Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 8
8 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lík Bobbys Fischer verður grafið upp á næstu dögum. Tjaldað verður yfir gröfina á meðan hún stendur opin og lífsýni úr líkinu sótt. Eftir lát Fischers komu fram kröfur í faðernismáli gegn dán- arbúi hans og er uppgröfturinn af þeim sökum. Verkáætlun á framkvæmdinni er farin að mótast og gert er ráð fyrir að sýslumaður, sóknarprest- ur, læknir, réttarmeinafræðingur, lögmenn og lögreglumenn verði viðstaddir. Ekki er talin þörf á að flytja líkið af staðnum, en Fischer er grafinn í kirkjugarðinum að Laugardælum. - sv Undirbúningur á uppgreftri Bobbys Fischer langt kominn: Tjaldað yfir opna gröfina BOBBY FISCHER Hæstiréttur heimilaði að sótt yrðu lífsýni í lík hans. KANADA, AP Nú um helgina ætla leiðtogar tuttugu auðugustu ríkja heims að hittast á fundi í Kanada til að ræða efnahagsvandann í heim- inum. Á síðasta ári komu þeir sér saman um nokkuð róttækar aðgerð- ir til að örva efnahagsvöxt í kjöl- far kreppunnar miklu, sem þá var nýskollin á. Nú virðast þeir hins vegar eiga erfiðara með að tala einni röddu, enda hafa málin þróast á ólíkan veg eftir löndum, þannig að þau standa frammi fyrir ólík- um vandamálum nú á efnahags- sviðinu. Hluti spennunnar felst í því að leiðtogaskipti hafa orðið á síðustu vikum í þremur ríkjanna, Bretlandi, Japan og nú síðast Ástralíu. Spennan hefur þó verið einna mest milli Þjóðverja og fleiri Evr- ópuríkja, sem hafa boðað strangar sparnaðaraðgerðir til að draga úr fjárlagahalla, og svo Bandaríkj- anna og fleiri ríkja sem vilja halda áfram að örva hagvöxt með örlæti í ríkisútgjöldum. Evrópuríkin hafa mörg hver mikl- ar áhyggjur af gríðarlegri skulda- söfnun og þeirri hættu sem hún hefur í för með sér, ekki síst fyrir evruna, hina sameiginlegu mynt sextán Evrópusambandsríkja. Vandi Grikkja hefur heldur betur hrist upp í stjórnvöldum stærri Evrópu- sambandsríkjanna, sem hafa boðað harkalegan niðurskurð. Fyrir utan þetta áhyggjumál hafa ríkin 20 ólíkar hugmyndir um það hvernig best sé að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu til að tryggja að ekki verði nýtt bankahrun. Ólík- legt þykir að þær deilur verði allar leystar. Viðræðurnar hefjast strax í dag á fundi G8-ríkjahópsins skammt norður af Toronto, en síðan bætast hin ríkin í hópinn á laugardag þegar G20-fundurinn sjálfur hefst í Tor- onto-borg og stendur hann fram á sunnudag. - gb Ágreiningur fyrir fundinn Leiðtogar G20-ríkjahópsins hafa ekki átt jafn auð- velt með að koma sér saman um aðgerðir í efna- hagsmálum eins og á fundi sínum á síðasta ári. Á LEIÐ TIL TORONTO David Cameron, nýr forsætisráðherra Bretlands, sækir leiðtoga- fund G20-ríkjanna í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Samráðsvettvangur helstu iðnríkja heims hófst í kjölfar olíukreppunnar 1973 þegar Bandaríkin buðu fjármálaráðherrum Bretlands, Vestur-Þýskalands, Japans og Frakklands til skrafs og ráðagerða í Washington árið 1974. Árið eftir bauð Frakklandsforseti leiðtogum þessara fimm ríkja og Ítalíu að auki til fundar, og var þá ákveðið að leiðtogar þessara sex ríkja myndu eftirleiðis hittast árlega. Nokkrum árum eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 þótti ástæða til að kalla Rússa að borðinu, og frá árinu 1997 hafa leiðtogar þessa átta ríkja hóps hist reglulega. Smám saman jókst þrýstingur á að taka að auki bæði áhrifamestu ríki þróunarheimsins og leiðtoga Evrópusambandsins sérstaklega með í hópinn. Síðasta haust var svo ákveðið að G20-hópurinn yrði helsti vettvangur samráðs helstu leiðtoga heims í efnahagsmálum, en hann er skipaður leiðtogum eftirtaldra ríkja: Leiðtogafundir auðugustu ríkja heims Argentína Ástralía Bandaríkin Brasilía Bretland Evrópusambandið Frakkland Indland Indónesía Ítalía Japan Kanada Kína Rússland Mexíkó Sádi-Arabía Suður-Afríka Suður-Kórea Tyrkland Þýskaland Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar Siemens ryksugur á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup! Föstudagur 25. júní Setningarfundur er öllum opinn – málefnastarf aðeins fyrir landsfundarfulltrúa 16.00 Setning – ræða formanns í beinni útsendingu á xd.is 17.00 Framsaga um stjórnmálaályktun. 17.15 Tillögur viðbragðshóps Sjálfstæðisflokksins. 18.00 Málefnavinna hefst. 21.30 Málefnavinnu lýkur. (Hægt verður að kaupa kvöldmat á staðnum.) Laugardagur 26. júní Fundurinn er í beinni útsendingu á xd.is 9.00 Skýrsla framkvæmdastjóra. 9.15 Frambjóðendakynningar. 10.00 Kynning á niðurstöðum málefnavinnu. 11.00 Tillögur viðbragðshóps Sjálfstæðisflokksins. Breytingar á skipulagsreglum. Umræður. 13.30 Kosning formanns. 14.00 Jafnréttisstefna Sjálfstæðisflokksins. Umræður. 15.00 Kosning varaformanns. 15.30 Stjórnmálaályktun. 17.00 Fundarslit – ávarp formanns. 20.00 Landsfundarhóf í Gullhömrum, Grafarholti, haldið af Sambandi ungra sjálfstæðismanna í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins. Húsið verður opnað kl. 20.00 en borðhald hefst klukkan 20.30. Veislustjóri kvöldsins er Ari Eldjárn og eftir kvöld- verð leikur hljómsveitin Tríkot fyrir dansi. Frelsi -- ábyrgð -- umhyggja 39. landsfundur Sjálfstæðisflokksins 25. & 26. júní 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.