Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 16
16 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskort- ur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslu- lækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórn- völd lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heil- brigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðis- ráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurn- ar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreyting- ar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækk- að um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta árs- fjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sér- fræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun ein- ingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launa- lækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samn- ingar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfs- stéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa. Verjum heilbrigðisþjónustuna Kjaramál Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra Þ að var þarft framtak hjá Háskóla Íslands að gera könnun meðal stúdenta og spyrja hvernig þeir telji framhaldsskól- ann hafa búið þá undir háskólanám. Kallað hefur verið eftir slíkum könnunum talsvert lengi, enda er opinbert leyndarmál að fólk kemur ákaflega misvel undirbúið til háskólanáms og í háskólunum hafa menn talið sig greina verulegan mun eftir framhaldsskólum. Könnunin, sem Fréttablaðið sagði frá í gær, staðfestir þetta; mik- ill munur er eftir því hvaðan fólk hefur lokið stúdentsprófi á því hvernig það telur sig búið undir háskólanám. Um sjötíu prósent að meðaltali telja sig vel undirbúin, en það hlutfall er miklu lægra hjá stúdentum sumra skóla og miklu hærra hjá öðrum. Þá er áberandi að margir telja sig hafa fengið litla æfingu í að skrifa ritgerðir og skýrslur, sem er lykilatriði í háskólanámi. Sumir telja enskukunn- áttunni áfátt, flestir eru sammála því að efla þurfi gagnrýna hugsun í framhaldsskólunum og þannig mætti áfram telja. Það kemur út af fyrir sig ekki á óvart að skólar, sem standa á gömlum merg, komi einna bezt út. Skólar með bekkjakerfi skara flestir fram úr, þótt undanfarna áratugi hafi bekkjakerfið oft þótt púkalegt og langflestir nýir framhaldsskólar byggi á fjöl- brautakerfinu. Róbert Haraldsson, formaður kennslumálanefndar HÍ, segir í Fréttablaðinu í gær að forðast verði að oftúlka niðurstöður könnun- arinnar, enda séu stúdentahópar úr sumum skólum fámennir í hópi svarendanna. Það er rétt, en ekki má heldur horfa framhjá þeim vísbendingum, sem könnunin gefur. Einhverra hluta vegna hefur það verið tabú að menntamálayfir- völd geri samanburð á skólum og birti, til þess að nemendur og for- eldrar þeirra geti glöggvað sig á því hvar viðkomandi skóli stendur í samanburði við aðra og stjórnendur skólanna fái hvatningu til að bæta úr, sé árangri þeirra ábótavant. Könnun HÍ var gerð í apríl og hefur verið kynnt fyrir skólameisturum framhaldsskólanna, en ekki stóð til að gera hana opinbera áður en Fréttablaðið fékk veður af því að hún hefði verið gerð. Auðvitað væri eðlilegast að menntamála- ráðuneytið stæði fyrir slíkum könnunum og birti opinberlega. Í frétt blaðsins í gær kom fram að í haust yrði gerð í Háskóla Íslands svokölluð námsgengiskönnun, þar sem árangur nemenda í HÍ og brottfall yrði kannað og borið saman við úr hvaða skólum fólk kemur. Róbert Haraldsson segir að slík könnun sýni betur en viðhorfskönnunin hver staða framhaldsskólanna sé. Mikilvægt er að þessar niðurstöður verði birtar opinberlega. Opinber birting kannana og samanburðar af þessu tagi er ekki aðeins í þágu nemenda og foreldra, sem eiga þá auðveldara með að taka upplýstar ákvarðanir um val á framhaldsskóla. Nú þegar peningar skattgreiðenda eru af skornum skammti, skiptir máli að vita hvort t.d. fólk úr sumum framhaldsskólum frekar en öðrum nær litlum árangri í háskóla og ílengist þar á kostnað skattborgaranna án þess að ljúka prófi. Skólarnir eiga ekki að óttast birtingu slíkra upplýsinga, jafnvel þótt þeir séu ekki í toppsætunum, heldur eiga þeir að líta á þær sem hvatningu til að gera betur. Samanburður á skólum á að vera opinber. Hvatning til úrbóta Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Hvað með Nató-ferðir? Friðbjörn Orri Ketilsson og félagar á AMX býsnast nú yfir því að Þóra Krist- ín Ásgeirsdóttir, ritstjóri Smugunnar, hafi farið til Brussel í boði Evrópu- sambandsins. Spyrja þeir í kjölfarið hvort Þóra geti fjallað á hlutlausan hátt um málefni ESB. Þetta er ágæt spurning og allrar athygli verð og allir blaðamenn ættu að íhuga hana og líta í eigin barm. Þeir sem til dæmis hafa þegið ferðir til Brussel eða Bandaríkjanna í boði Nató, ættu einnig að spyrja sig hvort þeir geti í kjölfarið fjall- að um hernaðarbandalagið. Á það við um einhvern á AMX? Kóngasamba Nokkur styr hefur staðið um þá til- högun að ráða Harald Tryggva Flosa- son sem starfandi stjórnarformann Orkuveitunnar og tala sumir um óhóf. Það verður þó trauðla af sama kalíberi og í myndbandi Júpíters, Kóngasamba, hvar hefðarfólk slafraði í sig kræsingar við gnægtaborð með gullglingri. Haraldur lék einmitt í þeirri eðlu sveit. Gæði eða innræting? Frétt Fréttablaðsins um viðhorf háskólanema til framhaldsskólanna sinna vakti nokkra athygli, ekki síst afstaða nemenda „gömlu skólanna“, MR og MA. Nyrðra voru 98 prósent ánægð með skólann sinn en í gamla Lærða skólanum við Lækjargötuna voru 93,4 prósent himinlifandi með skólann sinn. Nemendur annarra skóla kipptu sér lítt upp við þetta, töldu þetta frekar dæmi um innrætingu skólanna en gæði. Ekki væri legið á þeirri skoðun, á hvorum stað fyrir sig, að einmitt sá skóli væri bestur. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.