Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 4
4 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR Claudio Albrecht er þungavigtarmaður í lyfjageiranum. Hann er 51 árs doktor í lögfræði frá Austurríki með tæpa aldarfjórðungsreynslu að baki í lyfjageiranum. Þar af var hann forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins Ratiopharm um átta ára skeið og kom því í fremstu röð. Þar hætti Albrecht árið 2008, sama ár og eigandi fyrirtækisins, hin þýska Merckle-fjölskylda, lenti í fjárhagskröggum. Ratiopharm var sett í söluferli í fyrra og var Actavis lengi meðal væntanlegra kaupenda. Deutsche Bank, helsti kröfuhafi Actavis, stefndi á að sameina Actavis og Ratiopharm og eygði hann meiri líkur en áður á að fá til baka lán upp á fjögur hundruð milljónir evra, jafnvirði um sjö hundruð milljarða króna, sem hann veitti félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, vegna yfirtöku á félaginu fyrir þremur árum. Ekkert varð úr kaupunum. VIÐSKIPTI „Ég hef unnið náið með stjórnendum Actavis sem ráð- gjafi síðastliðna átján mánuði og þekki fyrirtækið vel. Deutsche Bank hafði ekkert með forstjóra- skiptin að gera. Hann er kannski helsti kröfuhafi Actavis. En lengra nær það ekki. Einu tengsl mín við bankann eru þau að þar er ég með bankareikning,“ segir Claudio Albrecht, nýráðinn forstjóri Acta- vis, sem tók óvænt við í gær af Sig- urði Óla Ólafssyni. Þeir tilkynntu starfsfólki Actavis breytingarnar í gær. Ekki náðist í Sigurð Óla í gær. Eftir því sem næst verður komist átti hann frumkvæðið að forstjóra- skiptunum. Hann hyggst flytjast til Bandaríkjanna og óvíst hvað hann ætlar sér þar. Sigurður Óli mun þó ekki ætla að taka við starfi hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen, sem síðustu misserin hefur ráðið til sín nokkra fyrrverandi lykilstjórnend- ur Actavis. Þar á meðal er Svafa Grönfeldt, fyrrverandi forstjóri Actavis. Róbert Wessman, fyrrver- andi forstjóri Actavis, er stjórnar- formaður Alvogen og á þriðjungs- hlut í fyrirtækinu. Sigurður mun vinna með Albrecht fram í ágúst. Breytinga er að vænta frá og með ráðningu Albrechts í for- stjórastólinn en stefnt er að því að sameina æðstu stjórnendur fyr- irtækisins á einum stað. Þeir eru nú í fimm löndum, þar á meðal hér. Breytingarnar eru ekki langt komnar en talið er að flutningarn- ir kunni að hafa áhrif á þrjá til átta æðstu stjórnendur Actavis hér. Þessir sömu stjórnendur ferðast mikið allt árið um kring. CLAUDIO ALBRECHT Austurríkismaður tekur við Actavis Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá Actavis. Stefnt er að því að flytja helstu stjórnendur undir eitt þak á meginlandi Evrópu á næstunni. Breytingarnar munu ekki hafa áhrif á starfsemina í Hafnarfirði, segir Claudio Albrecht. Hver er Claudio Albrecht? UMHVERFISMÁL Opnað var fyrir aðgengi ferðamanna að Gunnuhver í landi Grindavíkurbæjar í gær. Síðustu tvö ár hefur svæðið verið lokað. Fyrir tveimur árum hljóp aukin virkni í hverinn svo hann breiddi úr sér, eyðilagði útsýnispall og tók veginn þar í sundur. Almannavarn- ir lokuðu því svæðinu. Nú hefur aðgengi ferðafólks verið bætt og nýir útsýnispallar byggðir auk þess sem aðgengi er fyrir fatlaða á svæðið í fyrsta sinn. - þeb Nýir útsýnispallar vígðir: Bætt aðgengi að Gunnuhver MAROKKÓ „Það er almennur sam- hljómur hérna um að núna verði gert hlé á þessum tilraunum til að ná málamiðlun,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem nú situr ársfund ráðsins í Agadír í Marokkó. Líklega verður öllum viðræðum um málamiðlun frestað í heilt ár. Undanfarið ár hefur mikil áhersla verið lögð á að ná samkomulagi á ársfundinum sem nú stendur yfir. Það tókst ekki,að sögn Tómasar vegna innbyrðis ágreinings þeirra ríkja sem eru andvíg hvalveiðum. Málamiðlunin átti að felast í því að undantekning yrði gerð frá ald- arfjórðungs hvalveiðibanni og hval- veiðiríkjunum þremur, Íslandi, Noregi og Japan, veitt heimild til takmarkaðra hvalveiða samkvæmt árlegum kvóta ráðsins. Ársfundurinn stendur fram á föstudag. Frá Íslandi sitja fundinn, auk Tómasar, þau Ásta Einarsdóttir frá utanríkisráðuneytinu, Gísli Vík- ingsson frá Hafrannsóknastofnun og Kristján Loftsson frá Hval hf. - gb Málamiðlunartillaga um hvalveiðar ekki frekar rædd á ársfundi hvalveiðiráðsins: Verður líklega frestað í eitt ár ÁRSFUNDUR ALÞJÓÐAHVALVEIÐIRÁÐS- INS Ekkert samkomulag tókst um aðalefni fundarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Albrecht segir fjögur lönd í Evr- ópu koma til greina, svo sem Hol- land og Sviss. Sjálfur telur nýráðni forstjórinn Sviss koma sterklega til greina enda hjarta lyfjageirans í Evrópu. „Flutningarnir munu hvorki hafa áhrif á annað starfsfólk né starfsemina,“ segir Albrecht og bendir á að hér starfi 650 manns hjá fyrirtækinu. Nú sé verið að stækka verksmiðju Actavis í Hafn- arfirði og verði að ráða um fimm- tíu manns til viðbótar í haust. Það eru um tífalt fleiri en flytjast utan. jonab@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 25° 26° 21° 29° 26° 21° 21° 22° 24° 25° 35° 35° 21° 27° 17° 19° Á MORGUN Hægviðri. LAUGARDAGUR 3-8 m/s. 12 14 15 8 12 8 8 10 14 10 13 5 3 8 7 7 4 5 6 3 2 2 13 14 14 12 10 12 11 12 12 16 SKIN OG SKÚRIR Svipað veður á landinu í dag og var í gær en næstu daga munu skipt- ast á skin og skúrir um sunnan- og vestanvert land- ið og léttir þá til norðan- og aust- anlands. Hitinn verður áfram með ágætum víðast hvar en fer heldur upp á við norðaustan til næstu daga. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Sel- fossi handtók tvo karlmenn og eina konu síðastliðinn föstudag vegna gruns um tilraun til að smygla lyfjum og öðrum efnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni. Aðferðin fólst í því að fela efnin í bifreið sem annar karlmannanna hafði ætlað að láta bóna og þrífa á Litla-Hrauni. Hann fékk svo hinn karl- manninn til að fara með bif- reiðina og sækja hana. Sá hafði ekki vitneskju um smyglið. Konan er sambýliskona þess sem stóð fyrir smyglinu og var með honum í för þegar hann var handtekinn. Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að hafa staðið einn að þessu. Fangaverðir á Litla- Hrauni fundu efnin í bifreiðinni. - jss Smygltilraun á Litla-Hrauni: Földu lyf og efni í bifreið LÖGREGLUMÁL Umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu fækk- ar að meðaltali um 20 prósent fyrstu fimm mánuði ársins sam- anborið við sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar litið er til allra umferð- aróhappa og umferðarslysa þar sem grunur leikur á ölvun öku- manns kemur í ljós að slíkum tilvikum fækkar um 6 prósent milli ára, úr 66 árið 2009 í 62 árið 2010. Á sama tíma fækkar kærum vegna ölvunaraksturs um 9 prósent, úr 385 tilvikum í 349. Óhöppum sem tengjast fíkni- efnaneyslu fjölgar um 21 prósent milli ára, úr 19 tilvikum í fyrra í 23 í ár. - jss Ölvunaróhöpp í akstri færri: Færri umferðar- slys en í fyrra KLIPPT Á BORÐANN Ferðamenn geta nú virt Gunnuhver fyrir sér á ný. SVÍÞJÓÐ, AP Sænskir hafnarstarfs- menn hófu í gær vikulangt hafn- bann á öll skip og allan farm frá Ísrael. Það er gert til að mótmæla nýlegri árás Ísraela á hjálparskip sem var á leið til Gasa. Um 1.500 manns taka þátt í verkfallinu, en um 95 prósent alls inn- og útflutnings fara um hafnir landsins. Samband sænskra hafn- arverkamanna studdi för hjálpar- skipsins, en margir Svíar voru um borð í því. Með aðgerðunum vill sambandið krefjast þess að Ísrael- ar aflétti einangrun á Gasa. - þeb Svíar bregðast við árás: Hafnbann á ísraelsk skip ÍRAN, AP Ali Akbar Salehi, varafor- seti Írans, greindi frá því í gær að Íranar hefðu framleitt sautján kíló af úrani sem hefur verið auðgað um tuttugu prósent. Úran þarf að vera yfir níutíu prósent auðgað til að hægt sé að nota það í gerð kjarnorkuvopna. Bandaríkjamenn lýstu áhyggjum sínum yfir því að Íranar væru að færast nær möguleikanum á því að framleiða kjarnorkuvopn. Salehi segir Írana nota úranið í læknis- fræðilegar rannsóknir. Ekki eru nema tvær vikur síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti harðari aðgerðir gagn- vart Írönum vegna auðgunar þeirra á úrani. - þeb Íranar ótrauðir í úranauðgun: Hafa framleitt 17 kíló af úrani ACTAVIS Búast má við breytingum í kjölfar forstjóraskipta. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 23.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,9882 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,44 128,04 189,99 190,91 156,39 157,27 21,008 21,13 19,712 19,828 16,434 16,53 1,4099 1,4181 187,69 188,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Smellugas Skiptu yfir í nýtt og einfaldara kerfi Nýr þrýstijafnari, þér að kostnaðarlausu og við tökum gamla kútinn upp í. smellugas.is 25% afsl áttu r af inn ihal di
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.