Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 34
 24. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR8 ● metan Ný skoðunarbók með viðbæti um metanknúna bíla kemur út 1. ágúst. „Það hefur verið að ýmsu að hyggja við gerð nýrra skoðunar- reglna vegna metanknúinna bif- reiða,“ segir Kristófer Kristóf- ersson, verkefnastjóri tæknimála ökutækja hjá Umferðarstofu, um nýju skoðunarbókina sem skoð- unarstöðvar fá nú mánaðartíma til að kynna sér svo vinnuaðferð- ir um allt land séu samræmdar frá og með 1. ágúst. „Langur tími hefur farið í að fastsetja hversu langt við eigum að ganga í kröfum,“ segir Krist- ófer. „Við förum fram á að breyt- ingar yfir í metanknúna bíla fari fram hérlendis. Eftir að búnaður hefur verið settur í bíla þarf Um- ferðarstofa vottorð um alla íhluti sem settir voru í bílinn og því næst fer hann á skoðunarstöð þar sem hann fær viðurkenningu eða ekki. Þaðan fáum við svo pappíra um að bíllinn hafi gengist undir skoðun og setjum athugasemd í skírteini bílsins um að hann sé einnig knúinn metangasi.“ Að sögn Kristófers skapaði þyngd gaskúta vandamál í nýju skoðunarhandbókinni. „Lítill bíll með takmark- að burðarþol getur auðveldlega misst út farþega ef þungur gas- kútur er kominn í bílinn, en við megum aldrei hrófla við eigin þyngd bíls eða ófrávíkjanlegu burðarþoli hans frá framleið- enda,“ segir Kristófer og ítrek- ar markmið Umferðarstofu að vinna fyrst og fremst að umferð- aröryggi, því allt snúist þetta um mannslíf á endanum. „Við viljum ekki sjá óþarfa slys vegna ólöglegra þyngda eða slakra festinga á kútum. Því þurfa kútar að snúa þversum í farmrými til að lenda ekki í baki farþega við aftanákeyrslu.“ Eftir 1. ágúst geta aðilar með fullt leyfi tekið að sér breyting- ar á bílum en þurfa fyrst að skila til Umferðarstofu viðurkenningu um að þeir hafi lært að skipta um búnað og breyta bílum. Jón Hjalti Ásmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Frumherja, breytti fjölskyldu- bílnum svo hann gengi fyrir metangasi. „Við fjölskyldan fengum okkur nýjan Toyota Tundra í fyrrasumar en hann eyðir miklu bensíni og hafði ég strax áhuga á að gera hann met- anknúinn. Ég hef fylgst með þróun metanmála hérlendis frá upphafi og komst að því að Vélamiðstöðin, sem er frumkvöðull í breytingum á Ís- landi, skorti enn reglur til að vinna eftir. Því hóf ég, í samstarfi við Vélamiðstöðina og Umferðar- stofu, vinnu við útfærslu reglna sem um þetta gilda,“ segir Jón Hjalti, sem var um árabil yfir- maður bílaskoð- unar hjá Frumherja og vann að sam- ræmingu regluverks bílaskoðana. Á bíl Jóns Hjalta hefur tveimur kútum verið komið fyrir á palli bíls- ins. Svo þurfti viðbótarstykki á vél- ina sem blæs inn metani í stað bens- íns. „Allir bensínbílar með beina innspýtingu geta orðið metanknún- ir, en kútastærð fer eftir eyðslu bíls- ins. Erlendis er mikil þróun í kúta- framleiðslu og við munum sjá trefja- kúta hér sem eru léttari. Kútana má setja undir bíla, í farmrými og víðar,“ segir Jón Hjalti, sem finnur mun á seðlaveskinu eftir að Toyotan gekkst við metani. „Metan er í gas- formi á bílum. Orkuinnihald færist yfir í lítra af bensíni, en lítrinn af metani útleggst á rúmar 100 krónur, sem er mikill sparnaður ef maður notar bílinn mikið. Ég er með tvo 70 lítra kúta og kemst langt á þeim. Bíllinn fer í gang á bensíni en skipt- ir yfir í metan þegar hann er orðinn heitur. Metanbúnaðurinn er þannig auka orkugjafi,“ segir Jón Hjalti sem finnur engan mun á krafti bíls- ins þegar hann er metanknúinn. „Ég bíð spenntur eftir að kom- ast í ókeypis bílastæði miðbæjarins því þeir sem menga undir ákveðn- um mörkum mega leggja frítt. Svo smitar metanlífsstíllinn út frá sér því alltaf koma tveir til þrír að for- vitnast og uppveðrast þegar ég tek eldsneyti á kútana. Þetta er enda mjög freistandi, ekki síst þegar elds- neytisverð hækkar.“ Lífsstíllinn smitar frá sér Kristófer Kristófersson er verk- efnastjóri tæknimála ökutækja hjá Umferðarstofu, þar sem nú er lögð lokahönd á útgáfu nýrrar skoðunar- bókar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jón Hjalti Ásmundsson Bókin kemur út í sumar Laugavegi 170-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Vaxtalaust 100% þjónustulánVið gerum þinn Škoda kláran fyrir sumarið Það kostar minna en þú heldur að nýta þér þjónustu Magga og félaga á þjónustu- verkstæði Škoda. Þú færð líka vaxtalaust 100% lán fyrir því sem þarf til að gera Škoda bílinn þinn kláran fyrir sumarið. Við lánum með sveigjanlegum greiðslum til allt að tólf mánaða*. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði Ókeypis forgreining F í t o n / S Í A *Lán geta numið að hámarki 500 þús, að lágmarki 60 þús. Lántökugjald: 3%. Þjónustulán 0% vextir Jón Hjalti gerði endurbætur á bílnum sem gengur nú fyrir metangasi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.