Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 22
 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR4 „Molinn er ungmennahús, rekið af Kópavogsbæ og tók til starfa 2008, fyrir krakka á aldrinum 16-25 ára,“ útskýrir Íris Björk Kristjánsdóttir, ein þriggja umsjónarmanna Molans. Hún segir skapandi starfið í Molan- um byggjast upp á umsóknum frá bæði einstaklingum og hópum sem fari fyrir bæjarráð. Umsóknin verði að innihalda lýsingu á verkefninu og verkáætlun og þurfi að bjóða upp á samfélagslegan ávinning. „Verkefnin eru sérstaklega mörg í ár og fjölbreytt, allt frá skrifum og tónlistaratriðum til dans- og mynd- listarsýninga. Hér í Molanum er mjög góð aðstaða fyrir fundahöld og klúbbastarfsemi og til að hittast. Starfið hefur blómstrað enda erum við vel studd af Kópavogsbæ.“ Þeir félagarnir Hjörtur Freyr Jónsson og Róbert Dan Sigurðs- son voru í hópi þeirra sem sóttu um og fengu skapandi sumarstarf hjá Molanum. Meðal verkefna sem þeir vinna að í sumar er að talsetja kvikmyndina Rocky 4 á íslensku og taka ljósmyndir á heimagerða myndavél. „Við tölum sjálfir fyrir meirihluta persónanna, með bjagaðri rödd en svo fengum við fleiri til að tala inn á. Reyndar þurftum við að skipta um Rocky í miðri mynd en það er allt í lagi, þetta á ekkert að vera grafal- varlegt,“ segir Hjörtur en stefnt er á að sýna myndina í Molanum í dag. Strákarnir fengu einnig aðstöðu til að vinna að ljósmyndaverkefnum og hafa meðal annars tekið mynd- ir víða um Kópavog með Mackin- tosh-bauk. „Í raun er hægt að nota hvaða myrka hlut sem er, bora á hann gat og líma ljósnæman pappír aft- ast. Svo opnar maður fyrir gatið í nokkrar sekúndur og lokar aftur til að taka mynd. Við fengum líka að útbúa eitt klósettið í Molanum sem myrkraherbergi og framköllum myndirnar sjálfir þar.“ Hjörtur og Róbert eru mjög ánægðir með starfið og aðstöðuna sem boðið er upp á í Molanum en þeir sýna vinnu sína þar jafnóðum. Hóparnir í skapandi starfinu hitt- ast alla mánudaga og gera eitthvað skemmtilegt saman og oft verður til samvinna milli hópa. „Til dæmis langaði okkur að vinna myndband og þá var annar hópur sem vantaði myndband við tónlistaratriði og við fórum þá í samstarf við þann hóp,“ segir Hjörtur. Nánar má kynna sér starfið í Molanum á síðunni www.molinn.is heida@frettabladid.is Skapandi starf í ungmennahúsi Molinn býður upp á aðstöðu fyrir ungt fólk í Kópavogi til að vinna að ýmsum verkefnum og til að hanga. Skapandi sumarstarf er eitt verkefna Molans sem ungt fólk með eigin hugmyndir sækir um. Hjörtur Freyr Jónsson og Róbert Dan Sigurðsson taka myndir á heimatilbúnar myndavélar og sýna í Molanum. Starfið hefur blómstrað með dyggum stuðningi Kópavogsbæjar segir Íris Björg Kristj- ánsdóttir, ein umsjónarmanna Molans. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR OXXO boutique ehf • Hamraborg 5 • 200 Kópavogi • Sími: 561 2300 Ekta heimilismatur í hádeginu súpa, brauð og kaffi á 1.200 kr. Fjölbreyttur matseðill og gott verð Lifandi danstónlist allar helgar Veislusalur til útleigu HM á skjánum alla daga HM tilboð í mat og drykk Hamraborg 11 • 200 Kópavogur • s.554 2166 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Elsta ritaða heimild- in um byggð í landi Kópavogs er frá árinu 1234. Sveitarfélag- ið Kópavogur var svo stofnað árið 1948 en byggð hafði hins vegar farið að þéttast á svæðinu upp úr 1936. Kaupstaðarréttindi fengust árið 1955. www.ferlir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.