Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 2
2 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR „Guðni, er veðrið sem sagt ekki upp á marga fiska?“ „Nei, það er hvorki fugl né fiskur.“ Guðni Guðbergsson er fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við hann og sagðist hann hafa áhyggjur af litlu rennsli í ám sem gæti haft áhrif á veiði í sumar. Sennilega stafaði það af litlum snjó í vetur og þurru veðri framan af vori. ALÞINGI Þingnefnd, sem bregðast skal við skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis, ætlar að hafa sig alla við til að skila niðurstöðum á réttum tíma, í september. Þetta segir varaformaður nefndarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir. Fundað verði út júnímánuð og svo getur farið að aukafundur verði haldinn 2. júlí. Samkvæmt vef Alþingis hefur nefndin fund- að minnst þrjátíu sinnum síðan í janúar. Nefndin fjallar meðal ann- ars um ályktanir skýrslunnar og metur ábyrgð ráðherra. - kóþ Nefnd um rannsóknarskýrslu: Ætlar jafnvel að funda í júlí SAMFÉLAGSMÁL Hulunni var svipt af forláta fiskabúri í anddyri Vestur- bæjarlaugar í gær. Mímir, vináttu- félag Vesturbæjar, stóð fyrir söfn- un meðal íbúa Vesturbæjar og í gær varð afraksturinn öllum ljós. „Þetta er merkur áfangi sem við erum að ná hérna í dag,“ sagði Einar Gunnar Guðmundsson, for- svarsmaður Mímis, við þetta til- efni og bætti við: „Þetta er verkefni sem byggist á skemmtilegu „kons- epti“ sem við getum kallað íbúa- frumkvæði og byggist á gömlum og góðum gildum. Við erum mjög stolt af því að hafa átt frumkvæði af því að borgararnir hafi áhuga, vilja og getu til þess að hafa áhrif á sitt nærumhverfi.“ Lengi vel stóð fiskabúr í and- dyri laugarinnar sem hannað var af Gísla Halldórssyni arkitekt. Það var hins vegar tekið niður árið 1985. Gísli, sem verður 96 ára á árinu, var verndari söfnunarinnar og las Margrét Leifsdóttir, barna- barn hans og einn hönnuða nýja búrsins, upp ávarp frá honum við afhjúpunina. Í því kom fram að gamla fiskabúrið hefði verið sér- lega vinsælt hjá unga fólkinu. Hönnuðir búrsins að þessu sinni eru Bjarki Gunnar Halldórsson arkitekt, Margrét Leifsdóttir og Sigurður Gunnarsson verkfræðing- ur. Allir sem að verkefninu komu gáfu vinnu sína og nánast allur útlagður kostnaður var vegna efnis. Íþrótta- og tómstundaráð mun taka við rekstri búrsins. Félagar í Mími eru ekki hættir þótt fiskabúrið sé komið upp, að því er kom fram í gær, fleiri verk- efni bíði í Vesturbænum. Þeir hitt- ast einu sinni í mánuði á Mímisbar á Hótel Sögu. Allir áhugamenn um Vesturbæinn eru velkomnir á fundi félagsins. magnusl@frettabladid.is Fiskarnir synda á ný í Vesturbæjarlaug Félagsmenn í Mími, vináttufélagi Vesturbæjar, sviptu í gær hulunni af fiskabúri í anddyri Vesturbæjarlaugar. Árið 1985 var tekið niður fiskabúr sem stóð þar lengi. FISKABÚRIÐ AFHJÚPAÐ Barnabarnabörn Gísla Halldórssonar arkitekts, sem hannaði Vesturbæjarlaugina, hjálpuðu til. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VIÐSKIPTI Skilanefnd Kaupþings og TDT, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Roberts Tchenguiz, hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. Málin eru tilkomin vegna deilna um 180 milljóna punda hagnað á sölu á verslunarkeðjunni Somer - field og Ventures Limited. Annars vegar er um að ræða mál Isis Investment Limited gegn Kaupþingi, fjárvörsluaðilum TDT og fleirum, sem rekin hafa verið fyrir dómstólum í Englandi og Wales og hins vegar mál Kaup- þings gegn fjárvörsluaðilum TDT og fleirum, sem verið hefur til meðferðar hjá dómstólum á Bresku Jóm- frúaeyjunum. Samkomulag- ið felur í sér að fjármunir, sem tilkomnir eru vegna söl- unnar, verði leystir úr haldi fjárvörsluaðila á Bresku Jómfrúaeyjum og tilheyr- andi hluti greiddur til skiptastjóra Oscatello Investment Limited. Um endanlegt uppgjör er að ræða á milli Kaupþings og fjár- vörsluaðila TDT, vegna allra krafna í málinu. Hvorugur aðil- inn á lengur kröfu á hinn. Þá falla fjárvörsluaðilarnir frá kröfum í tilteknar eigur. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, í skilanefnd Kaupþings, segir nið- urstöðuna viðunandi og hagsmun- um Kaupþings sé best borgið með samkomulaginu. Tchenguiz var samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis einn stærsti skuldari íslenska bankakerfisins. - kóp Fjármunir vegna sölu á Somerfield verða leystir úr haldi fjárvörsluaðila: Skilanefndin semur við Tchenguiz DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að berja annan mann með skipti- lykli. Maðurinn er ákærður fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Atvikið átti sér stað að morgni 21. maí 2009, í húsnæði Tor fiskverk- unar ehf. að Eyrartröð 13, Hafn- arfirði. Sá ákærði réðst á hinn og sló hann með skiptilykli nokkr- um sinnum í höfuð og líkama með þeim afleiðingum að fórnarlambið marðist. Fórnarlambið krefst 300 þúsunda í skaðabætur. - jss Sérstaklega hættuleg árás: Barði í höfuð með skiptilykli Hlaupið í Skaftá í hámarki Svo virðist sem hlaupið í Skaftá hafi náð hámarki í gær, en í hádeginu náði vatnsmagnið 600 rúmmetrum á sekúndu. Verulega litlar líkur eru tald- ar á öðru hlaupi. Hlaupið kemur úr vestari katli Skaftárjökuls í Vatnajökli. HAMFARIR EFNAHAGSMÁL Enginn þeirra 36 þingmanna sem samþykktu lög um vexti og verðtryggingu, brást við þegar bankar og önnur fjármálafyrirtæki hófu að binda lán við gengi erlendra gjald- miðla, þótt þeim mætti vera ljóst að það væri ólöglegt. Þetta segir Þorvaldur Gylfason, próf- essor í hagfræði, í blaðinu í dag. Þorvaldur rifjar upp að vilji löggjafans hafi verið skýr þegar lögin voru samþykkt 2001. Þrír núverandi alþingismenn voru í hópi þeirra 36 sem sam- þykktu lögin: Árni Johnsen, Einar K. Guðfinnsson og Pétur Blöndal. - bs / sjá síðu 18 Þorvaldur Gylfason: Þingmenn áttu að stöðva ólög- leg gengislán STJÓRNSÝSLA Kosið verður á ný í Reykhólahreppi laugardaginn 24. júlí. Kosningin fer fram í skrif- stofum sveitarfélagsins að Reyk- hólum. Ástæða þessa er að fram- kvæmdinni var ábótavant þegar kosið var til sveitarstjórna í maí. Auglýsingar um kosningarn- ar, sem fara áttu á hvert heimili sveitarfélagsins, bárust seint og illa og alls ekki til íbúa Flateyjar. Hafsteinn Guðmundsson, bóndi í Flatey, kærði framkvæmdina til úrskurðarnefndar sem felldi úrskurð honum í vil. Kosið var persónukosningu í sveitarfé- laginu. Á kjörskrá voru 208 og greiddu 128 atkvæði. - kóp Framkvæmd var ábótavant: Kosið aftur í Reykhólahreppi VIÐSKIPTI Bankar í Portúgal sóttu sér 35,8 milljarða evra, jafnvirði rúmra 5.600 milljarða króna, úr sjóðum evrópska seðlabankans í síðasta mánuði. Þetta er tvöfalt meira en í apríl. Lánin bera tæpa 4,7 prósenta vexti, sem er hundrað punkta hækkun á milli mánaða. Vaxtakjörin sýna berlega erf- itt aðgengi fjármálafyrirtækja í verst stöddu evrulöndunum, að sögn breska viðskiptablaðsins Fin- ancial Times í gær. Fari vaxtaálag á portúgölsk skuldabréf í fimm prósent þurfa bankar þar í landi að sækja í neyðarsjóð ESB. - jab Portúgalar sækja sér dýr lán: Eru við dyr neyðarsjóðsins STAÐAN RÆDD Fjármálaráðherra Portú- gals ræðir við kollega sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP WASHINGTON, AP Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, rak í gær Stanley McChrystal, yfirmann her- afla Bandaríkjamanna í Afganistan, úr starfi sínu. Ástæða ákvörðunar Obama voru ummæli sem höfð voru eftir McChrystal í viðtali við tímaritið Rolling Stone þar sem hann gagnrýndi stefnu Obama í mál- efnum Afganistan. Obama tilkynnti jafnframt að David Petraeus, yfir- maður herafla Bandaríkjamanna í Mið-Austurlönd- um, skyldi taka við af honum. Petraeus stýrði áður hernaði Bandaríkjamanna í Írak en hann er vinsæll meðal Bandaríkjamanna enda talinn hafa snúið stríðs- rekstrinum í Írak til betri vegar á sínum tíma. Í viðtalinu sagði McChrystal meðal annars að Obama hefði sett hann í ómögulega stöðu, auk þess að gera grín að Joe Biden varaforseta. Ósætti á milli forseta og hershöfðingja er afar sjald- gæft í Bandaríkjunum og þarf að fara aftur til ársins 1951 til að finna sambærilegt dæmi en þá rak Harry Truman, þáverandi forseti Bandaríkjanna, Douglas MacArthur úr starfi yfirmanns herafla Bandaríkja- manna í Kóreu. Í yfirlýsingu sinni sagði Obama að ummæli McChrystals hefðu grafið undan borgaralegu yfir- valdi hersins sem væri eitt af grundvallaratriðum lýð- ræðiskerfis Bandaríkjanna. - mþl Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan látinn taka pokann sinn: Obama rekur hershöfðingja TILKYNNT UM MANNABREYTINGAR Obama ásamt Petraeus og Robert Gates varnarmálaráðherra. ROBERT TCHENGUIZ SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.