Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 12
12 26. júní 2010 LAUGARDAGUR MEÐ KÓNGULÓ Í ANDLITI Melissa Koopman reynir að láta sér vel lynda þótt tarantúla skríði á andliti hennar á lesfundi í kirkju í Carlyle í Illinois í Bandaríkjunum, þar sem boðið var upp á þessa einstæðu upplifun. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUMÁL Talsvert meiri umferð var til og frá Akureyri í síðustu viku en á sama tíma í fyrra. Vegagerðin tók saman umferðartölur vegna Bíladaga sem haldnir voru um liðna helgi. 17. júní var einnig í tölunum, en talsvert margir koma einnig í bæinn í kringum hann, meðal ann- ars vegna útskriftar Menntaskól- ans á Akureyri. Umferðin í vik- unni jókst um 8,5 prósent miðað við sömu viku í fyrra. Rúmlega 15 þúsund bílar fóru til og frá bænum í vikunni. - þeb Bílatalning Vegagerðarinnar: Meiri umferð vegna Bíladaga HVALVEIÐAR Frumbyggjar á Græn- landi hafa fengið heimild til að veiða fleiri hvali. Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hófst síðasta mánudag í Marokkó, var samþykkt tillaga frá Danmörku, fyrir Grænlands hönd, um árleg- an kvóta upp á níu hnúfubaka, sem kemur til viðbótar við núver- andi frumbyggjaveiðar þeirra. Ársfundinum lauk í gær án niðurstöðu um málamiðlunartillögu for- manns og varaformanns ráðsins, sem fyrirfram voru bundnar miklar vonir við að myndi sætta þau ríki ráðsins sem stunda hvalveiðar og hin sem eru andvíg hvalveið- um. „Það verður gert árshlé á sáttaumleitunum í ráð- inu. Þeim verður haldið áfram á næsta ársfundi,“ segir Tómas H. Heið- ar, aðalfulltrúi Íslands í ráðinu. „Staða okkar er í sjálfu sér óbreytt.“ Árni Finnsson, formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir hins vegar að jafn- vel þótt málamiðlunartillagan hafi ekki náð fram að ganga hafi „hval- veiðistefna Jóns Bjarnasonar og hagsmunir Kristjáns Loftssonar engu að síður beðið hnekki vegna þess að Japan var reiðubúið til að samþykkja ákvæði þess efnis að hvalveiðar yrðu eingöngu til inn- anlandsneyslu.“ Tómas segir þetta samt ekki rétt. Hann hafi fengið staðfest- ingu á því að Japanar myndu ekki fallast á nokkra takmörkun á við- skiptum með hvalaafurðir á fundi, sem hann og aðalfulltrúi Noregs í ráðinu, áttu með aðstoðarsjávarút- vegsráðherra Japans. Ísland og Noregur voru and- víg þessu ákvæði, sem var innan sviga í málamiðlunartillögu for- mannanna og hefði gert Íslending- um ókleift að selja hvalaafurðir til annarra landa. Þetta ákvæði kom hins vegar aldrei til umræðu á fundinum vegna and- stöðu Ástralíu, Suður- Ameríkulanda og sumra Evrópusambandsríkja við að heimila takmark- aðar veiðar samkvæmt árlegum kvóta frá ráð- inu, meðal annars á griðasvæði í Suðurhöf- um þar sem Japanar hafa stundað vísinda- veiðar. Tómas segir hins vegar að Grænlending- ar hafi unnið stærsta sigurinn á ársfundin- um þegar viðbótarkvóti þeirra var samþykktur. „Grænland var búið að gefa til kynna að það myndi íhuga mjög alvarlega að segja sig úr ráðinu ef þessi tillaga yrði felld. Ég held að það hafi haft mjög mikið að segja um að ríkin ákváðu að krefjast ekki atkvæða- greiðslu,“ segir Tómas, enda hafi ráðið í reynd enga stjórn lengur á neinum hvalveiðum öðrum en veiðum frumbyggja. Það hefði því veikt ráðið enn frekar ef Græn- lendingar hefðu sagt sig úr því. Á fundinum fengu Bandaríkja- menn hins vegar ekki framgengt tillögu um framhald á frum- byggjakvóta sínum eftir árið 2012, þótt þeir hafi lagt mikla áherslu á það. gudsteinn@frettabladid.is Mega veiða fleiri hvali Sáttaumleitunum á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins var frestað um ár. Grænlendingar fengu sam- þykktan viðbótarkvóta fyrir frumbyggjaveiðar. HVALASTRÍÐ Í SUÐURHÖFUM Ágreiningur varð á ársfundinum um veiðar Japana á stóru griðasvæði í Suðurhöfum, sem andstæðingar hvalveiða hafa lengi barist gegn. Á myndinni er skipst á sendingum milli skips Sea Shepherd-samtakanna og japansks hvalveiðiskips. NORCIPHOTOS/AFP Allt sem þú þarft… Auglýsingasími LONDON, AP Leynilegur samning- ur sem gerður var í upphafi kalda stríðsins um samstarf leyniþjón- ustu Bandaríkjanna og Bretlands var opinberaður í gær. Samningurinn var gerður árið 1946 og skyldaði ríkin til þess að deila nær öllum mögulegum upp- lýsingum sem leyniþjónusta þeirra varð sér úti um. Auk þess skyldi hvorugt ríkið njósna um hitt. Kan- ada, Ástralía og Nýja-Sjáland skrif- uðu seinna undir sambærilega samninga við ríkin tvö. Grundvöllur samningsins var áheit um að hver samningsaðili skyldi deila með hinum öllum sínum upplýsingum án beiðni. Það skyldi vera venjuleg vinnuregla og upp- lýsingarnar settar upp eins og beðið væri um. Upphaflega var samning- urinn hugsaður sem rammi utan um það samstarf sem orðið hafði til milli Bandaríkjanna og Bretlands í þessum efnum í seinni heimsstyrj- öldinni. Bæði Bandaríkin og Bretland samþykktu að upplýsa þriðja aðila aldrei um tilvist samningsins en þrátt fyrir það fóru snemma af stað sögur um tilvist hans. Leyniþjónusta Bretlands viðurkenndi árið 2006 að tilvist slíks samnings og var hann svo loks opinberaður í gær. - mþl Bretar og Bandaríkjamenn gerðu samning um samstarf leyniþjónustu: Leyniskjöl opinberuð eftir 64 ár HARRY S. TRUMAN Samningurinn var gerður í forsetatíð Harry S. Truman, forseta Bandaríkjanna. Ég held að það hafi haft mjög mikið að segja um að ríkin ákváðu að krefjast ekki atkvæða- greiðslu. TÓMAS H. HEIÐAR AÐALFULLTRÚI ÍSLANDS Í ALÞJÓÐA- HVALVEIÐIRÁÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.