Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 31
UFC Undisputed 2010 er leikur um harðhausa fyrir harðhausa, eða a.m.k. aðdáendur þeirra. Eins og nafnið gefur til kynna snýst leikurinn um heim UFC bardaga- keppninnar þar sem keppendum með mismunandi bardagastíla er att saman inni í læstu, sexhyrndu búri. Leikmenn geta stokkið í fótspor „þekktra“ bardagakappa og slegist eins og enginn sé morgundagurinn eða skapað sinn eigin slagsmálahund og byggt hann upp frá grunni. Tæknilega séð er ekkert út á leikinn að setja. Á öllum sviðum er hann betrumbæting frá UFC 2009 og í heildina mjög heil- steyptur og þéttur slagsmálaleik- ur. Sú nýbreytni að láta notendur borga sérstaklega fyrir netspil- unarhluta leiksins er hins vegar vafasöm. Gallinn við UFC er sá að leik- menn þyrftu helst að hafa ágætis þekkingu á UFC til að geta notið leiksins. Fyrir nýgræðinga er leikurinn frekar óaðgengilegur og leikurinn gerir lítið til að kveikja áhuga þeirra áhugalausu. Leikur- inn er þó líklega eins og blautur draumur fyrir aðdáendur UFC, en undirritaður er því miður ekki einn þeirra. POPPLEIKUR: UFC 2010 UNDISPUTED HNITMIÐAÐ Á HARÐKJARNANN Í Alpha Protocol fara spilarar með hlutverk njósnarans Michaels Thorton. Þegar ríkisvaldið hefur snúið baki við Thorton þarf hann að taka á stóra sínum til að koma í veg fyrir yfirvof- andi hamfarir. Líkt og með hinn nýlega Mass Effect 2 hafa spilarar fullt vald á leikmanninum sínum; hvort hann sé þaulvanur njósnari, berserk- ur eða græningi. Útkoma hvers og eins samtals í leiknum er í höndum spilarans og hann velur í hvaða tóntegund svörin eru. Þrátt fyrir valmöguleikann á því hvernig línurnar eru sagðar, eru samtölin illa skrifuð. Söguþráð- urinn sjálfur er eins og afkvæmi kvikmyndarinnar G.I. Joe sem kom út fyrir ári og Bourne-þrí- leiksins. Klunnaleg spilun og útlit leiksins fær mann til þess að halda að um hálfkláraðan leik sé að ræða. Stýringin er ólík því sem maður þekkir og hjálpar það ekki þegar leysa þarf þrautir í flýti (t.d. að hakka tölvu eða öryggiskerfi). Þeir sem vænta góðs hlutverka- leiks í bland við skotleik af Alpha Protocol þurfa því miður að leita annað. POPPLEIKUR: ALPHA PROTOCOL ALLS EKKI NÓGU GOTT BARÁTTA Gagnrýnandi fékk það á tilfinn- inguna að leikurinn væri hálfkláraður.Suðrænar freistingar Pina Colada-bragðgóða sleipiefnið frá Durex, silkimjúkt og bragðið suðrænt og seiðandi www.durex.is GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING HEITI Á TÖLVU- LEIKNUM 4/5 4/5 3/5 3/5 3/5 HARKA Heimur UFC er harður og ekki fyrir viðkvæma. GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING HEITI Á TÖLVU- LEIKNUM 2/5 2/5 2/5 3/5 4/5 • 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.