Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 5 Loksins, loksins! BENJAMlN DISRAELI sagði, þegai- hann varð forsætisráðherra Englands: ,,Jæja, loksins er ég þá kominn upp á efri endann á þessuyi foruga staur.“ Þottist góður HUNDGAMALL kvennabósi, sem var á gangi á götunni, heyrðist tauta: „Alveg er maður alsæll, þegar maður er að mæta þessum kellingum. sem mað- ur glæptist ekki á að kvænast, þegar þær voni ungar.“ Góð og gild afsökun JAMES J. WALKER, borgarstjóri í New York, þóttist þurfa að afsaka sig, er hann kom eitt sinn of seint á hádegis- verðarfund. Hann gerði það með þessum orðum: „Þegar allt kemur til alls, geta nú ekki allir orðið fyrstir. — Georg Washington kvæntist t. d. ekkju.“ Ekki nóg! Ekki nóg! Á AÐALFUNDI heimsfrægrar bíla- verksmiðju sagði forstjóri fyrirtækisins: „Herrar minir ég hef þá ánægju að til- kynna ykkur, að í hitteðfyrra tókst okkur að smíða bíl á hverjum tíu mínútum.“ Allir fundarmenn klöppuðu ákaft nema lítill maður, sem sat aftarlega í salnum. Hann hristi bara höfuðið og sagði: „Ekki nóg! Ekki nóg!“ .,Og í fyrra tókst okkur að smíða bíl á hverjum fimm mínútum,“ hélt forstjór- hm áfram. Aftur kvað við lófaklapp frá öllum fund- ai’mönnum nema litla manninum. Hann sagði bara: „Ekki nóg! Ekki nóg!“ >,0g nú get ég fært ykkur þær ótrúlegu fréttir, að í ár gerum við fastlega ráð fyr- lr að smíða bíl á hverjum tveim mínút- Um •“ kallaði forstjórinn. Gífurlegt lófaklapp kvað við í salnum, en liti maðurinn endurtók: „Ekki nóg! Ekki nóg!“ Nú var forstjóranum nóg boðið. Hanu hvessti augun á litla manninn og krafði hann reiðilega skýringar á mótmælum hans. Þá reis sá litli úr sæti sínu og sagði: „I heiminum fæðist afglapi á hverri mínútu, og þið getið ekki látið nema helminginn af þeirri hjörð fá bíl við sitt hæfi.“ Hafði lélegan verjanda MAÐUR nokkur var dæmdur í tugthús- vist. Þegar í fangelsið kom, var honum skipað að undirrita eitthvert plagg. „Það get ég því miður ekki, því ég er algerlega óskrifandi,“ anzaði fanginn. „Og þér sem hafið verið dæmdur fyrir skjalafals!“ sagði fangavörðurinn. „Það var nú bara af því ég hafði svo lélegan verjanda." Hvað er hann gamall? SKOTl hringdi til læknis seint um kvöld og sagði, að sonur sinn hefði gleypt gull- hring. „I guðanna bænum komið þér fljótt!“ sagði Skotinn. „0 — hafið engar áhyggjur af þessu,“ svaraði læknirinn. „Hvað er hann gamall?" „Hann er frá 1874 og sleginn hér í Skot- landi!“ Kannaðist við gripinn TVEIR kunningjar voru að rabba sam- an fyrir utan eina af kirkjum borgarinnar. Allt í einu komu nýgift brúðhjón út úr kirkjunni. „Æ, þessi telpa hefux^ nú oft setið á hnjánum á mér,“ sagði annar mannanna, þegar hann sá brúðina. „Jæja, er hún eitthvað skyld þér?“ spurði hinn. „Nei, sei-sei-, nei, en hún var bara einu- sinni einkaritari minn.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.