Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 37

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 37
SAMTÍÐIN 29 SAMTÍÐIN óskar afmælisbörnum mánaðarins allra heilla fyrit DESEMBER 1970 VATNSBERINN: 21. janúar—19. febrúar Starfsþróttur þinn kann að reynast með minna móti milli 15. og 22. des. Starfaðu bak við tjöldin 23. des. Þér verður mest ágengt við félagsmálastörf 8. og 24. des. Vertu varkár á gamlársdag. FISKARNIR: 20. febrúar—20. marz Útlitið í viðskiptúm er sæmilegt 1. og 16. des., en allur ávinningur krefst erfiðis. Leggðu allar áætlanir þínar fyrir 19. des. Reyndu að lifa ekki um efni fram i jólamánuðinum. Haltu kyrru fyrir 20. og 31. des. HRÚTURINN: 21. marz—20. apríl Ljúktu við verzlunar- og fjármálaáform þm fyrir 19. des. Atvinnumálin verða ótrygg 2., 15. og 22. des., og varastu þá framkvæmdir á þvi sviði. Félagsmálin verða hagstæðust 16. og 27. des. Reyndu að takmarka eyðslu þína í þessum mikla útgjaldamánuði. NAUTIÐ: 21. apríl—21. maí Útlitið i viðskiptamálunum verður gott 5. °g 13. des., en haltu að þér liöndum 15.—22. des. Gerðu þér fjárhagsáætlanir fyrir 19. des., og gakktu frá félagsmálunum 3.—8. des. Gættu heilsunnar vel 20. des. og jóladagana. Vertu heima 31. des. TVÍBURARNIR: 22. maí—21. júní Viðskiptamálin verða hagstæðust 3., 8. og 23. des., og byggist það m. a. á góðri samvinnu. Akefð í ástamálum getur orðið óheppileg 15. —22. des.' Gættu heilsunnar vel 20. des. Varastu slys á vinnustað og lieima fyrir 31. des. KRABBINN: 22. júní—23. júlí Gríptu góð tækifæri til fjárhagsbata 5., 9. og 10. des. Væntu ekki árangurs af samstarfi eftir 20. des. Varastu árekstra 21. og 23. des. Varaslu sl>'s á þér og ástvinum þínum 31. des. LJÓNIÐ: 24. júlí—23. ágúst að samstarfsmönnum 15. og 22. des. Vertu við- búin(n) meiri ábyrgð í starfi 28. des. Farðu varlega með eld um jólin, og sjáðu um, að fjölskylda þín geri slíkt hið sama. MEYJAN: 24. ágúst—23. september Skipuleggðu félagsmálin 3., 8. og 23. des. Skipuleggðu einnig fjármálin 5. og 12. des. Var- astu fjölskylduárekstra 2. des. Gættu þess að ofreyna þig ekki 21. des. Gættu liófscmi i jólaút- gjöldum 15. og 22. des. Varastu slys heima hjá þér 31. des. VOGIN: 24. september—23. október Gakktu rösklega að störfum 3., 8., 16. og 23. des. Vertu vinsamleg(ur) við ættingja þína 2. og 21. des. Sinntu arðbærum fyrirtækjum 5. og 13. des., og gerðu áætlanir fyrir komandi ár 19. des. Reyndu að spara i sambandi við jóla- útgjöldin. Gæltu heilsunnar vel 20. og 31. des. SPORÐDREKINN: 24. október—22. nóv. Forðastu þá vini, sem eggja þig á eyðslu um efni fram 2. og 21. des. Einbeittu þér að verzl- unarmálunum 5., 9. og 16. des. Gættu vel heils- unnar 20. des. Heimafólki þínu verður hætta búin af slysum 15.—22. des. Varastu ferðalög 28. og 31. des. BOGMAÐURINN: 23. nóv.—21. desember Vertu varkár í verzlunarmálum 2. og 21. des. Gakktu frá áformum þínum 5. des. Gættu hófs í jólaútgjöldum, einkum 15. og 22. des. Gættu heilsunnar vel 20. des., og varastu slys 31. des. STEINGEITIN: 22. desember—20. janúar Einbeittu þér að verzlunar- og fjármálum á fyrri helmingi desembermánaðar, einkum 5. og 13. des. Varastu ofreynslu í þessum efnum 19. og 22. des. Ástamálin verða geðfelld fyrri hluta desembers, en lakari eftir 20. des. Vertu skilti- ingsrík(ur) við vini þína, varðandi jólahaldið. Eyddu ekki of miklu í jólaleyfinu. Farðu vel - Islenzkir og erlendir íþróttabúningar í miklu úrvali. - Allt fyrir boltaíþróttirnar. SPORTVÖRUVERZLUN INGÖLFS ÓSKARSSONAR KLAPPARSTIG 44 — SlMI 4-17-83

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.