Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 24
2 föstudagur 25. júní núna ✽ það er allt að gerast þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Á GLASTONBURY Gestur á Gla- stonbury-tónlistarhátíðinni teyg- ir sig á móti sólinni og nýtur lífsins. Þessi stærsta tónlistarhátíð Evrópu fagnar fjörutíu ára afmæli í ár. S ýningin Lykkur − Prjónalist í Norræna húsinu hefur vakið þónokkra athygli bæði hér á landi og erlendis og komu meðal ann- ars blaðamenn frá vefritunum Dazeddigital og Coolhunting til landsins um síðustu helgi til þess að fjalla um sýninguna. Dazeddigital er vefrit hins vinsæla tímarits Dazed and Confused en vefritið Coolhunting einsetur sér að fylgjast með öllu því heitasta sem gerist innan tísku- og hönnunarheims- ins í dag. Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna hússins, segir blaðamennina hafa verið mjög hrifna af sýningunni. „Norræna húsið fékk styrk til að bjóða blaðamönnum til landsins og við kusum að bjóða blaða- mönnum frá Dazeddigital, Coolhunting og prjónatímaritinu Knitting Magazine. Vef- síðurnar eru mjög lifandi og leggja mikla áherslu á myndefni og þess vegna fannst okkur kjörið að bjóða blaðamönnum þeirra hingað til lands. Þau voru öll mjög hrifin af sýningunni að mér skilst og fannst nálgunin á henni fersk og skemmtileg.“ Að sögn Ilmar hefur umfjöllun í tímarit- um sem þessum mikla þýðingu fyrir Nor- ræna húsið þar sem ferðamenn leiti í auknum mæli til Netsins í leit að upplýsingum. „Um- fjöllun sem þessi er afskaplega góð auglýsing fyrir okkur og við vonumst með þessu að fleiri ferðamenn heimsæki Norræna húsið meðan á dvöl þeirra stendur,“ segir Ilmur. Umfjöllun Coolhunting er þegar komin á netið og má sjá hana á forsíðu vefritsins www. coolhunting.com. - sm Vefrit tímaritsins Dazed and Confused heimsækir Norræna húsið: BLAÐAMENN HEILLAST AF PRJÓNALIST Ég er frekar nýbyrjuð að hanna barnaföt. Upphaflega ætlaði ég bara að sauma nokkrar flík- ur á dóttur mína en ákvað svo að byrja að selja þetta af því mér fannst vanta öðruvísi barnaföt,“ segir Linda Ósk Guðmundsdóttir sem hannar undir heitinu Anoth- er Scorpion. Hún hannar peys- ur fyrir börn frá sex mánaða til tveggja ára en segist einnig taka við pöntunum fyrir eldri börn. Í sumar ætlar Linda Ósk að hanna kjóla og annan sumarlegri fatnað á börn. Flíkurnar fást í Coll- ective of Young Designers sem er í kjallaranum á kaffihúsi Hemma og Valda við Laugaveg. - sm Linda Ósk Guðmundsdóttir hannar peysur á börn: Ekki bleik og krúttleg Hannar barnaflíkur Linda Ósk Guðmundsdóttir hannar skemmtilegar barnapeysur undir heitinu Another Scorpion. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Íslenskur dans í Póllandi Á þriðjudaginn kemur verður verk dansarans Sigríðar Soffíu Níels- dóttur frumsýnt í Bytom í Póllandi. Verkið heitir Colorblind en það er hluti af danshöfundaskiptum milli Silesian Dance Theater í Póllandi og Íslenska dansflokksins. Sigríð- ur Soffía samdi verk fyrir Silesian Dance Theater en Jacek Luminski samdi verk fyrir Íslenska dansflokk- inn. Bæði verkin verða hins vegar frumsýnd á einu stærsta dansfesti- vali í Póllandi í næstu viku. Í verkinu dansa 6 dansarar Silesian Dance Theater en tónlist og búningar voru í höndum Jó- hanns Friðgeirs Jóhannssonar og Ingibjargar Sigurjónsdótt- ur myndlistar- manns. Frumsýnir tvö verk Þeir sem ekki komast til Pól- lands til að njóta dansdýrðar- innar þurfa ekki að örvænta því nóg verður dansað í Reykja- vík um helgina líka. Ragnheiður Bjarnason dansari sýnir tvö frum- samin dansverk á listahátíðinni Jóns- vöku sem nú stendur yfir. Fyrra verk- ið heitir Þráðarhaft og verður sýnt á morgun, laugardag, klukkan 18. Það seinna, Kyrrja, verð- ur sýnt á sunnu- daginn klukkan 14. Báðar sýning- arnar verða í Nýlistasafn- inu og það er frítt inn. Metaðsókn Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna hússins, segir gott að fá umfjöllun á vefritum sem Dazeddigi- tal og Coolhunting. helgin MÍN BJÖRN STEFÁNSSON TÓNLISTARMAÐUR Ég verð með tónleika með Stóns í Hlégarði í kvöld. Þar munum við leika öll helstu Rolling Stones-lögin. Síðan verður gufu-maraþon í Vesturbæjarlaug- inni á morgun og stefni ég á fjóra tíma án þess að koma út. Um kvöldið verður haldið upp á það með gufusoðnum laxi í selskap vel valinna manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.