Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 24. júní 2010 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Eitt stærsta snyrtivöru-fyrirtæki heims er Ĺ Or-éal sem veltir milljörð-um. Smám saman hefur það einnig bætt við sig nöfnum eins og Lancôme og á síðasta ári Yves Saint Laurent Beauté sem er snyrtivöruhluti hins fræga tísku- húss sem selt var á síðasta ári. Yves Saint Laurent snyrtivörur framleiða enn hin frægu kvenilm- vötn eins og Opium, Y, Paris og svo Opium og Rive Gauche fyrir herra svo eitthvað sé nefnt. Á síðasta ári dróst salan hjá Ĺ Oréal saman um níu prósent en hluta af þeim samdrætti má rekja til kaupanna á YSL Beau- té. Það sem af er árinu er salan á uppleið að nýju hjá Ĺ Oréal. Til dæmis með nýjum kremum Lancôme þar sem áhersla hefur verið lögð á vöruþróun. Eða eins og forstjórinn segir: Með hækk- andi aldri mannfólksins eru það hrukkukremin sem skila mestum hagnaði. Þess vegna senda YSL- snyrtivörur frá sér með haustinu ný andöldrunarkrem sem eiga að koma merkinu aftur í hóp þeirra metnaðarfyllstu í þessum geira. Þá ætlar Ĺ Oréal sér stóra hluti á nýjum mörkuðum, til dæmis í Kína þar sem fyrirtækið hefur keypt 20 ára kínverskt snyrti- vörufyrirtæki til að komast inn á þann stóra og vaxandi markað. En Ĺ Oréal reiknaði ekki með þeirri vondu auglýsingu sem eigandi fyrirtækisins er ábyrg- ur fyrir þessa dagana. Eigandi Ĺ Oréal, Liliane Bettencourt, sem er ríkasta kona Frakklands og í Evrópu, stendur í málaferlum við dóttur sína sem sakar ljós- myndara nokkurn um að misnota ástand móður sinnar, sem er á níræðisaldri, til komast yfir millj- ónir úr hennar digru sjóðum. Nú hefur komið í ljós að ráðsmaður Liliane Bettencourt tók upp um nokkurt skeið samræður hennar við fjármálastjóra sinn og fleiri á einkahóteli hennar og nú hafa þessar upptökur komist í blöðin. Þar kemur fram að hún gaf ljós- myndaranum ekki aðeins peninga heldur einnig einkaeyju nokkra í Indlandshafi sem hún hafði alveg gleymt að telja fram til skatts. Eins kemur í ljós hvernig milljón- ir hafa verið fluttar á reikninga í Sviss og síðan í skattaskjól í Sing- apúr. Það sem er þó viðkvæmast í málinu er að Florence Woerth, kona þáverandi skattamálaráð- herra, Erics Woerth, vann fyrir fjármálafyrirtæki Bettencourt á sama tíma og peningar voru flutt- ir í skattaskjólin á meðan maður hennar var að eltast við skattsvik- ara í Sviss. Spurningin sem vakn- ar er hvort ráðherrafrúin hafi vitað um eða jafnvel tekið þátt í að koma fjármunum undan skatti. Kremdrottningin hefur sömuleið- is fyllt út ávísanir í kosningasjóði flokks eiginmannsins (og Sarkoz- ys) þar sem hann er gjaldkeri. bergb75@free.fr Fjarlægar eyjar og skattaskjól fyrir kremdrottningu Prinsessur um allan heim fengu að sýna hvað til er í fataskápum konungshallanna þegar Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar giftist Daniel Westling um helgina. Brúðkaup Viktoríu Svíaprinsessu og Daniels Westling fór fram á laugardaginn var en sérstak- ur galakvöldverður var haldinn kvöldið áður, þann 18. júní. Prins- essur hvaðanæva að úr heiminum mættu til leiks með nokkra kjóla til skiptanna enda þurftu þær að sýna sig á rauða dreglinum tvo daga í röð. Norrænu prinsessurn- ar héldu sig í ljósum og dröppuð- um litum en gaman var að sjá þær sem komu úr heitari litamenningu, svo sem Spánarprinsessu, í rauð- um og appelsínugulum kjól. - jma Heitari litir að sunnan Letizia, krónprinsessa Spánar, mætti til leiks ásamt Felipe krónprins í eldrauð- um kjól sem fór vel við dökkt yfirbragð hennar. Volcano-Iceland fagn- ar opnun vinnustofu og verslunar í Borg- artúni 3 í Reykjavík í kvöld klukkan 18 undir slag orðinu „Hot in cool places“. Hönn- uður fyrirtækisins er Steinunn Ketilsdóttir og framleiðir hún vör- urnar sjálf. Söngkonan Hera Björk Þórhalls- dóttir verður sérstak- ur heiðursgestur á opnuninni í kvöld og boðið verður upp á rjúkandi eldfjalladrykk. www.volcano -Iceland.com. Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Opið mán.fi m 12–18, fös. 12–16, lau. lokað Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.