Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 27 Skattamir verða að lækka SKÖMMU eftir stjórnarskiptin í Englandi í júní 1970 birtist eftirfarandi forustugrein í Daily Mail: „Lækkið skattana og gerið þá einfaldari. Það er fyrsti forgangsréttur nýja fjármálaráð- hen-ans, hr. Macleods. Eins og Renwick lá- varður segir í dag í bréfi til forsætisráðherr- ans, er þetta eina leiðin til að uppræta von- leysi og bölsýni allra iðnrekenda. Lægri skattar munu auka áhuga fólks og örva það til nýrra dáða. Þeir munu einnig skapa stöð- ugra verðlag og gera okkur unnt að safna meira sparifé. Það, sem okkur vanhagar um: vegi, skóla, sjúkrahús og betri lífskjör — verður aðeins til með öflugri brezkum iðnaði. Og ef nokkuð er unnt að læra af síðustu fimm árum, þá er það sú staðreynd, að auk- in framleiðsla, en ekki aukin skattabyrði er það, sem auðgar þjóðina. Skjót og gagnger lækkun skattstigans myndi eiga drýgri þátt í að leysa dugnað fólksins úr læðingi en öll hagfræðiáform heimsins." Síða kápurnar valda áhyggjum Enskir leynilögreglumenn hafa um þessar mundir ærnar áhyggjur af síðu kápunum kvenfólksins. Þeir hafa nefnilega komizt að raun um, að stúlkur, klæddar þessum káp- um, hafa að undanförnu iðkað mjög grip- deildir í verzlunum og falið þýfið undir víðu kápunum sínum. Sárgramir segja þessir handhafar löggæzlunnar í enskum borgum: „Það er fleira hægt að fela undir síðu káp- unum en ljóta fætur; þar er jafnvel hægt að leyna heimilisraftækjum.” Ræstingarmenn strætisvagnanna í Lundún- um eru hins vegar þakklátir síðklæddu stúlk- unum, því að kápur þeirra sópa gólfin í vögnunum. Orson Welles, leikarinn frægi, 54 ára gamall, hefur nýlega stjómað kvikmyndatöku í Róm fyrir amerískt sjónvarp, og lék þá sjálfur aðalhlutverkið. í myndinni dansar hann, syngur, leikur á ýmis hljóðfæri og dulbýr sig sem kona. Vekur þessi fjölhæfni leikarans mikla athygli og ekki síður hitt, að ung fegurðardís frá Júgó- slavíu, Oja að nafni, hefur ávallt sézt í för með Welles. Kona hans veit um ástarsamband þeirra, en hefur ekki enn haft á orði að skilja við mann sinn af þeim sökum. Kunningjar Welles lýsa honum þannig: Hann er alveg óviðjafnanlegur, hvað snertir hugrekki, hugkvæmni, eigingirni, stór- mennsku, óþolinmæði, vaxtarlag og hvik- lyndi í ástum. ' / Hver veit? NÝLEGA lásum við þetta í þýzku b-laði: „Einn góðan veðurdag verða ofnar okkar kaldir, og öll hjól stöðvast. Sérfræðingar hafa reiknað út, að eftir um það bil 150 ár verði orkugjafamir: kol okkar, viður og steinolía, þrotnir“. í þessu sambandi varð okkur hugsað til hveravatnsins okkar, sem streymir upp úr jörðinni sem ómetanlegur hitagjafi. Skyldi það ekki verða sú „jarðolía“, sem endist bet- ur en olíulindir annarra þjóða. Eitt sinn var þetta kveðið um landkosti hér: Þetta land á ærinn auð, / ef menn kunna’ að nota hann. RÖDD RITHÖFUNDARINS: Kynlíf er í dag mörgu fólki það, sem Ameríka hlýtur að hafa verið Kólumbusi. Henry Miller RÖDD AUSTURLANDA: Óvinir vina okkar eru einnig óvinir okk- ar. Kaupið sniðinn jólakjólinn á dótturina í BJARGARBIJD, Ingólfsstræli 6 - Sími 2 57 60

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.