Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 28
2 • Þungarokkshljómsveitirnar Dimma, Sólstafir og Swords of Chaos koma fram á Metalmess á Sódómu á morgun. Tónleikarnir hefjast að sjálfsögðu á miðnætti og aðgangseyrir er 1.200 krónur. Sólstafi þekkja allir íslenskir þungarokksunnendur en sveitin hefur verið starfandi síðan 1995 og gefið út tvær breiðskífur og fjölmargar smáskífur. Þeir ætla að nota tækifærið og hita upp fyrir tónleika sína á Hróarskeldu um næstu helgi. Hljómsveitin sendi nýlega frá sér myndband sem hefur vakið mikla athygli, en stafræn tækni er harla lítið notuð við gerð þess. Dimma var stofnuð árið 2004 og hefur einnig gefið út tvær breiðskífur og farið m.a.í tónleikaferð til Bandaríkjanna. Þetta verða einu tónleikar Dimmu á Íslandi á árinu. Swords of Chaos er svo ung harðkjarna- sveit sem er að leggja lokahönd á fyrstu breiðskífu sína sem kemur út í sumar og verður spennandi að fá að heyra lög af frumburðinum á Sódómu. POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. 4 8 9 METALMESSA Á SÓDÓMU BRJÁLÆÐI Dimma kemur fram í fyrsta og eina skipti á Sódómu annað kvöld. Sólstafir komu fram á Hróar skelduhátíðinni í júlí. Darri Ingólfsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leika í nýrri mynd sem verður frumsýnd hér á landi 7. júlí. Myndin heitir Boðberi og er Hjálmar Einarsson handritshöfundur og leikstjóri. Myndin fjallar um verka- manninn Pál, sem leikinn er af Darra. Hann hefur alla tíð haldið að hann sé bara eins og hver annar maður en allt breytist það þó þegar hann fer að upplifa vitranir um lífið eftir dauða. Páll flækist inn í fléttu valdamikilla manna og sértrúarhópa í samfélaginu sem gætu skaðað mikinn fjölda og valdið samfélagshruni. Darri er nýkominn heim frá Los Angeles til að vera viðstaddur frumsýninguna sem verður 7. júlí. „Þetta var rosa ævintýri. Það voru mikil tengsl milli allra sem komu að þessu. Tökur áttu að taka nokkrar vikur til að byrja með en svo varð þetta alltaf stærra og stærra. Ég er orðinn verulega spenntur að fá að sjá lokaútgáfuna þar sem ég hef ekki séð myndina í heild,“ segir Darri. Hjálmar Einarsson handritshöfund- ur skrifaði handritið fyrir efnahags- hrunið hér á landi. Þar af leiðandi hafa skapast mjög skemmtilegar umræður um það hvort Hjálmar búi yfir sjötta skilningarvitinu og hafi séð fyrir örlög landsins. Samfélagið sem Páll býr í og spillingin sem á sér stað hjá valdameiri mönnum má á margan hátt líkja við það sem átti sér stað áður en efnahagshrunið skall á. „Við skulum vona að þetta fari nú ekki á sama veg og gerist í handrit- inu. Það væri frekar slæmt,“ segir Darri. „En sjáum til, Jón Gnarr er orðinn borgarstjóri, þannig að Magn- ús Jónsson verður kannski næsti seðlabankastjóri.“ NÝ ÍSLENSK KVIKMYND FRUMSÝND Í JÚLÍ VITRANIR UM LÍFIÐ EFTIR DAUÐA Í BOÐBERA BOÐBERAFÓLKIÐ Darri Ingólfsson og Ísgerður Elfa. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.