Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 24. júní 2010 27 Menningarhátíðin Pönk á Patró verður haldin tvo laugardaga í sumar á Patr- eksfirði. Ein hljómsveit mætir í hvort skipti og verður reynt að ná til allra aldurshópa. „Við fengum þetta hugarfóstur þegar við vorum við nám á Bif- röst. Nú er þetta bara að gerast og spenningurinn er mikill! Það er líka alveg frábært að fólk er að taka mjög vel í þetta,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, annar skipuleggjenda tónlistarhátíðar- innar Pönk á Patró á Patreksfirði. Jóhann Ágúst og Alda Davíðs- dóttir halda tónlistarhátíðina Pönk á Patró í fyrsta sinn laugardaginn, 26. júní. Hátíðin verður haldin tvo laugardaga í sumar og ein hljóm- sveit mætir í hvort skipti og verð- ur reynt að höfða til allra aldurs- hópa. Það verða Heiðar, Halli og félag- ar í Pollapönk sem ríða á vaðið á laugardaginn. Amiina kemur svo fram laugardaginn 7. ágúst með frumsamda tónlist. Amiina ætlar einnig að sýna sígildar hreyfi- myndir Lotte Reiniger úr ævintýr- unum um Þyrnirós, Öskubusku og Aladdín. Vestfirski tónlistarmað- urinn 7oi hitar upp fyrir Amiinu. „Það er mikilvægt að taka það fram til að forðast allan misskiln- ing að pönkið sem hér um ræðir er fólgið í athöfninni og frumleikan- um, sögninni að gera eða að láta vaða,“ segir Jóhann. „Það vísar ekki beint til tónlist- arinnar því við komum til með að vera með fjölbreytilegri tónlist en bara pönk. Það skal þó taka það fram að tónlistin verður í aðal- hlutverki.“ Hver og einn viðburður verður einstakur en ramminn er alltaf sá sami. Yfir daginn verður tónlistar- smiðja fyrir börn og unglinga. Þar fá tónlistarmennirnir tækifæri til að mynda tengsl við yngri kynslóð- ina með því að segja þeim sögur, sýna þeim hljóðfæri og svara spurningum áður en þeir halda svo smá tónleika fyrir þau. Meðan á þessu stendur gefst foreldrum tækifæri til að skoða sig um og sækja markað í næsta húsi. Einnig verða sýndar gamlar íslenskar tónlistarmyndir í Skjald- borgarbíói, en þar verður foreldr- apössun. Um kvöldið er síðan seinni dag- skrárliðurinn. Þá mætir Dr. Gunni og stendur fyrir Popppunktsspurn- ingakeppni auk þess sem hljóm- sveitirnar slá upp tónleikum fyrir alla aldurshópa. Verðinu á þessum dagskrárlið verður haldið í lág- marki en ókeypis er á viðburðina yfir daginn. linda@frettabladid.is FER MEÐ PÖNK TIL PATRÓ PÖNK Á PATRÓ Jóhann Ágúst Jóhannsson segist spenntur fyrir fyrsta degi tónlistarhátiðarinnar Pönk á Patró. FRETTABLADID/STEFÁN > Ekki missa af … Í kvöld verður haldið pólitískt menningar- og skemmtikvöld á Hressó. Dagskráin hefst klukkan 21 og er yfirskrift kvöldsins Virkjum baráttugleð- ina. Meðal þeirra sem koma fram eru Einar Már rithöf- undur, sem mun lesa upp úr nýrri bók, Birgitta Jónsdóttir alþingiskona fer með ljóð og Eyjólfur Eyvindarson, betur þekktur sem Sesar A, syngur. Kynnir kvöldsins er Þorleifur Gunnlaugsson. „Það er fátt sem hressir meira upp á hjónabandið en að horfa á aðra sem eru að moka meiri skít en maður sjálfur,“ segir í tilkynningu frá Himna- ríki og Reykjavik by Day & Night sem hafa gert samkomulag um uppsetningu á einleiknum Selló- fon eftir Björk Jakobsdóttur. Einleikurinn er á ensku og verður frumsýndur í Iðnó í kvöld og framvegis sýndur á fimmtudögum og sunnudögum fyrir bæði erlenda ferðamenn sem og Íslendinga. Sellófon sló eftirminnilega í gegn árið 2002. Það var sýnt yfir 200 sinnum og hefur í kjölfarið verið sett upp 19 sinnum í 12 Evrópulöndum. Nú hefur verkinu verið boðið á Edinborgar-hátíðina í ágúst en verður að öðru leyti sýnt á ensku í Iðnó í allt sumar. Þórunn Lárusdóttir leikur hlutverk Elínar, nútíma- ofurkonunnar sem er allt í senn: móðir, eiginkona, framakona, megrun- ar- og heilsu-gúrú, fyrirmyndardóttir og kynóð kynlífsdrottning eða ekki. Ódýrasta hjónabandsráðgjöfin KYNLÍFSDROTTNING Eða ekki. Þórunn finnur sig vel í hlutverkinu. Klukkan 20 í Garðabæ Í kvöld verður haldin Jónsmessu- gleði við strandstíginn og á ylströnd- inni í Sjálandshverfinu í Garðabæ og stendur hún frá kl. 20-24. Hátíðin er haldin í annað sinn og að henni stendur Gróska, samtök mynd- listarmanna og áhugamanna um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi. Tónlistar- og myndlistarfólk leiðir saman hesta sína til að búa til karn- ivalstemmingu þar sem allir gefa vinnu sína. Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjum • 6 Neskaupstaður 7 Egilsstaðir 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir • 10 Akureyri 11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar í Sælingsdal 10 12 9 8 7 6 5 2 3 4 13 11 1 Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gistiverð frá 5.000 kr. á mann • Fimmta hver nótt frí BROSANDI ALLAN HRINGINN 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Makalaus - kilja Tobba Marinós 25 gönguleiðir á höfuðborgar- svæðinu - Reynir Ingibjartsson Hafmeyjan - kilja Camilla Läckberg Vegahandbókin 2010 Ýmsir höfundar Morgnar í Jenín - kilja Susan Abulhawa Rikka og töfrahringurinn Hendrikka Waage METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 16.06.10 - 22.06.10 Íslenska plöntuhandbókin - Hörður Kristinsson Góða nótt yndið mitt - kilja Dorothy Koomson Heitar laugar á Íslandi Jón G. Snædal menning@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.