Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 24.06.2010, Blaðsíða 58
 24. júní 2010 FIMMTUDAGUR38 golfogveidi@frettabladid.is 24% laxar hafa veiðst í Straumunum í Hvítá það sem af er tímabilinu en voru fimm fiskar á sama tíma í fyrra. Nær allur aflinn er fenginn á flugu. 72 FL U G A N M YN D /VEIÐ IFLU G U R .IS Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er stangveiðimaður af guðs náð. Annir embættisins takmarka tækifæri hans til veiða, en hann hefur landað risafiskum í gegnum tíðina. „Ein af mínum uppáhaldsám er Þor- leifslækurinn, en það er ekki síst vegna þess að ég hef veitt þar síðan ég var krakki,“ segir Ólafur spurður um hvaða veiðisvæði er í uppáhaldi. „Affallið í Landeyjunum er eftir- minnilegt og silungasvæðið í Víði- dalnum einnig. Svo verður ekki hjá því komist að nefna urriðasvæðið í Mývatnssveitinni, sem er stórkost- leg á sem býður upp á allt það besta sem fylgir stangveiði.“ Ólafur fór í Þorleifslækinn í apríl og veiddi vel. Sautján fiskar lágu á bakkanum að veiðiferð lokinni, sjó- birtingar og tvær bleikjur. „Síðan fór ég í vatnaveiði með krökkunum á Ströndunum sem skilaði slatta af bleikju. Svo ætla ég á Skagaheiðina í silung í júní ef ég hef tíma,“ segir Ólafur og ekki er laust við trega í röddinni yfir því hversu annir emb- ættisins eru frekar á hans tíma. „Það verður veitt minna en vant er.“ Ólafur, eins og allir stangveiði- menn, stefnir að því að veiða í sem flestum ám í öllum landshlutum. Hann á sér draumaár til framtíðar- veiða. „Ég hef áhuga á að fara norð- ur í Þistilfjörðinn til veiða og í Borg- arfjörðinn. Það er ekki síst vegna þess að ég hef legið yfir bókunum hans Björns J. Blöndal sem skrifaði til dæmis um Norðurá.“ Ólafur segist varla teljast til græj- ukalla í veiði, en snýr svo við í miðri á og viðurkennir að vera illa hald- inn af veiðidellunni. „Ég hnýti allt sjálfur yfir veturinn. Þess utan er ég með þrjá unga veiðimenn svo það verða viss afföll á veiðibúnaði heim- ilisins. Því verður að svara með við- eigandi hætti.“ Spurður um uppáhaldsveiðistað- inn segir Ólafur að það séu nú yfir- leitt fiskarnir sem velji þá fyrir veiðimanninn. „Það eru staðir í Grenlæknum og eins í Eldvatni í Meðallandi. Það er mikið vatnsfall sem geymir æðislega staði. Þar hef ég sett í eitthvað það tröllslegasta sem ég hef komið nærri; fisk sem ég sá aldrei og fór sína leið eftir að hafa rétt upp krókana á flugunni. Fluguhjólið varð heldur aldrei samt á eftir.“ svavar@frettabladid.is Risafiskur í Eldvatni eyðilagði veiðihjólið RISAVAXINN REGNBOGI Ólafur er mikill maður vexti en hausinn á þessum 17 punda regnbogasilungi, sem hann veiddi í Þorleifslæknum, lætur saksóknarann líta út fyrir að vera lítill og nettur. MYND/ÓLAFUR ■ Það er lax í Kerinu allt veiðitímabilið. Best er þó þegar lax er í göngu. Þarna stoppar laxinn, sérstaklega í miklu vatni. ■ Án nokkurs vafa uppáhaldsstaður minn í Gljúfurá enda ótrúleg fegurð í gilinu. ■ Laxinn getur legið um allan hylinn, fer bara eftir vatnshæð. Í litlu vatni (eins og á mynd) er hann úti fyrir enda á hvítfryssi eða alveg undir fossinum að norðanverðu, þá er best að standa sem næst og lauma maðkinum að laxinum. ■ Í miklu vatni þarf að fara mjög varlega, laxinn getur legið mjög nærri austurlandinu og sést oft vel. Best að veiða á maðk í Kerinu en það er hrein áskorun að landa þarna flugufiski. Þarna er ekkert hægt að vaða. ■ Litla Kerið er næsti veiðistaður og er beint fyrir ofan foss- brúnina. ■ Það er enginn veiðitúr í Gljúfurá, nema Kerið sé reynt! ■ Kerið er rétt fyrir neðan þjóðveginn norður til Akureyrar og er vinsæll útsýnisstaður unnenda mikillar náttúrufegurðar. Veiðistaðurinn: Kerið í Gljúfurá UNDRAVERÐ FEGURÐ Veiðistaður sem þessi útskýrir það aðdráttarafl sem stangveiði hefur í hugum þúsunda Íslendinga. MYND/SVAVAR HÁVARÐSSON Góðar veiðiflugur verða oft til fyrir tilviljun en aðrar eru fyrst hnýttar í sérstökum tilgangi. Hér er dæmi um hið síðar- nefnda og höfundurinn, Hilmar Hansson í Veiðiflugunni, lýsir henni þannig. „Ég hnýtti fluguna sem skrautflugu á einkrækju – laxa- flugu og straumflugu. Græni liturinn er í mínum huga litur gróanda og jákvæðni og guli liturinn litur sólarinnar og sól- aruppkomu. Mér finnast þessir litir eiga vel við flugu félags- ins.“ Flugan var valin besta flugan í hnýtingasamkeppni Krabbameinsfélagsins 2007 og er seld til fjáröflunar fyrir félagið. Veiðin og sendir jákvæð skilaboð Laxagengd er óvenjugóð nú í byrjun veiðitímabilsins. Eitt slíkt dæmi er úr Norðurá. Samkvæmt gögnum úr laxateljara við Glanna hafði 81 lax gengið upp fyrir telj- arann að morgni 11. júní, þar af 46 stórlaxar. Á sama tíma árið 2009 höfðu aðeins níu stórlaxar gengið upp fyrir teljarann en þeir urðu aðeins 136 það sumarið. - shá Teljari í Glanna í Norðurá: Laxagengd góð og fleiri stórir Þingvallanefnd og Veiðikortið standa fyrir fluguveiðinámskeiði á Þingvöllum á sunnudaginn. Haldinn verður fyrirlestur um lífríki og lifnaðarhætti vatna- fiska, ætisleit og veiðiaðferðir með flugustöng. Einnig verður farið yfir veiðistaði, útbúnað og fleira. Skráning fer fram á veidi- kortid.is. - shá Tækifæri fyrir veiðimenn: Kastnámskeið á Þingvöllum stangveiddra laxa á Íslandi sumarið 2009 var sleppt aftur eða 17.514 alls. Alls veiddust 74.408 laxar á stöng en afl- inn telst vera 56.894 laxar. KRABBAMEINSFLUGAN VE IÐ IM O LA R UNDRAHEIMUR Þingvallavatn er stór- kostleg náttúrusmíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hér er laxinn oft öfugur KANN AÐ META KERIÐ Stefán Hallur Jónsson, formaður árnefndar SVFR fyrir Gljúfurá, telur Kerið með sínum uppáhalds veiðistöðum. Christopher Rownes og Hilmar Jónsson kenna flugukast- námskeið þann 24. júlí næstkomandi. Báðir eru þeir vottaðir kastkennarar hjá samtökum Federation of Fly Fishers eða FFF og eru stærstu samtök fluguveiðimanna í Bandaríkunum. http://www.fedflyfishers. Christopher hefur mikla reynslu sem kastkennari og veiðimaður og Hilmar hefur kennt flugu- köst um nokkurra ára skeið að því er fram kemur á síðunni www.veidi.is. Skráning fer fram á himmi@mail.is Flugukastnámskeið Aflinn hjá opnunarholli í Langá á Mýrum var fimmtíu laxar að því er fram kemur á síðu Stang- veiðifélags Reykjavíkur. Opnunarhollið var að ljúka veiðum í hádeginu í gær. Þar kemur fram að mikið líf væri í neðstu veiðistöðunum og sem dæmi hafi verið viðstöðulaus taka í Holunni, sem er rétt ofan við Sjávarfoss. Mikil aðsókn var í Langá á Mýrum en uppselt er til 14. ágúst. 50 laxar hjá opnunarholli NÚ BER VEL Í VEIÐI Urriðaveiði í Laxárdal og Mývatnssveit Fréttablaðið kannaði hvaða Veiðivatnaflugur eru vinsælast- ar þetta sumarið. Nobbler, og þá helst svartan, bar oftast á góma en af þeim klassísku var Peacock líka vinsæl. Alda hefur verið að koma sterk inn undanfarin ár og hefur verið vinsæl í upphafi sumars. Meðal annarra vinsælla flugna eru svartur Killer, Köttur, Dentist, Heimasætan og Black ghost. Að auki hafa menn verið duglegir að prófa sig áfram í þurrflugunum, að sögn Viðars Egilssonar hjá Gallerí flugum. - mþl Veiðivatnaflugur: Nobblerinn vinsælastur Það var að koma annar stórlax á veiðisvæðum Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal. David Thormar var að veiðum á Svæði 6, veiði- stað sem nefnist Grjóteyri, og landaði 22 punda hæng á fluguna Black Ghost. Það er rétt að geta þess að fyrir rétt einu ári síðan var nefndur David á sama veiði- svæði, þá í hyl sem nefnist Haga- straumur, og fékk þar á sömu flugu annan stórlax, 20 pund. Veiddi 22 punda hæng: Stórlax á sama stað og í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.