Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN LESTRARSALURINN í BRITISH MUSEUM LESTRARSALIR bókasafna í stórborgum eru samkomustaðir undarlegs fólks. Þar sitja menn álútir yfir ýmiss konar doðröntum. Sumir gestanna eru lúsiðnir við að heyja sér fróðleik, aðrir hanga þarna til þess eins að eyða tímanum, sem þeir hafa ekki lag á að verja betur annars staðar. Ymsir eru að lesa eitthvað sér til skemmtunar, en þarna eru einnig menn, sem liggja fram á borðin og virðast sofa. Því stærri, eldri og merkari sem bókasöfnin eru, þeim mun fleiri skrítnar mannkindur hafa löngum sett svip sinn á hinar andlegu grafhvelfingar þeirra. Lestrarsalurinn í British Museum í Lund- únum er einn víðkunnasti samkomusalur lesandi fólks í heiminum. „Þangað verðurðu að koma, ef þú ferð til Lundúna,“ sagði einn af háskólakennurum mínum við mig endur fyrir löngu. „Það er dásamlegur staður; þar hefði ég viljað sitja alla ævi,“ bætti hann við. Auðvitað leit ég inn í lestrarsalinn, um leið og ég skoðaði B. Mus., en ég átti þar skamma dvöl. Mér virtust bækurnar allt of marear til þess, að unnt væri að gera þeim viðhlítandi skil á hálfum mánuði, enda hafði ég mörgu öðru að sinna í heimsborginni. En síðan hefur mér st.undum orðið hugsað til þessa hringlaga bókageims undir hvolfþak- inu og skrítna fólksins, sem húkti þar við lesnúltin einna líkast dottandi fuglum. Og hafi ég séð salarins minnzt á prenti, hef ég ósjálfrátt staldrað við og lesið. LESTR A RSALURINN í British Museum var onnaður til afnota árið 1759. Heldur var aðsnknin nú dræm fyi'st í stað. En snemma á 19. öld hljóp vöxtur í safnið. Árið 1823 á- skotnaðist bví bóka- og handritasafn Georgs konungs III, svo að þá hlýtur ýmsum að hafa þótt fínna en áður að handleika bæk- urnar þarna. Þetta ár varð með öðrum liætti markvert í sögu safnsins. Þá kom ungur blá- snauður ítalskur byltingamaður, Antonio Panizzi að nafni, til Lundúna. Hann flýði ættjörðu sína um það leyti, sem til stóð að festa hann upp og barg lífinu á þann hátt, en fékk síðan sendan reikning frá ítölsku lögreglunni vegna kostnaðar við undirbún- ing aftökunnar og annan frá böðlinum, sem hafði snapað gams vegna brotthlaups hans. Panizzi átti heldur en ekki erindi til Lund- úna. Með fádæma dugnaði og hrífandi suð- rænu viðmóti tókst honum að fá starf við B. Mus. 13 árum seinna (1836) var hann skip- aður bókavörður prentaðra rita safnsins og 10 árum síðar yfirbókavörður. Hann dreif nú í því, sem lengi hafði vakað fyrir honum, að koma upp nýjum lestrarsal í safninu, og vor- ið 1857 var sá salur opnaður. Panizzi var upprunninn í landi glæsilegrar húsagerðar- listar. Honum nægði ekki minni hringsalur undir hvolfþaki en 142 fet að þvermáli — einu feti minna en sjálft Pantheon í Róm, og í þessum sal lét hann koma fyrir 393 lestrar- borðum, því að hann sagði: „Ég vil, að fátæjv- ur stúdent hafi sömu aðstöðu til að svala þekkingarþorsta sínu, sama rétt til að rann- saka sjálfur heimildarritin og auðugasti mað- urinn í konungsríkinu." ÞARNA hafa margir setið með bækur fyr- ir framan sig síðan 1857. Þar sat dr. Jón okk- ar Stefánsson áratugum saman. (Gott ef ég sá hann þar ekki 1938). Og þarna hafa margir kunnir menn unað sér vel. Skáldið Matthew Arnold kallaði lestrarsalinn „dá- semdareyjuna í Bloomsbury" (borgarhverf- inu, þar sem B. Mus. stendur). Og annað enskt skáld, Thackeray, þakkaði Guði fyrir, að hann skyldi eiga aðgang að öllum hinum fögru bókum safnsins. Margir skrítnir fuglar hafa setið þarna. Fyrir rúmri öld var kvartað undan því í ensku blaði, að einn eða tveir vitleysingjar væru meðal lesendanna, sendir þangað af aðstandendum sínum til að forða þeim frá solli Lundúnaborgar. Og ekki alls fyrir löngu var þar náungi, er lét bækurnar, sem hann var að lesa, alltaf standa á höfði til þess að verða að einbeita sér enn meira að lestrin- um. eins og hann oi’ðaði það. Árið 1830 sótti Dickens, sem þá var innan við tvítugt, um að mega sitja í lestrarsal

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.