líklegan til að leiða hana, hvað þá meira. Þegar hún hafði opnað dyrnar á íbúðinni sinni, hikaði hún andartak í dyrunum. llm- urinn af máltíð okkar lék um líkama henn- ar, angan af valhnetum, víni og ávöxtum. „Viljið þér líta inn og þiggja kaffisopa?" spurði hún. Það bar skugga á andlit hennar, svo ég sá ekki augnaráð hennar. Þetta freistaði mín, en sem sérfræðingur á þessu sviði vissi ég, að það mundi enn vera of snemmt. Það, sem mestu máli skiptir, er að fara sér að engu óðslega. Ef maður ætlar að ná verulegum árangri, verðui' maður að gæta þess^ að fara mátulega geyst. Þegar maður sér árangurinn, skilur maður hvers vegna. „Það er orðið of framorðið fyrir yður,“ svaraði ég. „Þér hafið verið elskulegar við mig, og ég vil ekki níðast lengur á góðvild yðar.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.