Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 2
2 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR FERÐALÖG „Stærstu helgarnar hafa verið fyrsta helgin í júlí og versl- unarmannahelgin en umferð í júní hefur verið að aukast. Álags- tímabilið er því frá lokum júní til verslunarmannahelgar,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Undanfarin fimm til tíu ár hefur umferð til og frá höfuð- borginni á sumrin aukist til mik- illa muna. Hefur hún raunar verið svo mikil að vegakerfi höfuðborg- arsvæðisins og nágrennis hefur illa ráðið við hana. „Vegirnir bera ekki meira en þeir eru hannaðir til. Þeir eru hannaðir fyrir dags daglega umferð en ekki toppana,“ segir Guðbrandur. Helgin sem hefst í dag, sú síð- asta í júní, hefur oft verið fyrsta stóra ferðahelgin. Árið 2007 sköp- uðust sunnudagskvöldið 24. júní raðir upp á tugi kílómetra að Reykjavík. Á Vesturlandsvegi náði bílaröð alla leið frá Grundartanga að Mosfellsbæ og á Suðurlands- vegi náði hún frá Hveradölum að Reykjavík. Í fyrra skapaðist mikil umferðarteppa við lok 2+1 kaflans á Suðurlandsvegi á Hellisheiði sunnudagskvöldið 28. júní. Aðspurður hvernig komast mætti hjá því að lenda í umferð- arteppum sagði Guðbrandur enga töfralausn vera til stað- ar. Á venjulegri ferðahelgi færu flestir úr bænum á sama tíma, eftir að vinnu lýkur á föstudegi, og svo væru flestir á sama tíma á leiðinni til borgarinnar aftur á sunnudagskvöldi. „Þeir sem vilja losna við umferðarteppur leggja fyrr af stað. Fara heim á hádegi á sunnudag og taka sér jafnvel frí eftir tólf í vinnunni á föstudegi og leggja fyrr af stað,“ sagði Guð- brandur enn fremur. Skýringin á aukinni umferð undanfarin ár er aðallega sú mikla fjölgun skráðra ökutækja sem varð allt fram að bankahrun- inu haustið 2008. Annað sem hefur haft áhrif er aukinn straumur ferðamanna til landsins, en þeir leigja margir bílaleigubíla, og gíf- urleg fjölgun ferðavagna svo sem fellihýsa í eigu Íslendinga. Mikil umferð hefur ekki í för með sér meiri slysahættu því umferðin verður þung og hæg. Lögreglan varar hins vegar ein- dregið við glæfralegum fram- úrakstri við þessar aðstæður og biður fólk að hafa eftirfarandi spakmæli í huga: minni hraði, minni skaði. magnusl@frettabladid.is Styttist óðum í stóru ferðahelgarnar Undanfarin ár hafa orðið til langar umferðarteppur á álagstímum við jaðra höfuðborgarsvæðisins. Þeim sem vilja sleppa við umferðarteppur er ráðlagt að leggja af stað fyrr út úr bænum á föstudegi og fyrr af stað heim á sunnudegi. Á kortinu má sjá þá staði þar sem umferðarteppur hafa oftast myndast undanfarin ár. Mesta álagið er þar sem Suðurlands- og Vesturlandsvegur tengjast höfuðborgarsvæðinu en eins geta myndast raðir við gjaldhlið Hval- fjarðarganganna og jafnvel austur á Selfossi. Treysti fólk sér til þess er hægt að fara aðrar leiðir að höfuðborginni svo sem í gegnum Þorlákshöfn og svo Krýsuvíkurleiðina inn í Hafnarfjörð frá Suður- landi eða Bláfjallaveginn frá Suðurlandsvegi og inn í Hafnarfjörð en þar er um að ræða malarvegi að hluta sem bera ekki mikla umferð. Álagspunktar og krókaleiðir Inn Sunnudaga 9 5 Út Föstudaga 10 6 9 6 Út Föstudaga Inn Sunnudaga 10 6 Inn Sunnudaga 9 6 Út Föstudaga 10 6 Álagspunktar Malarvegir Akranes Reykjavík Reykjanesbær „Þorgerður, er gengið á eftir ykkur með grasið í skónum?“ „Já, og í öllum náttúrunnar litum.“ Þorgerður Hlöðversdóttir textíllistakona heldur námskeið í jurtalitun ásamt Sig- rúnu Helgadóttur, líf- og umhverfisfræð- ingi. Í vor og sumar hefur orðið algjör sprenging í áhuga á jurtalitun og anna þær varla eftirspurn. EFNAHAGSMÁL Farið var yfir stöðu mála vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggingu lána á fundi í stjórnarráðinu í gærkvöldi, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra. Gylfi, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra funduðu með fulltrúum Fjármála- eftirlitsins, Seðlabankans, vinnu- markaðarins, verkalýðhreyfingar- innar og atvinnurekenda. „Það var aldrei ætlunin að taka neinar ákvarðanir á þessum fundi,“ segir Gylfi. Hann segir alla sem að fundinum komu vilja greiða úr þeim flækjum og þeirri óvissu sem hafi skapast vegna dómsins. - þeb/sjá síðu 12 Dómur Hæstaréttar ræddur: Funduðu í stjórnarráðinu HESTAMENNSKA Stefnt er að því að hefja hrossaút- flutning á nýjan leik um miðjan ágúst segir Krist- inn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Það verði þó ekki gert nema heilsufar hrossanna sé komið í fullkomið lag en útflutningur hefur legið niðri vegna hóstaveiki sem herjað hefur á velflest hross hér á landi undanfarið. Þetta var niðurstaða fundar hagsmunaaðila sem haldinn var í gær. „Það sem er að gerast núna er að þeim fer fjölg- andi hrossunum sem eru að ná sér,“ sagði Kristinn í gær og kvaðst vera bjartsýnni en áður. Spurður um stöðu hrossaræktenda í landinu sagði Krist- inn að góður gangur væri í folaldafæðingum og menn færu óhikað með hryssur sínar undir hesta. „En staða fjármála hjá þeim sem eru einkum að vinna við hross og hafa tekjur af þeim er mjög slæm. Margt af þessu fólki er ungt og með miklar fjárhagsskuldbindingar. Sumir eru að byggja upp og aðrir með dýra staði á leigu en hafa litlar sem engar tekjur.“ Hann sagði þrjár kynbótasýningar nú fyrirhug- aðar. Búið sé að skrá tæp 200 hross í þær. Þegar væri búið að sýna um 240 hross í sumar, en á sama tíma landsmótsárið 2008 hefði verið búið að sýna um 1.500 hross á sama tíma. Kristinn sagði að það væru skýr skilaboð frá Matvælastofnun að aðgát yrði höfð við lengri hestaferðir sem nú væru að hefjast og héraðsdýra- læknar fylgdust með hrossunum. -jss Hrossarækt Folaldafæðingar hafa verið í góðu lagi í vor og sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hross óðum að ná sér segir formaður hagsmunasamtaka í hestamennsku: Stefnt að hrossaútflutningi í ágúst ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram laga- frumvarp á Alþingi í gær um þingsköp Alþingis. Frumvarpið á að bæta umræðu- hefð þingmanna og koma í veg fyrir mál- þóf. Siv sækir fyrirmyndina til norska þingsins þar sem hún segir að málþóf sé hætt og umræðuhefðin mun betri. „Áður en umræða hefst er ákveðið hvað hún á að standa lengi, en þó má ekki takmarka ræðutíma svo mikið að hann standi skemur en þrjá tíma,“ segir Siv. „Með þessu myndi málþóf leggjast af og umræðurnar yrðu markvissari og skil- virkari.“ Siv segist finna fyrir nokkrum mótbyr gagnvart frumvarpinu meðal þingmanna og sé hann reistur á þeim rökum að mál- þóf hafi verið tæki stjórnarandstöðunnar til að ná fram árangri. „Því hefur alltaf verið beitt, af öllum flokkum, og það er tilhneiging fólks að vilja ekki sleppa því sem hefur virkað áður,“ segir hún. Undantekningar eru í breytingartillög- unum, en ekki er farið fram á takmarkað- an umræðutíma á frumvörpum um breyt- ingar á stjórnarskrá eða til fjárlaga. „Ferskir vindar blása nú um Alþingi,“ segir Siv. „Það verður að koma til móts við bæði þingmenn og almenning með því að bæta umræðuhefðina.“ - sv Siv Friðleifsdóttir leggur fram frumvarp um að umræðutími verði styttur og umræðuhefðin bætt á Alþingi: Málþófið á Alþingi heyri sögunni til SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR vill takmarka umræðutíma þingmanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA UMFERÐ Hvítar málningarslettur á Suðurlandsveginum, rétt hjá Litlu kaffistofunni, skemmdu hátt í tuttugu bíla í gær. Sumir bílanna urðu óökufærir. Málningin hafði hellst á veginn úr fötu við vegar- kantinn og biðu ökumenn í meira en tvo tíma eftir aðstoð lögregl- unnar. Talið er að málningarfatan hafi dottið af bíl á veginn. Lögreglan gaf eigendum bílanna þau svör að tjónið væri á þeirra ábyrgð, þar sem enginn sökudólgur fannst. Að sögn lögreglunnar er ólíklegt að málið leysist í bráð. - sv Málning á Suðurlandsvegi: Skemmdir á tuttugu bílum BANDARÍKIN, AP Bandaríkjamenn og Rússar ætla að styrkja efna- hagsleg tengsl og auka samvinnu í baráttunni gegn hryðjuverk- um. Þetta sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti að loknum fundi með Dmitry Medvedev Rússlandsforseta í gær. Forsetarnir funduðu í um sjö klukkustundir í Washington í gær. Þeir tilkynntu að þeim hefði tekist að „endurræsa“ samskipt- in milli ríkjanna. Þá gaf Obama það út að Rússar ættu að vera hluti af Alþjóðaviðskiptastofnun- inni. Rússar hafa lengi viljað ger- ast aðilar að stofnuninni. - þeb Fundur forseta tókst vel: Bæta samband milli ríkjanna FERÐAMÁL Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók Snæfells- stofu á Skriðuklaustri í notkun í gær. Snæfellsstofa er ný gesta- stofa fyrir austursvæði Vatnajök- ulsþjóðgarðs og í tilefni dagsins var einnig opnuð umhverfis- fræðslusýningin Veraldarhjólið í stofunni. Vatnajökulsþjóðgarður var friðlýstur hinn 7. júní 2008 og er Snæfellsstofa fyrsta umhverfis- vottaða húsbygging á Íslandi, en framkvæmdir hófust fyrir rúmu ári. Stofan er um 700 fermetrar og kostnaður framkvæmda um 350 milljónir króna. - sv Snæfellsstofa opnuð í gær: Umhverfisvæn húsbygging LYKLINUM HAMPAÐ Anna Kristín Ólafs- dóttir stjórnarformaður Vatnajökulsþjóð- garðs, Svandís Svavarsdóttir og Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður. OBAMA OG MEDVEDEV Ánægðir með fund sinn. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.