Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 58
30 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR E-RIÐILL Danmörk - Japan 1-3 0-1 Keisuke Honda (17.), 0-2 Yasuhito Endo (30.), 1-2 Jon Dahl Tomasson, víti (81.), 1-3 Shinji Okazaki (87.). Kamerún - Holland 1-2 0-1 Robin van Persie (36.), 1-1 Samuel Eto’o (65.), 1-2 Klaas-Jan Huntelaar (83.). LOKASTAÐAN Holland 3 3 0 0 5-1 9 Japan 3 2 0 1 4-2 6 Danmörk 3 1 0 2 3-6 3 Kamerún 3 0 0 3 2-5 0 F-RIÐILL Slóvakía - Ítalía 3-2 1-0 Robert Vittek (25.), 2-0 Robert Vittek (73.), 2-1 Antonio Di Natale (81.), 3-1 Kamil Kopunek (89.), 3-2 Fabio Quagliarella (90.). Paragvæ - Nýja-Sjáland 0-0 LOKASTAÐAN Paragvæ 3 1 2 0 3-1 5 Slóvakía 3 1 1 1 4-5 4 Nýja-Sjáland 3 0 3 0 2-2 3 Ítalía 3 0 2 1 4-5 2 16 LIÐA ÚRSLIT Úrúgvæ - S-Kórea á morgun kl. 14.00 Bandaríkin - Gana á morgun kl. 18.30 Þýskaland - England sunnudag kl. 14.00 Argentína - Mexíkó sunnudag kl. 18.30 Holland - Slóvakía mánudag kl. 14.00 Paragvæ - Japan þriðjudag kl. 14.00 LEIKIR DAGSINS G-riðill: Portúgal - Brasilía kl. 14.00 G-riðill: N-Kórea - Fílabeinsströndin kl. 14.00 H-riðill: Chile - Spánn kl. 18.30 H-riðill: Sviss - Hondúras kl. 18.30 ÚRSLIT Allir helstu HM leikirnir í beinni á karoeke sportbar Frakkastíg 8. Skemmtilegar uppákomur á milli leikja og Stór á 450 kr. Egils gull og Kareoke sportbar - alvöru HM stemmning ! Egils Gull og Kareoke Sportbar kynna: FÓTBOLTI Liðin sem léku til úrslita á heimsmeistarakeppninni í Þýska- landi fyrir fjórum árum eru bæði fallin úr leik á HM í Suður-Afríku. Heimsmeistararnir, Ítalía, töpuðu í gær fyrir Slóvakíu, 3-2, og urðu þar með í neðsta sæti F-riðils. Eins fór fyrir Frökkum, hinu lið- inu í áðurnefndum úrslitaleik, sem urðu í neðsta sæti í A-riðli eftir tap fyrir Suður-Afríku í lokaumferð riðlakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni að liðin sem léku til úrslita í síð- ustu keppni komast ekki áfram úr riðlakeppninni í þeirri næstu. Með sigrinum tryggðu Slóvakar sér sæti í 16 liða úrslitum ásamt Paragvæ sem nægði marka- laust jafntefli gegn Nýja- Sjálandi til að tryggja sér sigur í riðlinum. Sá leikur var heldur tilþrifalítill en Nýsjá- lendingar geta borið höfuðið hátt þar sem lið þeirra tapaði ekki leik í Suður-Afríku. Því bjuggust fáir við fyrirfram. Ítölum hefði dugað jafntefli í gær til að komast áfram. Það var því mikið áfall fyrir þá að lenda 2-0 undir gegn Slóvökum með tveimur mörkum frá Robert Vittek. Antonio Di Natale náði að minnka mun- inn fyrir Ítali þegar um tíu mínútur voru til leiksloka en þá hóf- ust einhverjar æsileg- ustu lokamínúturnar í keppninni til þessa. Varamaðurinn Kamil Kopunek kom svo Sló- vökum aftur í tveggja marka forystu með sinni fyrstu snertingu í leikn- um áður en Fabio Quag- liarella minnkaði aftur muninn í lok venjulegs leiktíma. Ítalir fengu tækifæri til að skora jöfnunarmarkið í uppbótartíman- um en allt kom fyrir ekki. Slóvakar fögnuðu af mikilli innlifun í leikslok enda voru þeir í neðsta sæti riðilsins þegar leikurinn hófst með aðeins eitt stig. Nú er fram undan hjá þeim leikur í 16 liða úrslitunum. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá þeim ítölsku. Quagliarella hágrét á vellinum og þjálfarinn Marcello Lippi struns- aði beint inn í búningsklefa án þess að þakka kollega sínum í liði Slóvakíu fyrir leikinn. Hann stýrði Ítölum til heimsmeistaratitilsins fyrir fjórum árum og tók nú sökina á sig. „Ég tek alla ábyrgð á því sem gerðist ,“ sagði Lippi. „Ef leikmenn mæta skelfingu lostnir í hjarta sínu, hausum og fótleggjum í jafn mikilvægan leik og þennan þýðir það að þjálfarinn sinnti ekki skyld- um sínum,“ bætti hann við. „Ég átti von á öllu öðru en þeirri frammistöðu sem leik- menn sýndu í fyrri hálf- leik, hvað þá þeim síðari. Mér finnst leiðinlegt að þetta hafi endað svona. Ég átti ekki von á þessu. Ég óska eft- irmanni mínum alls hins besta og þakka fyrir þessi fjögur ár mín með liðinu. Sum voru frábær og önnur ekki.“ eirikur@frettabladid.is Ítalirnir skelfingu lostnir Heimsmeistarar Ítalíu fylgdu í fótspor Frakka og féllu úr leik á HM með skömm eftir 3-2 tap fyrir Slóvakíu í gær. „Leikmenn voru skelfingu lostnir,“ sagði þjálf- arinn Marcello Lippi eftir leikinn en það gæti átt við um landsmenn hans alla. FYRIRLIÐINN Fabio Cannovaro lyfti HM-styttunni frægu fyrir fjórum árum en í gær greip hann sársvekktur um andlitið. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Danir eru úr leik á HM í Suður-Afríku eftir að hafa verið yfirspilaðir af frískum Japönum í gær. Japan vann leikinn örugg- lega, 3-1, og fylgja Hollendingum í 16 liða úrslitin. Holland vann 2- 1 sigur á Kamerún á sama tíma og tryggði sér efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga. Holland og Argentína eru nú einu liðin sem hlutu fullt hús stiga í riðlakeppninni en Bras- ilía og Chile geta fylgt í fótspor þeirra í dag þegar síðustu tveir riðlarnir klárast. 16 liða úrslitin hefjast svo á morgun. Japanir voru mun ákveðnari aðilinn í leik liðanna í gær og áttu sigurinn skilið. Tvö fyrstu mörk- in komu úr aukaspyrnum áður en Jon Dahl Tomasson minnk- aði muninn með sínu 52. lands- liðsmarki skömmu fyrir leiks- lok. Það dugði þó ekki til þar sem Japanir bættu við þriðja markinu skömmu fyrir leisklok. Holland fer fullt sjálfstrausts inn í útsláttarkeppnina þar sem liðið vann alla sína leiki í riðlin- um. Arjen Robben kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik á mótinu í gær. - esá Holland og Japan áfram upp úr E-riðli: Danirnir slegnir í rot JAPANSKUR FÖGNUÐUR Leikmenn Japans fagna en Daniel Agger stendur niður- lútur álengdar. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.