Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 36
10 • Red Dead Redemption er eins og hver annar sandkassaleikur þar sem notanda er gefið færi á að flakka um gríðarstórt landsvæði, leysa af hendi verkefni fyrir hina ýmsu íbúa svæðisins og dunda sér við alls kyns dægradvöl. Það sem aðskilur Red Dead frá hjörð- inni er staðsetning, eða kannski frekar tímasetning hans, en leikur- inn gerist í villta vestrinu. Snilldin við Red Dead er sú fjölbreytni sem umhverfið veitir manni. Villta vestrið er stútfullt af dýralífi, sem er ekki síður hættu- minna en fullvopnaðar mann- skepnunnar. Á tæknilegu hliðinni stígur Red Dead vart feilspor, grafík og hljóð eru með ágætum og stjórnkerfi leiksins er einfalt og þægilegt í notkun. Galli leiksins er eiginlega sá sami og kosturinn, umhverfið. Oft á tíðum þurfa menn að senda þvert yfir gríðarstórt landsvæði, þar sem nánast ekkert er að sjá nema auðn og stöku kanínur. Þetta væri svosem þolanlegt á hraðskreiðum sportbíl en á truntu verður það með tímanum leiðin- legt. Það má samt ekki líta fram- hjá því að Red Dead gerir nánast allt mjög vel og er á endanum mjög góður leikur. POPPLEIKUR: RED DEAD REDEMPTION EFTIR GRESJUNNI KEMUR MAÐUR … HETJA Red Dead er kannski ekki Lukku Láki en hann er fjári snöggur að skjóta. Brunafórnarlambið Freddy Krueger er kom- inn aftur. Það er reyndar eins og hann hafi aldrei farið því níunda myndin sem sýnir hann limlesta ungmenni er komin í bíó. Hann ásækir fólkið í draumi og takist honum að drepa það þar deyr það í raunveruleikanum. Lesendur Popps eru því hvattir til að horfa á kær- leiksbirnina áður en þeir fara að sofa svo að hann banki örugglega ekki upp á í drauma- heiminum. Mamma „Þú myndir aldrei fá hana mömmu þína til að koma með þér á þessa mynd. Hvað er eiginlega að þér? Ég er ekki heldur viss um að ég vilji að þú farir og sjáir hana því hún virðist vera hrikalega ljót. Þú kemur allavega ekki vælandi heim til mín þegar þig dreymir þetta skrímsli!“ Bíónördinn „Myndirnar um Freddy Krueger mega muna sinn fífil fegurri, enda er þetta ní- unda myndin í seríunni. Þessi fær ekki góða dóma, en fæstar svona hrollvekjur hljóta náð fyrir augum gagnrýnenda. Hún er fín skemmt- un ef maður er stilltur inn á slíka skemmtun.“ Vinurinn Gaur. Við verðum að finna einhverjar stelpur til að koma með okkur á þessa. Ég veit að þetta er ógeðslega gamalt bragð, en það hlýtur að virka enn þá. Þú lofar líka að segja þeim ekki frá því þegar við fórum að sjá Hostel. Það gerist ekki aftur. Ég lofa.“ Stelpan „Oj, þetta er örugglega ógeðsleg mynd, en mér finnst stundum gaman þegar mér bregður. Ég skal fara með þér á þessa ef ég má halda í höndina á þér og ef þú leikur þér ekki að því að bregða mér eftir myndina. Það er nóg að þurfa að horfa á þetta skrímsli.“ FRUMSÝNING: A NIGHTMARE ON ELM STREET SKUGGALEGUR Freddy Krueger væri örugglega ekki til í að skera fyrir þig brauð. Þórdís Nadía Semichat er ein af stjörnunum í heimildarmyndinni Uppistandsstelp- ur sem verður forsýnd í Háskólabíói í kvöld. Hún er í uppistandshópi Hins hússins sem heldur Reykvíkingum hlæjandi í sumar. NÝLEG, GÖMUL , GLÖTUÐ FREDDY KRUEGER ER AÐ FARA AÐ NÁ ÞÉR Sá nýlega The Hoax (2006). Skemmtileg mynd um mann sem sannfær- ir heila bókaútgáfu að gefa út ævisögu Howard Hughes viðskipta- frömuðar, án þess að hafa nokkurn tímann hitt hann eða talað við hann. Myndin er sann- söguleg. Glötuð The Tenants (2005). Bara það að sjá Snoop Dogg reyna að leika alvarlegan rithöfund verður til þess að myndin missir allan trú- verðugleika. Hún er svo léleg að hún verður fyndin. Gömul Mulholland Drive (2001). David Lynch er í miklu uppá- haldi, ef ég væri Jón Gnarr þá myndi ég setja Mulholland Drive í skylduáhorf hjá öllum. Mögnuð mynd sem ég verð að horfa reglu- lega á. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 4/5 4/5 5/5 5/5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.