Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 26
18 SAMTÍÐIN Ingólfur Davíðsson: Ur ríli ndttúrunnar ÆVINTÝKI IH ItII\.\I.SI.\S HANN kemur í heiminn á kafi í sjó og fæð- ist aftur á bak, þ. e. sporðurinn kemur fyrst. Nýborinn kálfurinn skelfur öll ósköp, enda hefur hann búið við líkamshlýju móður sinnar 16 mánuði. Hún ýtir kálfinum upp á yfirborðið, og hann byrjar að anda. Nýbor- inn kálfur er hálfur fimmti metri á lengd og vegur rúmt tonn. 1% m langur nafla- strengurinn slitnar, kálfurinn leitar á spena, en þeir sitja í tveimur djúpum fellingum a hliðunum sinn hvorum megin, dálítið aftan við naflann. Þriðjungur mjólkurinnar er fita. Kálfurinn sýgur 2 ár og þyngist lengi vel um 3 kg á dag. Mánaðargamall getur hann synt jafnhratt og móðirin eða um 20 hnúta, en fer venjulega mun hægar. Oft halda hvalirnir sig saman 20—30 í hóp; það eru ung karldýr, kvendýr, einkum hin vanfæru eða þau, sem eru með kálfa, og gamall karlhvalur, sem oftast heldur sig vind- megin við hópinn, nokkur hundruð metra frá honum. Ungir „karlar“ eru feitir, spik- lagið um 30 cm. Þeir fara lengst norður á bóginn, en septemberkuldinn rekur kvendýr- in suður á bóginn. Oft særast hvalirnir. í einum fannst náhvalstönn (sverðfisktönn) í bakinu. Hún hafði brotnað við árásina og sat í spikinu, en sárið hafði gróið fljótt og vel. Venjulega hafa búrhvalirnir ör á höfði eftir bit smokkfiska. Sérhver einstaklingur ber sinn litblæ og hefur sína sérstöku rödd. Karldýrið verður um 18 m langt og um 60 tonn að þyngd. Hvalir kafa djúpt niður í myrkt dýpi hafsins og anda fyrst djúpt nokkrum sinn- um. Blóðið streymir mjög til heilans í köf- unum. Heilinn er allt að 8—9 kg að þyngd, hjartað 180 kg, og sendir hvert slag 20 lítra af blóði út í æðarnar. Hjartað slær hægt, sennilega aðeins 10 sinnum á mínútu í djúp- um köfum, en stundum er kafað niður á 800—900 m dýpi í leit að bráð, t. d. smokk- fiskum. Hvalurinn grípur bráðina og heldur henni fastri með 60 tönnum sínum. Hann tekur jafnvel risasmokkfisk 150 kg þung'an og hlýtur oft sár í viðureigninni. Hvalurinn þarf helzt um tonn af fæðu á sólarhring. Hvalir heyra mjög vel, en sjá illa og finna naumast lykt. Þeir berjast stund- um um kvendýrin á vorin. Þá færist órói í þá; ástafarið byrjar. Tímum saman synda karl og kella samhliða, snertast með bægsl- unum öðru hverju eða nudda sig hvort upp að öðru. Karlinn syndir þá öðru hverju upp fyrir kelluna og strýkur henni um bakið, fer dálítið frá, en kemur brátt aftur og er þá æstari en áður. Síðan tekur hann sund sprett með útsperrt bægsli til að sýna mátt sinn, vindur sér til og veltir alla vega sem væri að dansa. Kellan verður hrifin, syndir nú á bakinu og hann yfir henni, tekur ut- an um kjálka hennar með sínum, og þau núa líka hausum saman. Svona gengur um hálftíma, en loks rísa þau upp úr sjó og æxlast. í Kyrrahafi verður karldýrið kynþroska 9 ára, en ekki fullþroska fyrr en 30—45 ára. Hvalir geta orðið um 75 ára. Meðgöngutím- inn er 16 mánuðir, og kálfurinn er 2 ár á brjósti. Kvendýrið safnar síðan kröftum í 8 mánuði. Þannig fara 4 ár í það að ganga með kálf, hafa hann á spena og safna kröft- um að nýju. Móðirin: „Ó, ég er svo miður mín! Litli drengurinn minn var að gleypa dýra de- mantshringinn minn. Ætli ég verði ekki að fá hann prófessor Jón til aö skera hann upp?“ Heimilislæknirinn: „Það-hlýtur að vera óhætt, því hann er alveg stálheiðarlegur =■ Hvað merkja þessi ORD? 1. Barnakarl, 2. bikill, 3. dasi, 4 fákalegur, 5. háartaða, 6. jagg, 7 manngi, 8. nánös, 9. negg- bólga, 10 pataldur. Merkingarnar eru á bls. 25.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.