Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 62
34 25. júní 2010 FÖSTUDAGUR „Ég var að fá flugmiðann í hend- urnar og fer til Kanada 24. júlí,“ segir Athena Ragna, starfsmaður Tals í Kringlunni og fyrirsæta í hjáverkum, sem hefur fengið hlut- verk í kvikmyndinni Keyhole eftir kanadíska leikstjórann Guy Madd- in. Með aðalhlutverk í myndinni fara leikararnir Isabella Rossell- ini og Jason Patric og hefjast tökur í Kanada í júlí. Athena er nýútskrifuð frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands og fyrir utan eitt barnaleikrit í sex ára bekk, hefur hún lítið sem ekkert leikið áður. „Ég hef aðeins verið að sitja fyrir á ljósmyndum og Guy Maddin, leikstjóri myndar- innar, hafði samband gegnum sam- skiptavefinn Facebook. Hann sagð- ist hafa séð eina mynd af mér fyrir tveimur árum og leitaði mig uppi. Hann vill meina að ég sé fullkomin í eitt hlutverk myndarinnar.“ Athena var mjög efins í fyrstu og hélt að þetta væri eitthvert rugl en eftir að fleiri aðilar í kringum myndina höfðu samband við hana ákvað hún að skoða málin betur. Hún býst við að fá handritið í hend- urnar í vikunni og getur lítið sagt um sitt framlag til myndarinnar fyrr en hún er búin að lesa það. „Ég held að þetta sé bara eitthvert lítið hlutverk en ég verð í tökum í rúma viku.“ Myndin heitir Keyhole og er söguþráðurinn byggður á Hóm- erskviðunum. Guy Maddin er kan- adískur leikstjóri með mörg kvik- myndaverkefni á ferilskránni. Fegurðardísin Isabella Rossell- ini skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún lék í kvikmyndum leikstjórans Davids Lynch, Blue Velvet og Wild at Heart, og er í dag þekkt nafn í kvikmyndaheim- inum. Jason Patric er þekktur út sjónvarpsþættinum Entourage, kvikmyndinni My sister´s keeper og nú síðast má sjá hann í bíóhús- usm borgarinnar í myndinni The Losers. Einnig er leikarinn Kevin McDonald orðaður við hlutverk í myndinni en hann er þekktur frá sjónvarpsþáttum eins og Fri- ends, Seinfeld og Ellen. Áætluð er að Keyhole verði frumsýnd árið 2011. „Þessi mynd er ekki með mikið fjármagn og leikstjórinn er að borga úr sínum eigin vasa til að fá mig út. Það er því eins gott að ég standi mig og verði ekki send heim því ég kann ekki að leika,“ segir Athena hlæjandi að lokum. alfrun@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. skrambi, 6. hróp, 8. óhróður, 9. samræði, 11. í röð, 12. uppskafn- ingsháttur, 14. ljúka, 16. guð, 17. sérstaklega, 18. slöngu, 20. tveir eins, 21. tala. LÓÐRÉTT 1. mats, 3. ónefndur, 4. fax, 5. starf, 7. ræflarokkari, 10. eldsneyti, 13. hólf, 15. illgresi, 16. skarð, 19. 2000. LAUSN LÁRÉTT: 2. ansi, 6. óp, 8. níð, 9. mök, 11. mn, 12. snobb, 14. klára, 16. ra, 17. sér, 18. orm, 20. ff, 21. fimm. LÓÐRÉTT: 1. dóms, 3. nn, 4. símbréf, 5. iðn, 7. pönkari, 10. kol, 13. bás, 15. arfi, 16. rof, 19. mm. Damien Rice er á leiðinni til lands- ins enn á ný. Hann kemur fram á tónleikunum á vegum Inspired by Iceland-verkefnisins í Hamra- görðum undir Eyjafjöllum 1. júlí. Damien ætlaði í fyrstu aðeins að koma fram á tónleikunum á mynd- bandi, eins og nokkrir listamenn, en ákvað á síðustu stundu að slá til og mæta í eigin persónu. Rice kom síðast til lands- ins seint á síðasta ári þegar hann tók upp tónleika í hljóðverinu Sundlaugin ásamt því að bregða á leik með leikskólabörnum í Reykjavík ... Hafdís Huld hefur einnig bæst í hópinn sem kemur fram á tónleik- unum, en fyrir voru listamenn á borð við Lay Low, Diktu og Amiinu. Þá kemur gítarleikarinn Pétur Hall- grímsson fram undir nafninu Pond- us. Pétur tók nýverið upp dúett með Shirley Manson úr hljóm- sveitinni Garbage sem naut mikilla vinsælda á seinni hluta tíunda áratugarins. Hljómsveitin kom til landsins árið 1999 og hélt tónleika á þaki Faxaskála. Hann hefur nú verið rifinn, en kaldhæðni örlaganna hagar því þannig að tónlistarhúsið Harpa rís á rústunum ... Shirley er ekki væntanleg til lands- ins til að syngja lagið með Pétri, en í stað hennar mætir argentínska þokkadísin Mia Maestro. Mia þessi er stórvinkona Sölmu Hayek, sem er, að öðrum konum ólöstuð- um, útlits- og líkamlegt þrekvirki. Mia hefur komið víða við og leikið í Alias-þáttunum sem Íslendingar þekkja af RÚV ásamt því hafa leikið í fjölmörgum kvikmyndum og talað inn á þátt af Family Guy. Hún er einnig gallharð- ur stuðningsmaður argentínska lands- liðsins og miðað við ástríðu Miu fyrir fót- boltanum skulum við vona að Maradona og félagar í Argentínu verði komnir í átta liða úrslit þegar hún mætir til landsins. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI milljónir manna nota Facebook að staðaldri. Helmingur þeirra heimsækir síðuna daglega. HEIMILD: FACEBOOK.COM 400 GOTT Á GRILLIÐ „Mér finnst afskaplega gott að grilla kryddleginn fisk og eru lúða, hlýri og langa í miklu uppáhaldi. Með fiskinum hef ég grillaðar paprikur, lauk og kartöflur ásamt fersku salati og heimatilbúinni jógúrtsósu.“ Katla Ásgeirsdóttir grillari. Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Haf- dís Björnsdóttir ákváðu í desember að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svif- vængjaflug og munu ferðast um heiminn næstu tvö árin og stunda íþróttina. Þær settu einnig á lagg- irnar verkefni sem kallast The Fly- ing Effect í samstarfi við UNIFEM á Íslandi og er verkefninu ætlað að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. „Við byrjuðum ferðalagið í Nepal sem var yndislegt fyrir utan maga- pestina sem ég held að allir fá þegar þeir koma til landsins. Því næst tókum við strætó yfir til Indlands og dvöldum þar í tvo mánuði,“ segir Ása Rán. Stúlkurnar lentu tvisvar í óprúttnum aðilum á leið sinni til Indlands, en Ása Rán segir þó flesta Indverjar vera gott fólk og gestris- ið. „Við vorum rændar á fyrsta degi í Indlandi, eiginlega um leið og við komum yfir landamærin. Þá komu tveir menn inn í vagninn og hræddu okkur upp úr skónum, tóku af okkur lestarmiðana okkar og fengu okkur svo til að kaupa þá aftur. Stuttu síðar gerðist þetta aftur þannig að við enduðum á því að þríkaupa lestarmiðana okkar. Þegar við svo komum loks á lestarstöðina þá var búið að aflýsa ferðinni.“ Ása Rán og Aníta ferðuðust því næst til Taílands og Malasíu en ferðalaginu lauk í Frakklandi. Ása hyggst dvelja hér á landi fram á haust þegar ferðalaginu verður haldið áfram og þá um Suður-Amer- íku. Innt eftir því hvort hún þreytist ekki á því að stunda svifvængjaflug eins mikið og hún gerir svarar hún því neitandi. „Þetta er alltaf jafn gaman. En það koma dagar þar sem ég er hræddari en venjulega því, ótrúlegt en satt, þá er ég mjög loft- hrædd og áður en ég byrjaði á þessu gat ég ekki einu sinni staðið uppi á stól,“ segir Ása Rán að lokum. Www.theflying effect.wordpress. com er vefsíða stelpnanna. -sm Rændar tvisvar sama daginn GÓÐIR FERÐAFÉLAGAR Ása Rán ásamt ferðafélaga sínum, Anítu Hafdísi Björns- dóttur. Þær seldu eigur sínar og hyggjast ferðast um heiminn næstu tvö árin. Á myndinni eru stúlkurnar ferðbúnar á vespum á Balí í Indónesíu. ATHENA RAGNA: LEIKSTJÓRINN HAFÐI SAMBAND Á FACEBOOK Leikur í sinni fyrstu mynd með Isabellu Rossellini „Við skiljum ekki af hverju við erum ekki löngu búnir að vinna saman áður, enda búnir að vera félagar í mörg ár,“ segir Jón Atli Helgason, plötu- snúður með meiru, um nýja hljómsveit hans og Gísla Galdurs Þorgeirsonar, HumanWoman. Þeir hafa báðir staðið við plötusnúðaborðið á mörgum af helstu skemmtistöðum borgarinnar og eru þekktir undir nöfnunum Sexy Lazer og Dj. Magic. „Við byrj- uðum með HumanWoman sem svona remix verk- efni. Við endurhljóðblönduðum til dæmis lagið Thin Ice með GusGus sem heppnaðist mjög vel,“ segir Jón Atli en vegna velgengi samstarfsins ákváðu þeir að stofna hljómsveitina. Gísli og Jón Atli skiptast á um að syngja og leika á hin ýmsu hljóðfæri. Félagarnir hafa eytt síðustu mánuðum í stúdíói og lýsa tónlist sinni sem poppi med „goth-glam“ ívafi. Fyrsta lag sveitarinnar fór í spilun fyrr í vikunni en það ber nafnið Delusional og mun eflaust heyrast á nokkrum dansgólfum um helgina. „Núna erum við að leggja lokahönd á plötuna sem mun koma út með haustinu. Þá verða tónleikar og tilheyrandi húllum- hæ,“ segir Jón Atli að lokum. Plötusnúðar snúa bökum saman HUMANWOMAN Tveir helstu plötusnúðar Íslands hafa leitt saman hesta sína og stofnað hljómsveit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR ATHENA RAGNA JÚLÍUSDÓTTIR Fékk kvikmyndahlutverk gegnum í Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.