Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 25. júní 2010 Hver sá sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fang- elsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru miklar. – 100. gr. almennra hegning- arlaga. Gestagangur Að morgni dags þann 8. desem- ber 2008 bar ókunnugan gest að garði Alþingis. Hann bankar á dyrnar sem leiða upp á áhorf- endapalla almennings. Þing- vörður opnar fyrir gestinum og hleypir honum inn. Á meðan gesturinn tekur af sér lætur annar gestur vita af sér við dyrn- ar. Þingvörðurinn opnar fyrir honum, sem og tveimur öðrum gestum sem koma aðvífandi. Einn þessara gesta staðnæmist í dyragættinni á meðan enn fleiri gestir birtast að baki honum – og skyndilega eru rúmlega tuttugu manns í anddyrinu og á leið upp á palla. Fleiri þingverðir koma að. Þeir ákveða að meina gest- unum leið á pallana, og ýta eða toga þá niður stigana. Gestirnir ýta á móti og segjast hafa rétt á að fara upp á pallana – þar sem einn þeirra hyggst lesa upp til- kynningu fyrir þingheim. Sam- kvæmt frásögn eins þingvarðar hreyta sumir gestanna „svívirð- ingum“, en „beita engu valdi eða ofbeldi“. Með A4 innanklæða Stuttu eftir að þingverðir og gestir taka að moðast um and- dyri og stigaganga kemur lög- reglan að og lokar gestina af inni í húsinu. Tveir þeirra kom- ast þó upp á áhorfendapallana þar sem annar þeirra dregur upp eina árásarvopn heimsókn- arinnar: A4-blað – með stöfum á. Hann nær að lesa niðurlag til- kynningarinnar áður en hann er dreginn í burtu af vöskum lög- reglumanni. „Út,“ kallar gestur- inn yfir þingheim, „drullið ykkur út. Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur.“ Lögreglan heldur gestunum í stiganum nokkra hríð, gerir síðan sumum frjálst að fara en ber aðra út í járnum og undar- legum stellingum. Í kjölfarið gerist tvennt: Þingmenn fresta fundi um sem nemur tvöföldum ljósabekkjatíma. Og níu manna slembiúrtak úr gestahópnum er ákært fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, að hafa gert árás á Alþingi. Óraplága „Ekki var hægt að útiloka að ein- hverjir í hópnum væru með eitt- hvað innanklæða sem gæti skað- að alþingismenn og starfsmenn,“ skrifar Helgi Bernódusson, skrif- stofustjóri Alþingis, til lögreglu- stjóra í kjölfar uppákomunnar. Þar með er mál nímenninganna hjúpað efasemdum: Ljóst er að nímenningarnir voru ekki einir um að trufla þingstörf veturinn 2008-2009, en stefnan er sett á að refsa þeim fyrir eitthvað sem þeir hefðu getað gert – eitthvað sem þeir hefðu getað verið með innanklæða. Engar eignir voru skemmdar. Engar gangstéttarhellur flugu um anddyrið. Engan ásetning um ofbeldi eða hótanir má finna í sönnunargögnum. Einn gest- anna er sagður hafa bitið í leður- hanska lögregluþjóns sem hafði gripið um andlit hans. Þingvörð- ur meiddist á þumli. Loks sætir einn útbornu gestanna ákæru fyrir að hafa hrint þingverði á ofn. Í vor sýndi Kastljós Sjón- varpsins hins vegar upptöku úr öryggismyndavél, þar sem þing- vörður sést draga gestinn aftur á bak svo hann fellur eins og dóm- ínókubbur á annan þingvörð sem þá fer utan í ofninn. Þrátt fyrir myndbandið hafa ákærurnar á hendur nímenningunum ekkert breyst. Segjum að í ljós kæmi mynd- band sem sýndi að þeir ellefu meintu vændiskaupendur, sem bráðum verður einnig réttað yfir, hefðu alls ekki snert konurnar á þann hátt sem þeir eru sakað- ir um. Yrði samt krafist ákæru fyrir að „ekki hafi verið hægt að útiloka“ að þeir hefðu getað keypt konurnar? Að karlmenn- irnir hefðu getað verið með pen- ing innanklæða sem þeir hefðu getað notað ólöglega? Eins og í Lúkasarmálinu svo- kallaða lykta ákærurnar á hend- ur nímenningunum af ofsókn- um og órum um hvað þeir hefðu getað gert. Órarnir afhjúpa þá staðreynd að nímenningana á að gera að blórabögglum: Það eru ekki beinlínis þeir sem verið er að sækja til saka, heldur allir þeir sem trufluðu þinghald vet- urinn 2008-2009 með ítrekuðum mótmælafundum og búsáhalda- byltingu. Bunki af A4 40 dögum eftir heimsóknina á áhorfendapallana loguðu eldar við Alþingishúsið. Þá sindraði á piparúða og skuggar féllu á húsið af skiltum, pönnum og lög- reglukylfum. Þá daga hrópuðu gestirnir að Alþingi tímunum saman – þar til þingmenn loks raunverulega „drulluðu sér út“ í gegnum leynigöng og undir lög- regluvernd. 700 þátttakendur í mótmælunum hafa skrifað undir kröfu um að ákærurnar á hend- ur nímenningunum verði látn- ar niður falla. Að öðrum kosti verði þeir allir einnig sóttir til saka fyrir árás á Alþingi – í sama skilningi og nímenningarn- ir: Þeir sóttu Alþingi heim, án vopna og án ofbeldis, en með mun háværari tilkynningum en gest- irnir sem fóru á undan. Þann 24. júní voru þinginu afhentar þess- ar undirskriftir, meitlaðar í það eina sem nímenningarnir reynd- ust vega að Alþingi með eftir allt saman – bunka af A4. Þann 29. júní nk. verður réttað yfir nímenningunum fyrir hér- aðsdómi. Rétt eins og í máli vænd- iskaupendanna verður aðgangur almennings að þinghaldinu tak- markaður og þinghaldið sjálft varið af lögreglu, en ekki að ósk hinna ákærðu – eins og í tilviki vændiskaupendanna – heldur til að halda fólki af sama sauðahúsi og nímenningarnir frá dómsaln- um. Svona fólki sem gæti verið með eitthvað í vösunum. Með A4 innanklæða Dómsmál Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur Órarnir afhjúpa þá staðreynd að ní- menningana á að gera að blóraböggl- um: Það eru ekki beinlínis þeir sem verið er að sækja til saka, heldur allir þeir sem trufluðu þinghald veturinn 2008-2009 með ítrekuðum mótmæla- fundum og búsáhaldabyltingu. Ráðstefna í Heiðmörk Elliðavatni föstudaginn 25. júní frá kl 14-17 14.00 Formaður setur ráðstefnu 14.10 Efnahagslegt verðmæti Heiðmerkur Daði Már Kristófersson og Kristín Eiríksdóttir 14.50 Áhrif skógræktar á vatn og vatnsgæði Bjarni Diðrik Sigurðsson 15.20 Hlé. Nýbakað kerfilsbrauð og silungur úr vatninu 15.40 Deiliskipulag Heiðmerkur Óskar Örn Gunnarsson og Yngvi Þór Loftsson 16.20 Framtíðarsýn Lena Rut Kristjánsdóttir og Helga Sigmundsdóttir 17.00 Ráðstefnuslit Tónleikar með Kríu Brekkan, Steinari og Eitthvað Boybandi í Dropanum við Furulund frá kl 21-01. Rúta frá Lækjartorgi. Fjölskylduhátíð í Heiðmörk Vígsluflöt laugardaginn 26. júní frá kl 13-16 13.00 Formaður flytur ávarp 13.10 Borgarstjóri flytur ræðu og gróðursetur tré 13.30 Rathlaupsfélagið Hekla stendur fyrir rathlaupi (orienteering) Þrautabraut, skógarleikir Helenu Óladóttur, Brasstríóið Mora, Amlóði, Hálfsterkur og Fullsterkur, lúpínuviðureign á milli fylkinga og tréskurðarlistamenn að störfum. Gómsætar veitingar á góðu verði Nánari upplýsingar á www.heidmork.is Heiðmörk 60 ára Afmælishátíð Skógræktarfélags Reykjavíkur 25. og 26. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.