Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 44
 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR SHERRY STRINGFIELD ER 43 ÁRA „Það hlýst margt gott af frægð- inni, en það var ekki fyrr en hún hafði orðið prinsessu að bana að fræga fólkið fór að tala um hversu dýrkeypt hún er.“ Leikkonan Sherry Stringfield er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Dr. Susan Lewis í ER, en fyrir það hlaut hún margar Emmy- og Gold- en Globe-tilnefningar. Appólónía Schwartzkopf, norsk heitkona amtmannsins á Bessa- stöðum, lést skyndilega á Bessa- stöðum fyrir 286 árum. Hún kom til Íslands 1722 eftir að hafa kært Niels Fuhrmann amtmann fyrir heitrof. Hann var dæmdur í Hæstarétti til að eiga hana og sjá fyrir henni, og bjó hún hjá honum á Bessastöðum uns hún andaðist þar úr undarlegum sjúkdómi. Á sama tíma voru á Bessastöðum danskar mæðgur, Katr- ín og Karen Holm. Þegar Appólónía lést voru mæðgurnar grunaðar um að hafa orðið henni að bana með eitri, en ekki tókst að færa sönnur á það við rannsókn. Skáldsaga Guðmundar Daníelssonar, Hrafnhetta frá 1958, og leikrit Þórunnar Sigurðardóttur, Haustbrúð- ur sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1989, fjalla bæði um Appólóníu. ÞETTA GERÐIST 24. JÚNÍ 1724 Harmræn ástarsögulok „Okkur langaði að láta kvenleg sjónarmið ráða í bókaútgáfu, þar sem okkur fannst skorta á þau í karlaveldinu Máli og menningu, þar sem við störfuðum áður,“ segir Hildur Her- móðsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Sölku, sem fagn- ar tíu ára afmæli í dag. Hildur stofnaði Sölku ásamt Þóru Sigríði Ingólfsdóttur árið 2000, en með ung börn ákvað Þóra að selja Hildi hlut sinn tveimur árum síðar. „Upphaflega ætluðum við bara að gefa út bækur eftir konur fyrir konur og um konur, en síðan hafa höfundar af báðum kynjum sótt til okkar um útgáfu og upphaflegt mark- mið breyst því oft fáum við eitthvað freistandi í hendurnar sem við viljum ekki missa af og látum þá ekki aftra okkur að höfundurinn sé karl,“ segir Hildur hláturmild og bætir við að hún sé lítið fyrir að gefast upp. „Ég var alltaf ákveðin í að gera Sölku að stórfyrirtæki og held það sé að takast. Síðustu tvö ár hafa verið sérstak- lega uppgangssöm og nú erum við með fjórar af okkar nýj- ustu bókum á metsölulista. Það er rífandi gangur og þótt kreppan hafi fyrst skotið mér skelk í bringu hefur óttinn verið ástæðulaus því fólk hefur leitað í gömul gildi eins og bóklestur og hyggur inn á við, en okkar bækur gefa gjarn- an gott í sálina,“ segir Hildur sem sótti nafn útgáfunnar til Sölku Völku; sterkrar og sjálfstæðrar söguhetju Halldórs Laxness. „Salka starfa í anda Leyndarmálsins, hefur trú á því sem hún gerir, stefnir ótrauð á takmörk sín og starfar í jákvæðum anda,“ segir Hildur og vísar til metsölubókar- innar Leyndarmálsins þar sem stendur: Hið hugsanlega er mögulegt. „En þetta er erfiður bransi og þarf mikið til að ríða feit- um hesti frá. Það þarf að breyta bóksölukerfi á Íslandi því við setjum allt í umboðssölu bókaverslana þar sem þær hafa mjög langan greiðslufrest og mega til baka skila öllu sem ekki selst. Það þarf maður að kreditfæra, sem er ósann- gjarnt með hliðsjón af annarri smásölu. Bókaútgáfur borga þungan kostnað án þess að fá krónu til baka í rekstur sinn fyrr en löngu seinna þegar bækur sitja mánuðum saman í búðum án þess að fyrir þær fáist greitt. Ég segi því stundum að bókaútgáfa sé eftir-á-bisness, en auðvitað ættu bókaversl- anir að kaupa af okkur bækur á heildsöluverði og lækka síðan verðið eins og með aðra vöru sem ekki selst og fer þá á útsölu.“ Hildur segir bókaútgáfur vinna gríðarstórt menningar- starf. „Bókaútgáfur skaffa lesendum lesefni og halda menning- arverðmætum til haga með því að gefa út bækur, en fá afar lítinn stuðning eða ívilnanir frá hinu opinbera til að standa í því öllu saman. Ég vil sjá Landsbókasafnið, sem við erum skyldug til að gefa fjögur eintök af öllum útgefnum bókum, kaupa þau eintök því hafi maður gefið út 200 bækur um dag- ana hefur maður fært þeim 800 bækur að gjöf. Það munar um minna og ætti að vera sjálfsagður stuðningur við það sem forlögin gera,“ segir Hildur sem þrátt fyrir allt lítur björtum augum fram á veginn. „Með þessu áframhaldi sé ég Sölku orðna að stórveldi eftir tíu ár; og að sjálfsögðu í anda Leyndarmálsins.“ thordis@frettabladid.is BÓKAÚTGÁFAN SALKA: ER TÍU ÁRA Hið hugsanlega er mögulegt MEÐ KJARK OG TRÚ Hildur Hermóðsdóttir, bókaútgefandi hjá Sölku. Elskulegur bróðir minn og frændi okkar, Sumarliði Maríasson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 15. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. júní kl. 13.00. Matthildur Maríasdóttir og frændsystkini. Ástkær bróðir okkar og mágur Grétar Breiðfjörð Álfhólsvegi 109 lést 15. júní sl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög Kolbrún Jónsdóttir Jörgen Tomasson Ævar Breiðfjörð Ásta Guðjónsdóttir Ragnar Breiðfjörð Jóna S. Kristinsdóttir Dorothy M. Breiðfjörð Daníel Guðmundsson Óskar Breiðfjörð Margrét Breiðfjörð Kristín Breiðfjörð Jón Emil Hermannsson Móðir mín, Laufey Sigurðardóttir áður til heimilis að Espigerði 4, lést á Hrafnistu sunnudaginn 20. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lísa Thomsen. Okkar ástkæra Lilja Bernhöft áður til heimilis að Meistaravöllum 11 í Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut mánu- daginn 21. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. júní kl. 11. Baldur Sigurðsson Eva Benediktsdóttir Gísli Sigurðsson Guðrún Hólmgeirsdóttir Sigríður Bjarnadóttir Guðmundur Bjarnason og Þóra Bjarnadóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Matthildur Þórhallsdóttir húsfreyja í Ártúni Grýtubakkahreppi, lést fimmtudaginn 17. júní á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðsungið verður frá Laufáskirkju laugardaginn 26. júní kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Lyflækninga- deild 1 Sjúkrahúss Akureyrar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sveinn Sigurbjörnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Njörður Tryggvason byggingaverkfræðingur, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 14.00. Kristrún Jónsdóttir Jón Tryggvi Njarðarson Elisabeth Eigenberg Hróðný Njarðardóttir Snorri Gunnarsson Ástkær faðir minn, Kristján Benedikt Hjartarson frá Knarrarhöfn, Dalabyggð, andaðist á Vífilsstöðum 9. júní. Útför hans hefur farið fram. F.h. fjölskyldunnar, Ingunn Hjördís Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, Björns Nielsen Þverárseli 6, Reykjavík. Þórdís Andrésdóttir Hildur Nielsen Sigurður Sigurjónsson Andrés Nielsen Ásta Guðrún Jóhannsdóttir og barnabörn. Ástkær frænka okkar, Ingibjörg Jónsdóttir Sléttuvegi 11, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi 10. júní. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju 28. júní kl. 13.00. Jón Jósefsson Anna Guðrún Jósefsdóttir Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir Jón Ingvar Ragnarsson Guðmundur Ragnarsson og fjölskyldur. timamot@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.