Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 25. júní 2010 3 SUMAROPNUN Frá og með 1. júní til 31. ágúst 2010 verður þjónustutími sundlauga Kópavogsbæjar eftirfarandi. Sundlaugin í Versölum Mánudaga til fimmtudaga kl. 06.30–21.30 Föstudaga kl. 06.30–20.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 09.00–19.00 Sundlaug Kópavogs Mánudaga til fimmtudaga kl. 06.30–21.30 Föstudaga kl. 06.30–20.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 08.00–18.00 Borgarholtsbraut 17 · 200 Kópavogur · S. 570 0470Versölum 3 · 201 Kópavogur · S. 570 0480 SUNDLAUGA KÓPAVOGSBÆJAR Kópavogsbær veitir nú atvinnulausum sérhæfða ráðgjöf. Sundáhugafólk hefur það gott í Kópavogi en tvær sundlaugar er að finna í bæjarfélaginu. Eldri sundlaugin er við Rútstún í vesturbæ Kópavogs en hún hefur verið endurbætt í þrígang frá því hún var fyrst tekin í notkun árið 1967. Fyrsta laugin við Rútstún var 17 metrar að lengd og þrír heit- ir pottar voru á laugarbakkanum. Árið 1991 var stærri laug tekin í notkun við hlið þeirrar gömlu, 50 metra löng keppnislaug. Heitum pottum var fjölgað og rennibraut komið fyrir við litla hliðarlaug og búningsaðstaða færð í nýja klefa. Árið 2008 var elsta laugin ekki lengur til en ný 25 metra keppnislaug, með áhorf- endabekkjum innanhúss, komin í hennar stað. Einnig er nú að finna vaðlaug innanhúss og búningsað- staða hefur einnig tekið breyting- um. Sundlaugin Versölum nýtur ekki síður vinsælda á meðal bæj- arbúa, en hún samanstendur af aðallaug, iðulaug, innilaug og tveimur pottum auk rennibraut- ar sem er breiðari en flestar sam- bærilegar brautir. Til að forvitnast um hvenær sundlaugarnar eru opnar má fara inn á vefsíðuna www.sund.kopa- vogur.is. - rat Buslað í blíðviðrinu Sundlaug Kópavogs hefur verið talsvert endurbætt frá því að hún var fyrst tekin í notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Atvinnulausum Kópavogsbúum gefst nú kostur á sérhæfðri ráðgjöf en tveir atvinnufulltrúar hafa verið ráðnir til bæjarfélags- ins. Kópavogsbær hefur í samstarfi við Vinnumálastofnun og félagsmála- ráðuneytið ráðið tvo atvinnufull- trúa til starfa, þau Gerðu Björgu Hafsteinsdóttur og Þorstein Ingi- marsson, með það að markmiði að aðstoða þá sem hafa verið lengi atvinnulausir. Margvísleg úrræði eru í boði fyrir atvinnuleitendur í bæjarfélag- inu á vinnumarkaði eða til náms. Eins hafa atvinnufulltrúarnir vakið athygli fyrirtækja í Kópavogi á því að þau geti ráðið til sín starfsmann á atvinnuleysisskrá og fengið framlag frá Vinnumálastofnun á móti upp í laun starfsmannsins. Skilyrði er þó að starfið, sem ráða á í, sé nýtt. Atvinnufulltrúarnir eru til húsa að Fannborg 2, í Kópavogi, á 4. hæð og geta allir þeir sem óska eftir aðstoð þeirra haft samband við þá í síma eða kíkt inn frá klukkan 9 til 15 alla daga nema föstudaga, en þá eru þau til viðtals frá klukkan 9 til 12. - rat Úrræði í atvinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.