Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 34
8 • Allir hafa heyrt lagið Geðveikt fínn gaur sem var í þættinum Steindanum okkar. Færri vita að félagarnir í Stop- WaitGo sömdu og tóku lagið upp með Steinda, sem er nú orðinn popp- stjarna, þökk sé þeim. Bræðurnir Ásgeir Orri og Pálmi Ragn- ar Ásgeirssynir ásamt félaga sínum Sæþóri Kristjánssyni skipa upptöku- og lagahöfundateymið StopWaitGo. Síðustu mánuði hafa þeir skotist nokkuð hratt inn í umræðu tónlist- armanna og nú liggur fjöldi verkefna á borðunum þeirra. Ásgeir og Sæþór höfðu verið að leika sér með takta í bandi sem þeir voru í. Eftir að Pálmi bættist við hópinn fór boltinn að rúlla og þeir félagar ákváðu að taka að sér samvinnu við aðra listamenn. Ásgeir er hluti af skemmtiþætti NFVÍ 12:00 og sáu strákarnir um lögin í þeim þætti. Um það leyti sem stelpurnar í Nylon voru að leita sér að lagahöfundi heyrðu þær þessi lög fyrir tilviljun. Þær höfðu því samband við þá og í samvinnu bjuggu þau til lögin sem komu stelpum þangað sem þær eru núna. Eftir það hafa lista- menn á borð við Haffa Haff, Friðrik Dór og Steinda Jr. haft samband við þá til að fá þá í samstarf. Einnig hafa strákarnir tekið að sér lagasmíðar fyrir auglýsingar og að auki eru þeir með mörg verkefni á borðinu. „Þetta er mikil samvinna. Oftast fer þetta þannig fram að við leggjum grunntakt á borðið og listamennirnir koma með sínar hugmyndir og semja sitt lag í kringum taktinn. Síðan í samvinnu koma allir með hugmyndir hvernig megi betrumbæta og laga,“ segir Ásgeir Orri. Það þarf því að vera mikil samvinna og virðing á beggja bóga þegar kemur að samstarfinu. Verkaskiptingin innan StopWaitGo er nokkuð jöfn samkvæmt Ásgeiri. „Við Pálmi sjáum aðallega um laga- smíðina og taktagerðina á meðan Sæþór gengur frá lögunum og gerir þau að þeim lögum sem þau verða með mixi, masteringu og raddút- setningu.“ Strákarnir eru ekki neitt lærðir í þessu heldur hafa þeir bara kennt sér sjálfir. Allir spila þeir á gítar og píanó og hafa samið lög í gegnum tíðina. „Þetta þróaðist út í það að við fengum okkur tónlistarforrit vegna þess að við þoldum ekki að geta aldrei heyrt tilbúið lag þegar við vorum að semja. Það er hægt að læra allt í gegnum Netið. Síðan höfum við keypt bækur og DVD-diska til að kenna okkur,“ segir Ásgeir. STOPWAITGO: STOPWAITGO HLEYPIR OKKUR INN Í STÚDÍÓIÐ TÖLVUR FREKAR EN VINTAGE TÆKI Strákarnir í StopWaitGo segjast nota aðallega tölvur við stúdíóvinnu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI iPADINN HÆKKAÐI DOUCH-STUÐULINN 6 5 4 3 2 1 1. 27“ iMac i5 Quad-Corel/ 24“ iMac 2,8 GHz Core 2 Dou / 15“ MacBook Pro 2,66 Ghz Core 2 Dou: „Við erum þrír og eru þetta tölvurnar okkar. Nánast allt sem við gerum í stúdíóinu er gert í tölvum, nema þá raddirnar og kannski gítar. Þar af leiðandi er mikilvægt að tölvurnar séu fyrsta flokks.“ 2. Mbox2 Pro: „Við erum að nota þetta hljóðkort í augnablik- inu. Mboxið er mjög fín græja miðað við verð en við stefnum á að uppfæra hljóðkortið mjög fljótlega. Engu að síður erum við mjög ánægðir með hvað þessi litla græja gefur okkur þó góðan hljóm.“ 3. M-AUDIO KeyStudio 49i / M-AUDIO Oxygen 49: „Studíó- ið okkar er nú frekar smátt í sniðum og er þar af leiðandi ekki stútfullt af rándýrum hljóðfærum og græjum. Við látum okkur þessi tvö litlu MIDI-borð nægja og hafa þau staðið sig í stykkinu og rúmlega það.“ 4. M-AUDIO BX8a / Behringer Truth B2030A: „Mixið okkar og öll lokavinnsla fer fram í gegnum BX8a monitora en svo notum við litlu Behringer-gaurana gjarnan til samanburðar sem og bílkerfi og fleira.“ 5. Antares AVP1 Vocal Producer: „Ágætis „vocal unit“ sem upp- haflega var keypt til að nota „live“ en nú erum við byrjaðir að nota það til að taka upp. Græjan gefur röddunum ákveðinn blæ eða ákveðið „sound“ sem við fílum.“ 6. iPad 3G/Wi-Fi 64GB: „Við notum iPadinn eiginlega ekki í neitt sérstakt. Hann er bara svo kúl og eins og með allt sem Apple framleiðir, þá er bara gaman að horfa á hann því hann er svo fallegur! „Douche-stuðullinn“ okkar hækkaði um helming þegar við fengum þessa græju!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.