Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 50
30 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna ljósmyndasýninguna It‘s like living í Hinu húsinu í dag. Sýningin er í tengsl- um við Jónsvöku, listahátíð sem ætluð er ungu fólki, og fer fram dagana 24. júní til 27. júní. Hugi og Júlía eru yngstu þátttakendur hátíðarinnar og er þetta þeirra fyrsta opinbera sýning. Á sýningunni eru svart/hvítar ljósmyndir sem teknar voru við Mývatn. Hugi og Júlía kynntust á listahátíð- inni LungA í fyrrasumar og hafa þau verið dugleg að taka myndir saman síðan þá. „Ég hef verið að taka ljós- myndir af miklum móð síðustu fjögur árin og er að mestu sjálflærður. Ég bý á Akureyri og þar er mikil félagsstarf- semi í kringum ljósmyndun og ég hef meðal annars fengið mörg góð ráð frá ljósmyndaklúbbnum Álku,“ segir Hugi. Hann stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann á Akureyri. Hugi og Júlía sýna fjórar ljósmyndir hvort á sýningunni og eru þær að sögn Huga allar heldur minimalískar. Þó myndirnar á sýningunni séu landslags- myndir segir Hugi þau helst taka and- litsmyndir. „Við tökum eiginlega mest portrettmyndir, en við tökum líka mikið myndir af hverju því sem fyrir augu ber og erum ávallt með myndavélarnar með okkur,“ segir Hugi og bætir við að þau séu orðin spennt fyrir opnuninni. „Þetta lítur rosalega vel út allt saman og það hefur verið mjög skemmtilegt að setja sýninguna upp,“ segir hann að lokum. Sýningin opnar í Hinu húsinu klukkan 15.00. - sm Yngstu þátttakendur Jónsvöku YNGSTU ÞÁTTTAKENDURNIR Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir eru yngstu þátttakendur Jónsvöku. Þau opna ljósmyndasýningu á morg- un. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jóhann og unnusta hans flytja með fjölskyldu sína til Raufarhafnar nú í sumar. Þar mun hann taka við starfi skóla- og leikskólastjóra, þó nokkuð undir meðalaldri þeirra sem taka við stöðu sem þessari. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur! Ég skiptist á að vera ótrúlega spenntur og ótrúlega stressaður. En ég held þetta verði óskaplega gaman hjá okkur“ segir Jóhann Skagfjörð. Jóhann flytur ásamt unnustu sinni, Bryndísi Evu Ásmundsdótt- ur, og börnunum þeirra þremur, sem eru níu, sex og eins árs, til Raufar- hafnar um miðjan júlí. Jóhann, sem aðeins er 29 ára gamall, mun þar taka við stöðu skóla- og leikskóla- stjóra, þar sem báðar stöður heyra undir sama starfssvið. Bryndís mun vera honum til aðstoðar við skólann þar sem hún ætlar að kenna ungl- ingastiginu. „Okkur langaði að prófa að búa úti á landi og losna við höfuðborg- arstressið,“ segir Jóhann. Þegar þetta starf var auglýst opn- aðist glugginn fyrir parið. „Börnun- um líst líka mjög vel á þetta og sáu strax jákvæðu hliðina við að þurfa ekkert að óttast það að fara til skóla- stjóra,“ segir Jóhann. Jóhann og Bryndís útskrifuð- ust saman úr Kennaraháskólanum vorið 2007. Hefur hann því einung- is kennt í um þrjú ár. Um níu pró- sent skólastjóra á landinu eru yngri en fjörutíu ára og er algengast að skólastjórar séu á bilinu 50-59 ára. Því er augljóst að hann er vel undir meðalaldri þeirra sem taka að sér skólastjórastöður. - ls Stýrir skóla eftir þriggja ára starfRapparinn og viðskiptamógúll- inn Jay-Z hefur verið kærður af þrotabúi einkaþotufyrirtækisins Air Platinum. Fyrirtækið fer fram á um 250.000 dollara í skaðabæt- ur, eða um 30 milljónir íslenskra króna. Jay-Z nýtti þjónustu fyrirtæk- isins í fyrra og flaug í 18 tíma, en fyrirtækið rukkar 4.500 dollara á tímann. Jay-Z á að hafa sleppt því að greiða reikninginn ásamt reikn- ingi fyrir veitingar, um borð sem voru alls ekki ókeypis. Air Platinum gerði út frá Miami og þjónustaði milljónamæringa. Fyr- irtækið fór á hausinn í kjölfarið á lögsóknum sem kostuðu eigand- ann um 1,9 milljón- ir dollara. Jay-Z kærður BORGAÐI EKKI Jay-Z á að hafa sleppt því að borga milljóna- reikning. >GLAMRAÐI Á GÍTAR Sandra Bullock steig á svið á kántrítónleikum í Nashville í vik- unni og kynnti söngkonuna Faith Hill á svið. Sandra var með gítar með sér og reyndi að glamra á hann með frekar slæmum árangri, en hún náði samt stefinu í Deep Purple-lag- inu Smoke on the Water við mikinn fögnuð viðstaddra. SKÓLASTJÓRAFJÖLSKYLDA Meðlimir fjölskyldunnar eru spennt fyrir breytingunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÝ LJÓSMYNDABÓK EFTIR SIGURGEIR SIGURJÓNSSON, VINSÆLASTA NÁTTÚRULJÓSMYNDARA ÍSLANDS STÓRBROTNAR MYNDIR OG FRÓÐLEIKUR UM GOSIN Á FIMMVÖRÐUHÁLSI OG Í EYJAFJALLAJÖKLI EINSTÖK BÓK SEM FANGAR SÖGULEGAN TÍMA ELDHEIT Á ENSKU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.