Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 12
12 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR UTANRÍKISMÁL Tveir íslenskir frið- argæsluliðar, Þorbjörn Jónsson og Guðrún Þorgeirsdóttir, eru að hefja störf hjá fjölþjóðalið- inu (ISAF) í Kabúl í Afganistan. Þorbjörn tekur við af Friðriki Jónssyni sem aðstoðarsviðsstjóri þróunarmála hjá ISAF. Þorbjörn hefur verið ráðinn til hjálparliðs Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Starf Þorbjarnar felst meðal annars í því að fylgjast með þró- unarmálum í landinu og upplýsa fjölmiðla og yfirstjórn alþjóða- liðsins um gang mála. Guðrún mun einnig sinna þróunarmálum á vegum fjölþjóðaliðsins. - sv Íslenskir friðargæsluliðar: Á leið til Kabúl ATVINNUMÁL Aldrei áður hafa jafn- mörg ungmenni fengið vinnu við Jafningjafræðslu Hins hússins en alls fengu nítján ungmenni á aldr- inum 17 til 21 árs vinnu í sumar. Þessi störf eru gríðarlega eft- irsóknarverð hjá ungu fólki en árlega sækja um 400 til 500 ung- menni um störfin. „Vanalega höfum við eingöngu ráðið inn um tíu manns þannig að þessi stóri hópur er gríðar- lega öflug innspýting í allt okkar starf og við bindum miklar vonir við hann,“ segir Jón Heiðar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Jafn- ingjafræðslunnar. Hann segir hópinn vera mjög þéttan og góðan enda þurfa ungmennin að komast í gegnum langt og strangt ráðn- ingarferli til að fá vinnu hjá Jafn- ingjafræðslunni. Jafningjafræðslan fer um víðan völl í sumar og fræðir ungt fólk um forvarnartengd málefni. Rætt er um sjálfsmynd, vímuefni, kyn- líf, klám, átraskanir, tölvufíkn og munntóbak. Áhersla er lögð á að tala um það jákvæða sem fylgir því að sleppa öllu rugli og styrkja fólk til þess að standast hópþrýst- ing. - jss KÁTUR HÓPUR Þessi ungmenni eru í vinnu hjá Jafningafræðslunni. Tvöfalt fleiri fá vinnu hjá Jafningjafræðslunni nú en á síðustu árum: Metfjöldi ungmenna fær vinnu Kanilsnúðar Íslenskur gæðabakstur - Tilbúinn í ofninn FR YS TI VA RA Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Vaxtalaust 100% þjónustulánBetri þjónusta fyrir Volkswagen Sigfús hefur 34 ára reynslu af Volkswagen þjónustu. Hann og hinir sérfræðingarnir tryggja að þinn Volkswagen sé klár fyrir ferðalög sumarsins. Þú getur fengið vaxtalaust 100% lán fyrir því sem þarf til að gera með sveigjan- legum greiðslum til allt að tólf mánaða*. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði Ókeypis forgreining *Lán geta numið að hámarki 500 þús, að lágmarki 60 þús. Lántökugjald: 3%. Þjónustulán 0% vextir NEYTENDUR Verðlag á innfluttum neysluvörum hélst óbreytt frá áramótum og fram í maí þrátt fyrir geng- isstyrkingu krónunnar segir samantekt ASÍ sem gagnrýnir þróunina. ASÍ bendir á að flestir innfluttir vöruflokkar hafi hækkað um eða yfir 50 prósent hér á landi í kjölfar gengishruns krónunnar. Matur og drykkur hafi hækk- að enn meira, eða um 70 prósent. Á sama tíma hafi gengi íslensku krónunnar veikst um ríflega 70 prósent en hún hafi nú styrkst á ný. Þá segir að verðlag á öðrum helstu flokkum innfluttra neysluvara hafi hækkað nokkurn veginn samhliða veikara gengi krónunnar en haldi áfram að hækka þrátt fyrir sterkara gengi. Matar- og drykkjarvörur hafi þó lækkað um 0,77 prósentustig samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunn- ar. „Við hefðum viljað sjá mun meiri lækkun,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Henný segir óeðlilegt að verðlag á vöruflokkum þar sem veltan er mikil og hröð, eins og á innfluttum matvörum, standi nánast í stað þrátt fyrir bætt gengi krónunnar síðasta hálfa árið. „Maður skyldi ætla að merki um bætt gengi í formi meiri verðlækkana ættu að vera komin í ljós. En þetta er vonandi merki um það sem koma skal.“ Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ósammála ASÍ og segir sam- tökin rangtúlka niðurstöður. Andrés segir samkeppn- ina í landinu og markaðinn vera það tól sem tryggja á að vöruverð lækki. Hann segist fullyrða að verslun í landinu hafi almennt tekið á sig verulega afkomuskerð- ingu vegna hinnar veiku stöðu krónunnar og það taki tíma að vinna þetta til baka, en þar ráði markaðurinn og samkeppnin för. -sv ASÍ gagnrýnir hátt matarverð á Íslandi en SVÞ segja samtökin á villigötum: Segja innfluttar vörur of dýrar MATVÖRUR Innfluttar matvörur hafa hækkað mest frá hruni, eða um 70 prósent. SAGA REGNSINS RANNSÖKUÐ Hella- fræðingur að störfum í helli í Bólivíu að ná sér í sýni af dropasteinum sem notuð verða til að rannsaka sögu úrkomu undanfarin 4.000 ár. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.