Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 6
6 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR MENNTUN Nemendur úr framhalds- skólum telja sig misvel búna undir háskólanám eftir því í hvaða skóla þeir stunduðu nám. Nokkrir skól- ar skera sig úr og nemendur þeirra virðast betur undirbúnir. Þetta kemur fram í könnun sem Háskóli Íslands vann í samvinnu við Stúdentaráð. Um nokkra hríð hafa þær raddir heyrst úr háskól- anum að nemendur komi afar mis- vel undirbúnir upp úr framhalds- skólum. Skýrslan rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Mjög mismunandi er eftir skól- um hve vel nemendur telja sig und- irbúna. Líkt og sést hér fyrir ofan eru 98 prósent nemenda Mennta- skólans á Akureyri mjög eða frek- ar sammála þeirri fullyrðingu að námið í framhaldsskóla hafi verið góður undirbúningur fyrir Háskóla Íslands. Einungis 38,1 prósent nemenda Framhaldsskól- ans í Vestmannaeyjum getur tekið undir þá fullyrðingu á sama hátt. Þá virðast nemendur missáttir við enskukennslu í skólum sínum. Um og yfir 80 prósent nemenda MA, MR og Menntaskólans Hrað- brautar eiga gott með að tileinka sér námsefni á ensku á fyrsta ári í HÍ og rúmt 71 prósent nemenda Versló. Meðaltalið er 64,2 prósent. Helmingur nemenda Keilis á hins vegar erfitt með enskuna. Hið sama á við þegar kemur að stærðfræði, en 82,9 prósent MR- inga eru mjög eða frekar sammála því að undirbúningur í stærðfræði hafi verið fullnægjandi. Rúmlega 72 prósent MA-inga eru sama sinnis og 76,4 prósent nemenda úr Menntaskólanum Hraðbraut. Könnunin var netkönnun og alls tók 1.391 nemandi þátt í henni. Konur voru mun fleiri svarendur en karlar, 1.019, eða 73,3 prósent, á móti 372, eða 26,7 prósentum. Athygli er vakin á því að mis- mikil svörun var eftir skólum. Úr þeim minnstu svöruðu 9 til 17 nemendur, en vel á annað hundr- að nemendur úr stærstu skólunum svöruðu spurningunum. kolbeinn@frettabladid.is Menntaskólinn á Akureyri Fullyrðingin sem nemendurnir tóku afstöðu til: Ég tel að nám mitt í framhaldsskóla hafi verið góður undirbúningur fyrir nám mitt í HÍ Hve góður undirbúningur var námið í framhaldsskóla? Mjög/Frekar sammála Hvorki sammála né ósammála Mjög/Frekar ósammála 1,2% 98,8% Menntaskólinn í Reykjavík 93,4% 2,0% 4,6% Menntaskólinn við Hamrahlíð 86,4% 3,0% 10,6% Verzlunarskóli Íslands 85,6% 4,4% 10,0% Frumgreinadeild Keilis 85,8% 14,3% Fjölbrautaskóli Snæfellinga 33,3%33,3% 33,3% Iðnskólinn í Reykjavík 37,5% 37,6% 25,0% Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 23,8% 38,1%38,1% Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 14,8% 53,7%31,5% Fjölbrautaskóli Suðurnesja 23,7% 47,3%29,0% Þeir fimm skólar þar sem nemendur voru ánægðastir með undirbúninginn. Þeir fimm skólar þar sem nemendur voru óánægðastir með undirbúninginn. Skólar búa námsfólk misvel undir háskóla Mikill munur er á afstöðu nemenda til þess hve vel þeir eru búnir undir há- skólanám eftir framhaldsskólum. Nemendur nokkurra skóla telja kennslu í skrifum og ensku ábótavant. Þá kom mikill munur á námi í háskóla á óvart. Róbert Haraldsson stóð að rann- sókninni ásamt Hreini Pálssyni. Hann varar við því að niðurstöðurn- ar séu oftúlkaðar; í minni skólum séu oft mjög fá svör að baki tölun- um. Hann segir framhaldsskólann almennt koma nokkuð vel út úr rannsókninni. „Fyrsta stóra almenna nið- urstaðan er að nemendur sem koma upp úr framhaldsskóla telja sig þurfa meiri undirbúning við ritað mál og að ganga frá heimildum. Það var áberandi í skriflegum athugasemd- um. Þá er mikill fjöldi, 71 prósent, sem telur að leggja þurfi áherslu á gagnrýna hugsun,“ segir Róbert. Varast oftúlkanir RÓBERT HARALDSSON FÓLK Þjóðarátakinu „Til fyrirmynd- ar“ verður hleypt af stokkunum í dag með opnun heimasíðunnar til- fyrirmyndar.is. Efnt er til átaksins í tilefni af því að 29. júní verða þrjátíu ár liðin frá því að Íslendingar kusu konu sem forseta í lýðræðislegum kosning- um, fyrstir þjóða. Átakið er tileink- að frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni. Landsmenn eru af þessu tilefni hvattir til þess að íhuga hverjar þeirra fyrirmyndir eru, hvernig þeir sjálfir geta verið til fyrirmyndar og hvað er til fyr- irmyndar á Íslandi. Dagana 29. og 30. júní verður bréfsefni með yfir- skriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ dreift inn á heimili um allt land og fólk hvatt til þess að skrifa persónuleg bréf til þeirra sem það lítur á sem fyrirmynd- ir. Átakinu er ætlað að sameina íslenska þjóð í því að horfa til þess sem vel er gert. Hinn 29. júní mun Laura Liz- wood, framkvæmdastjóri Council of Women World Leaders, halda fyr- irlestur í Öskju í Háskóla Íslands um kjör Vigdísar og þýðingu þess fyrir baráttu kvenna. Fyrirlestur- inn hefst klukkan 12. - þeb Átak í tilefni af því að 30 ár eru frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í forsetastól: Íslendingar til fyrirmyndar GÓÐ FYRIRMYND Næstkomandi þriðju- dag verða 30 ár liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta. Á Ísland að draga umsókn sína að Evrópusambandinu til baka? Já 67,7% Nei 32,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Þarf að auka hlut kvenna í umfjöllun RÚV um HM í knatt- spyrnu? Segðu skoðun þína á vísir.is UTANRÍKISMÁL Norðurlöndin hafa undirritað samning við Mónakó um skipti á upplýsingum vegna skattamála. Samningurinn veitir skattayfirvöldum aðgang að upp- lýsingum um alla sem reyna að komast hjá því að greiða tekju- og fjármagnstekjuskatt. Skrifað var undir samninginn í sendiráði Noregs í París í gær, en samkvæmt honum skuldbinda ríkin sig til gagnkvæmrar upp- lýsingagjafar um eignir sem ekki hafa verið gefnar upp í heima- landinu. - kóp Reynt að hefta skattaflótta: Samið við Món- akó um gögn KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.