Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. júní 2010 11 Farfuglaheimilin eru öllum opin. Þau bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Á farfuglaheimilum er heimilisleg stemning sem hentar vel fjölskyldum á leið sinni um landið. Nánari upplýsingar um einstök farfuglaheimili er að finna á vef Farfugla www.hostel.is Einnig er hægt að fá upplýsingar um heimilin í bæklingi sem liggur frammi á flestum upplýsingamiðstöðvum landsins. 36 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is Alls eru starfandi 36 farfuglaheimili hér á landi. Þau bjóða upp á einstaklings- og fjölskylduherbergi og á öllum þeirra er eldunaraðstaða fyrir gesti. Bókaðu gistingu á farfuglaheimilum í sumar - það næsta er aldrei langt undan. Verið velkomin! Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir alla fjölskylduna DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tólf mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 200 þúsund í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tvívegis haft samræði við fjórtán ára stúlku. Maðurinn játaði brot sitt. Honum var gert, auk ofan- greinds, að greiða tæplega hálfa milljón króna í málsvexti. - jss Tólf mánuðir á skilorði: Braut gegn fjór- tán ára stúlku BELGÍA, AP Belgíska lögreglan gerði í gær húsleit á heimili fyrr- verandi erkibiskups kaþólsku kirkjunnar í Belgíu, Godfrieds Daneels, í tengslum við rannsókn á barnaníðingshætti kaþólskra presta þar í landi. Að húsleit lokinni hurfu lög- reglumenn á braut með tölvu biskupsins og bunka af skjölum. Hvorki lögregla né saksóknari í Belgíu vildu segja hvort Dan- eels sjálfur væri grunaður um kynferðisbrot gegn börnum, eða hvort rannsóknin hafi eingöngu beinst að því að afla upplýsinga. - gb Lögregla rannsakar presta: Húsleit á heim- ili erkibiskups GODFRIED DANEELS Lögreglan segir hann hafa sýnt fulla samvinnu. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTRALÍA Julia Gillard tók í gær við embætti forsætisráðherra Ástralíu af Kevin Rudd. Gill- ard er fyrsta konan sem sest í stól forsæt- isráðherra í Ástralíu. Julia Gill- ard er 48 ára lögmaður að mennt. Hún er fædd í Wales á Bretlandi en flutti með for- eldrum sínum til Ástralíu þegar hún var barn að aldri. Gill- ard var fyrst kosin á þing fyrir Verkamannaflokkinn árið 1998. Hún varð aðstoðarforsætisráð- herra í ráðuneyti Rudds árið 2007. Nýr forsætisráðherra í Ástralíu: Fyrst kvenna í embættið JULIA GILLARD ALLIR Í VERKFALLI Um allt Frakkland lagði fólk niður störf í gær til að mót- mæla áformum stjórnarinnar um að hækka eftirlaunaaldur upp í 62 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Flest tilfelli af heimilisofbeldi eru skráð á höf- uðborgarsvæðinu, eða 76 pró- sent ofbeldismála og 81 prósent ágreiningsmála. Þetta eru nið- urstöður viðamikillar rannsókn- ar sem Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu hafa látið gera á heim- ilisofbeldi. Í rannsóknarskýrslunni um heimilisofbeldi, sem er skil- greint sem annaðhvort ofbeldi eða ágreiningur milli skyldra og tengdra, var unnið með samtals 993 mál sem tilkynnt voru til lög- reglu á árunum 2006-2007. Rann- sóknina gerðu þær Guðbjörg S. Bergsdóttir, félagsfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, og Rannveig Þórisdóttir, deild- arstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Flest tilvikin áttu sér stað á heimili eða einkalóð, eða í 92 prósentum tilvika. Flest atvikin voru tilkynnt um helgar, eða 47 prósent. Oftar bárust tilkynning- ar á kvöldin á virkum dögum en eftir miðnætti og fram eftir nóttu um helgar. Gerendur voru 787 og komu þeir við sögu í 950 tilvikum. Í 76 prósentum tilvika voru karlar gerendur og í 24 prósentum til- vika konur. Meðalaldur gerenda var 35 ár. Forsaga var þekkt í um helm- ingi tilvika. Þegar þau tilvik voru skoðuð kom í ljós að í um 30 prósentum tilvika var heim- ilisofbeldi rakið til skilnaðar eða sambandsslita. Áfengis- eða vímuefnaneysla var hluti af for- sögu rúmlega 18 prósenta ofbeld- ismála og 12 prósenta ágreinings- mála. - jss Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins létu rannsaka heimilisofbeldi: Flest tilfelli heimilisofbeldis á höfuðborgarsvæðinu tilvika á höfuð- borgarsvæðinu áttu sér stað á heimili eða einkalóð. gerenda voru karlmenn en 24 prósent konur. RANNSÓKNARSKÝRSLA UM OFBELDI 92% 76%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.