Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Starfsfólk iðnaðarkjarna hjá Mannviti hefur unnið náið með aðilum sem koma að rannsóknum og nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessir aðilar eru meðal annarra SORPA, Landbúnaðarháskóli Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð og sorpsamlög um land allt. Verkefnin eru ölbreytt og starfsmenn kjarnans koma að þeim á ýmsa vegu, meta urðunarstaði, setja fram tillögur að nýtingu, áætla kostnað og meta hagkvæmni, velja tækjabúnað og hafa umsjón með uppsetningu, setja upp stýriker og vaktker , ásamt verkefnastjórnun og eftirliti. Starfsfólk kjarnans býr y r margvíslegri menntum og áralangri reynslu sem nýtist við úrlausn verkefna sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum.Helgina 24.-26. júlí 2009 urðu tíma- mót í íslenskri umferðarsögu þegar bíl var ekið í fyrsta sinn hringveg- inn á íslensku og umhverfisvænu eldsneyti – íslensku metani. Ferð- ina fóru þeir Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri Metans hf., og Ómar Ragnarsson fréttamaður. Ferðin varpaði ljósi á þá dýrmætu eign þjóðarinnar að búa yfir þekkingu og getu til að framleiða umhverf- isvænt eldsneyti í hæsta gæða- flokki og getu til að tryggja aukið orkuöryggi þjóðarinnar með fram- leiðslu á endurnýjanlegu og um- hverfisvænu eldsneyti. Þeir félag- ar komu víða við, ræddu við fjölda fólks og sýndu bílinn, Ford Sport Track v6 4L bensínbíl, sem búið var að uppfæra (breyta) af nem- endum á bílgreinasviði í Borgar- holtsskóla. Eftir uppfærsluna gátu þeir félagar valið að aka einungis á metaneldsneyti, sem þeir gerðu í hringferðinni, og höfðu þeir kerru meðferðis með metanbirgðum þar sem metaneldsneyti var (er) ekki afgreitt á landsbyggðinni. Á loka- spretti ferðarinnar settist iðnaðar- ráðherra, Katrín Júlíusdóttir, undir stýri og ók að upphafsstað við met- anafgreiðslu N1 að Bíldshöfða. Hringferðin varpaði ljósi á dýrmæta eign Metaneldsneyti sem unnið er úr jarðgasi mætti nefna fyrritíma- metan þar sem það á uppruna sinn að rekja til lífræns efnis sem var á yfirborði jarðskorpunnar í for- tíðinni. Framboð á fyrritímametani er mikið í heiminum og kostar mun minna í erlendri mynt en bensín og dísilolía. Framboð á metani er því engin fyrirstaða fyrir hraðri metanvæðingu í samgöngum á Ís- landi ef svo kynni að fara að ís- lensk framleiðsla á nútímametani næði ekki að anna eftirspurn tíma- bundið. Þess má geta í þessu samhengi að stjórnvöld í Svíþjóð hafa ákveð- ið að fella niður gjöld af svonefndu „fordonsgasi“ þar í landi, en elds- neytið er blanda af metani úr jarð- gasi (57%) og nútímametani (43%). Ástæða niðurfellingar gjalda mót- ast af hagfelldum heildrænum um- hverfisáhrifum samkvæmt líffer- ilsgreiningu á ökutækjum og orku- kerfi þeirra þótt um blöndu sé að ræða með þessum hætti. Og annað til, líkindi standa til þess að jarð- gas sé að finna á Drekasvæðinu við Ísland. Svo má ekki gleyma því að öku- tæki sem nýtt geta metaneldsneyti geta einnig nýtt bensín ef á þarf að halda. Ökutækin hafa tvo eldsneyt- isgeyma og ferðafrelsi því meira á metan/bensínbíl eða metan/dísil- bíl, ef eitthvað er, enda er saman- lagt drægi metan/bensínbíla meira en hefðbundinna bíla. Nægilegt magn af metani ef með þarf Hreinsistöð fyrir nútímametan á Álfs- nesi. Ómar Ragnarsson og Einar Vilhjálmsson á hringferð um landið. Fararskjótinn er af tegundinni Ford Sport Track v6 4L. Alls staðar var vel tekið á móti ferðalöng- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.