Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 48
20 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Í tilefni af því að ein hjúskaparlög taka gildi á Íslandi sunnudaginn 27. júní ætla prestshjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir að bjóða upp á hjónabandsmessu í Garðakirkju á Garðaholti þá um kvöldið. „Messan mun hefjast klukkan 20 og er sameiginleg kvöldmessa Garða- og Laugarnesprestakalls og við hjónin ætlum að predika saman um gildi og gæði hjónabandsins,“ segir séra Jóna Hrönn en einnig munu hjónin Kirstín Erna Blöndal og Örn Arnarson kenna brúðkaupssálma og syngja ástarsöngva ásamt Jóhanni Baldvinssyni organista. Boðið verður upp á akstur kl. 19.30 frá Vídalínskirkju í Garðabæ og Laugar- neskirkju. „Sumarkvöldin á Garðaholtinu eru undursamlega falleg og Garðakirkja er þar í einstakri umgjörð sveitarinnar með fuglasöng og hestum í túni. Þarna mun fólki gefast tækifæri til að endur- nýja hjúskaparheitið og ganga til alt- aris. Hjónabandið er ein mikilvægasta stofnun samfélagsins og við eigum að hefja það upp til vegs og virðingar og leggja okkur fram um að rækta það,“ segir Jóna Hrönn. „Allt fólk veit að það er eitthvað varðandi hjónabandið sem er heilagt ,“ bætir Bjarni við. „Það er eitthvað djúpt og máttugt við það að vera hjón, eitt- hvað sem gerir það að verkum að einn plús einn verður meira en tveir. Þegar fimm ár eru liðin frá hjónavígslu og enginn man lengur í hvaða kirkju fólk- ið gifti sig, hvaða prestur var að þjóna eða hverjir sáu um tónlist, muna allir kirkjugestir eftir hjónavígslunni. Hvað er munað? Hjónin sjálf! Þessi flókni og margræði veruleiki sem ein hjón eru, það er það sem er munað og geymt.“ Bjarni útskýrir enn fremur hvern- ig hjónabandið er sáttmáli tveggja einstaklinga um trúfestu, ást og virð- ingu „Trúfestin er að vilja þekkja maka sinn, leyfa honum aðþekkja sig og yfirgefa ekki hvort annað í breyting- um lífsins. Ástin er að sætta sig ekki við takmarkanir heldur leita og finna hvert annað sífellt að nýju. Virðing- in er það að ástunda réttlæti og efla með sér kjark til þess að vera sannur og heill. Hjónabandið er þess vegna þroskavegur þar sem hjón vaxa saman sem manneskjur og móta heimili þar sem gott er að vaxa og dafna bæði sem barn og sem fullorðinn. Í dag vitum við að þessi djúpu gæði hjónabandsins eru ekki bundin við gagnkynhneigðina eina heldur standa þau öllu fólki opin óháð kynhneigð.“ Jóna Hrönn tekur fram að meirihluti presta fagni nýjum lögum og hægt er að fara inn á slóðina http://einhjuskapar- log.tumblr.com/ til að sjá það helgihald sem boðið er upp á í tilefni dagsins. Nú sé loksins hætt að tala um hlutina en hægt að lifa þá í samfélagi manna. „Í kærleiksríku samfélagi skapast rétt- lætið og við náum að gleðjast yfir fjöl- breytileikanum. Við viljum því hvetja alla til að taka kvöldið frá fyrir hjóna- bandið, ástina og lífið. Þau sem eru ekki í hjónabandi eru að sjálfsögðu innilega velkomin líka.“ heida@frettabladid.is HUGVEKJA UM HJÓNABANDIÐ: EIN HJÚSKAPARLÖG TAKA GILDI Sáttmáli um ást og virðingu GÆÐI HJÓNABANDS EKKI BUNDIN VIÐ GAGNKYNHNEIGÐ Prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson bjóða hjónum og hjónaleysum til kvöldmessu og fagna einum hjúskapar- lögum í Garðakirkju á sunnudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MOSAIK Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Guðrúnar Önnu Gunnarsson Hraunbæ 103, Reykjavík. Bjarni Gunnar Sveinsson Júlía Leví Magnús Þorsteinsson Kristín Sigurðardóttir Sigurður Þorsteinsson Aldís Gunnarsdóttir Herdís Þorsteinsdóttir Finnur Kristinsson Anna Hedvig Þorsteinsdóttir Gunnar Svavarsson Ásmundur Sigvaldason barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum vináttu og hlýhug við andlát og útför Sigurjóns Ólafssonar frá Hlaðhamri, sem lést þriðjudaginn 9. febrúar. Duftker með jarð- neskum leifum hans var jarðsett fimmtudaginn 17. júní í leiði foreldra hans á Prestbakka Hrútafirði. Ólafur Hjálmarsson Þorsteinn Ólafsson Kjartan Ólafsson og aðrir aðstandendur. MERKISATBURÐIR 253 Lúsíus verður páfi. 1630 Gústaf Adolf 2. stígur á land með lið sitt í Rügen til að taka þátt í Þrjátíu ára stríðinu. 1632 Fasilides gerir eþíópísku kirkjuna aftur að þjóð- kirkju. 1646 New Model Army leggur Oxford undir sig. 1667 Kristján 5. konungur Dan- merkur og Íslands kvænt- ist Charlotte Amalie af Hessen-Kassel. 1876 Orrustan við Little Big- horn. 1950 Kóreustríðið brýst út. 2009 Stöðugleikasáttmálinn undirritaður í Þjóðmenn- ingarhúsinu. YANN MARTEL ER 47 ÁRA. „Það rættist kannski ekki alveg úr lífinu eins og ég reiknaði með, en ég er þeirrar skoðunar að maður verði bara að gera gott úr hlutunum.“ Yann Martel er kanadískur rithöfundur, einna þekktastur fyrir Söguna af Pí sem aflaði honum hinna virtu Booker- bókmenntaverðlauna árið 2002. Frederik Christopher Trampe (f. 1779 – d. 1832), oft nefndur Trampe greifi, var danskur stiftamtmaður yfir Íslandi á árunum 1806-1813. Trampe hafði meðal annars gegnt stöðu í danska hernum og verið amtmaður í vesturamti áður en hann tók við embætti af Ólafi Stefánssyni aðeins 27 ára. Trampe gekk framan af vel í starfi eða þar til Jörgen Jörg- ensen, danskur ævintýramaður, tók sér völd á Íslandi þennan dag árið 1809 og lét taka Trampe og fleiri til fanga. Trampe var þar með settur af sem stiftamtmaður og Benedikt Grön- dal neyddur til að gegna embætti hans á meðan. Í stuttu máli sagt var Jörgen, eða Jörundur hundadagakon- ungur eins og hann er betur þekktur, þó ekki lengi við völd á Íslandi, eða til 22. ágúst sama ár, þegar enskur skipstjóri batt enda á stjórn hans. Eftir það tók Trampe aftur við embætti sem stiftamtmaður. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐST: 25. JÚNÍ 1809 Trampe greifi tekinn til fanga JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR RICKY GERVAIS leikari er 49 ára. GEORGE MICHAEL tónlistarmaður er 47 ára. „Þetta eru minningarbrot sem ég hef verið að safna í nokkurn tíma og fjalla öðrum þræði um glímuna við sjálfan sig,“ segir listakonan Hulda Halldór, um ljóðabók sína Karlynju sem hefur að geyma þrettan ljóð þar sem ástir og einmanaleiki eru á meðal yrkisefna. Karlynja er fyrsta ljóðabók Huldu sem hefur áður haldið nokkrar sýningar á innsetn- ingum og myndverkum, eins og hún orðar það sjálf. Á síð- asta ári sýndi hún þrettán verk í jafn mörgum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu ýmsar trúarlegar skír- skotanir. Hún kveðst lengi hafa gengið með það í mag- anum að gefa út ljóðabók. „Ég var bara að bíða eftir rétta tímanum og nú er hann runninn upp.“ Ljóðabók Huldu er fáanleg í öllum helstu bókaverslunum landsins. Brot úr tímanum NÝR VETTVANGUR Karlynja er fyrsta bók Huldu Halldór sem hefur áður haldið myndlistarsýningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.