Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 54
34 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Stórleikur 16 liða úrslita VISA-bikars karla fer fram á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld er Keflavík tekur á móti FH. FH-ingar hafa ekki sótt gull í greipar Keflvíkinga suður með sjó á undan- förnum árum. Og allra síst í bikar- keppninni en Keflavík hefur mokað FH út úr bikarkeppninni tvö ár í röð. „Það er svo langt síðan við unnum þarna að ég man varla hvenær það gerðist síðast,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, en Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, vonast aftur á móti eftir því að framhald verði á þessu gengi. „Keflavík hefur haft gott tak á FH á heimavelli. Það breytist vonandi ekki en þetta verður áhuga- verður leikur,“ segir Willum. Þeir Heimir og Willum eru ágætir félagar utan vallar og hafa báðir vakið athygli fyrir klæðaburð á hliðarlínunni. Þjálfaraúlpan virðist vera samvaxin Heimi og Willum Þór hefur reynt að koma nýju tískuæði í gang með því að klæðast vesti. „Það halda margir að ég sofi í úlpunni en það er ekki svo gott. Hún er þó skárri en vestið hans Willums sem klæðir hann illa. Ég vil sjá Willum feta í fótspor Gumma Ben og mæta í snyrtilegum fötum með bindi. Ég þekki reyndar Willum það vel að ég tel hann klæðast vestinu af því að það sé orðið happa hjá honum,“ segir Heimir en Willum vill nú ekki gangast við því. „Ég klæðist vestinu ef dómar- inn segir mér að gera það. Ég er annars mjög ánægður með framtakið hjá Gumma. Það er mjög skemmtilegt og virðingarvert. Það er aldrei að vita nema ég fari að klæðast huggulegri fatnaði en ég er svo vondur tapari að ég gæti aldrei verið með bindi. Það gæti orðið hættulegt,“ segir Willum léttur. VISA-BIKAR KARLA: STÓRSLAGUR Í KVÖLD ÞEGAR KEFLAVÍK TEKUR Á MÓTI ÍSLANDSMEISTURUM FH Maðurinn í úlpunni sækir manninn í vestinu heim Mikið úrval af - POTTASETTUM - PRÍMUSUM - DÝNUM OG ÖÐRUM FYLGIHLUTUM Mikið úrval af Jökkum á frábæru verði Vatnsvörn - öndun - vindhelt SVEFNPOKAR Fíber og dúnpokar Göngustafapar með hertum oddi, þrískiptur og með svamphandfangi verð frá 7.995 BAKPOKAR Mikið úrval af bakpokum frá Karrimor og Aztec lÍs en kus Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // e-mai l : a lparnir@alparnir . is // www.alparnir . is SKÓR // Sokkar fylgja með Hnjúkur Esja Yuma 39.995 38.995 34.995 Stærðir 42-48 Stærðir 36-43 Strærðir 38-45 SOFTSHELL GÖNGUBUXUR Með og án axlabanda 10.000 mm vatnsheldni Verð: 19.995 20% afsláttur af jökkum Göngutjöld 2. manna 5000 mm vatnsheldni FÓTBOLTI KR-ingar eru komnir áfram í fjórðungsúrslit VISA- bikarkeppni karla eftir 2-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis í Grafar- voginum í gær. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur í fyrri hálf- leik en síðari hálfleikur var öllu betri enda litu þá þrjú mörk dags- ins ljós. Það voru þó heimamenn sem náðu óvænt forystunni með marki Péturs Markan en þeir Baldur Sigurðsson og Björgólfur Takefusa sáu um að tryggja KR- ingum sigurinn. Logi Ólafsson, þjálfari KR, var ánægður með árangurinn. „Ég er ánægður með að við náðum að svara fyrir okkur eins og við gerðum. Hingað til höfum við ekki verið að vinna vel úr okkar vandræðum og standa uppi sem sigurvegarar. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk og að Fjöln- ismenn myndu spila eins og þeir gerðu. Nú eru komnir tveir sigrar í röð og það gefur mönnum sjálfs- traust. Vonandi byggir þetta upp þá hefð að fara í leiki og vinna þá,“ sagði Logi. Ásmundur Arnarson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sína menn þrátt fyrir tapið. „Ég er ánægður með strákana í þessum leik og yfir höfuð í allt sumar. Þeir hafa lagt sig mikið fram og við höfum oft spilað vel. Í dag vorum við nálægt því að klára leikinn. Planið var að liggja aftarlega á vellinum og ná inn marki en mér fannst við þó á köflum liggja full aftarlega,“ sagði Ásmundur. - kpt Fjölnismenn stóðu í KR-ingum sem eru komnir áfram í bikarkeppni karla: Vonandi komin sigurhefð í KR BARIST Gunnar Valur Gunnarsson og Viktor Bjarki Arnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur verið úti í kuldanum hjá Val í sumar en kom sér í aðeins meiri hlýju í gær þegar hann kom Val yfir 2-1 í seinni hálf- leik framlengingar. Viktor hafði komið inn sem varamaður í fram- lengingunni og skoraði hann mark- ið sem réði úrslitum í kjölfarið á aukaspyrnu. Jón Vilhelm Ákason átti skot sem fór í stöngina en Vikt- or var vel vakandi og átti ekki í vandræðum með að skora. Það var svo annar varamað- ur, Guðmundur Steinn Haf- steinsson, sem innsiglaði sig- urinn eftir fyrirgjöf frá Jóni Vilhelm. Guðmundur Steinn kom inn sem varamaður seint í venju- legum leiktíma. Víkingar geta verið ánægðir með sína frammistöðu í gær. Þeir byrjuðu betur og áttu hættulegri sóknir í upphafi leiks. Eftir því sem líða tók á hálfleikinn náðu Valsmenn betri tökum og Atli Sveinn Þórarinsson fékk sannkallað dauðafæri til að koma þeim yfir þegar hann fékk algjör- lega frían skalla eftir horn en hitti ekki markið. Hugur varnarmanna Víkings virðist hafa farið inn í búnings- herbergi fyrr en aðrir því varn- arleikur liðsins rétt fyrir hálfleik var arfadapur. Danni König slapp einn í gegn á 44. mínútu, Magn- ús Þormar markvörður fór í mis- heppnað úthlaup og König komst framhjá honum. Þrátt fyrir að færið hafi verið orðið nokkuð þröngt náði König að skora, staðan 0-1. Hann hefði svo getað skorað annað mark rétt áður en málarinn Erlendur Eiríks- son flautaði til leikhlés en brást þá bogalistin í verulega góðu skalla- færi. Í seinni hálfleik var mikið jafn- ræði með liðunum en Víkingar voru þó hættulegri í sínum sóknarað- gerðum. Kantmaðurinn Viktor Örn Guðmundsson komst nálægt því að jafna þegar hann átti hörkuskot sem Kjartan Sturluson í marki Vals varði í stöngina. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu heimamenn verðskuldað þegar Þorvaldur Sveinn Sveins- son skoraði með ska l la eftir fáránlegt skógarhlaup hjá Kjartani markverði. Stað- an jöfn 1- 1 eftir 90 mín- útur og því framlengt. Eftir að Viktor endur- heimti forystuna fyrir Val fékk Vík- ingur nokkur ágæt- is færi til að jafna sem ekki nýttust og Guðmundur Steinn kláraði leikinn. - egm Varamennirnir komu Val áfram Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit VISA-bikarsins á morgun. Þeir unnu 3-1 sigur á 1. deildarliði Víkings í framlengdum leik. Á SKOTSKÓNUM Danni König kom Valsmönnum yfir gegn Víkingum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HELGI SIGURÐSSON Mætti sínum gömlu félögum í Val í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Stjarnan hafði betur fyrir vestan Stjarnan komst í 8 liða úrslit VISA-bikar- keppni karla með 2-0 sigri á BÍ/Bolungarvík á Torfnesvellinum á Ísafirði. Ólafur Karl Finsen og Halldór Orri Björnsson skoruðu mörk Stjörnunnar. Þróttur komst áfram eftir 1-0 sigur á ÍA með marki Erlings Jack Guðmundssonar. Þá gerði 2. deildarlið Víkings frá Ólafsfirði sér lítið fyrir og sló út 1. deildarlið Fjarðabyggðar, 3-2, á heimavelli sínum. 16 liða úrslitunum lýkur með þremur leikjum í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.