Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 18
18 26. júní 2010 LAUGARDAGUR Síðastliðið sumar samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Það var söguleg og lýð- ræðisleg ákvörðun. Á þjóðhátíð- ardegi okkar 17. júní síðastliðinn samþykkti síðan leiðtogaráð Evr- ópusambandsins að hefja viðræð- ur við Ísland um aðild að sam- bandinu. Góð sátt hefur tekist um skipan samninganefndar Íslands þar sem hver og einn er valinn á grund- velli verðleika og einskis annars. Með henni starfa 10 samninga- hópar sem í eiga sæti margvísleg- ir sérfræðingar og fulltrúar hags- munahópa. Aðalsamningamaður okkar Stefán Haukur Jóhannes- son sendiherra, sem leiðir samn- ingavinnuna, er einn af okkar færustu og reyndustu samninga- mönnum og eftirsóttur sem slíkur á alþjóðavettvangi. Vissulega eru skiptar skoðan- ir um það hvort Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusamband- inu. Sitt sýnist hverjum – og það er eðlilegt. Það er bæði lýðræð- islegt og heilbrigt að við Íslend- ingar tökumst á um þetta mál og skiptumst á skoðunum um kosti og galla aðildar. Hvar á Ísland heima? Evrópusambandið er engin töfra- lausn. Enginn heldur því fram. Þá er Evrópusambandið síður en svo fullkomið fyrirbæri, frekar en önnur mannanna verk. Málið snýst heldur ekki um það, held- ur hitt; hvort þjónar hagsmunum Íslands betur að standa innan eða utan Evrópusambandsins. Vega kostirnir þyngra en gallarnir? Niðurstaða Alþingis er að besta leiðin – og sennilega eina leiðin – til að fá úr því skorið á vitrænan hátt sé að fara í aðildarviðræður, semja um aðildarskilmála og gefa þjóðinni færi á að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli þess. Við þurfum að fara kerfisbundið og vandlega í gegnum málaflokk- ana – sjávarútvegsmál, landbún- að, byggðamál, gjaldmiðilsmál, efnahagsmál og utanríkismál, svo helstu mál séu nefnd – og vega og meta kosti og galla út frá stað- reyndum, ekki getgátum. Þetta er vandasamt verk og vörumst að fara ofan í skotgraf- ir. Slíkt hefur ekki reynst happa- drjúgt hingað til, – og er engri þjóð til sóma. Við þurfum ekki upphrópanir eða áróður, heldur réttar upplýsingar og málefnalega umræðu um það hvað Íslandi er fyrir bestu. Um það hljótum við öll að geta sameinast. Evrópusambandsaðild snýst ekki bara um einstakar atvinnu- greinar, hún snýst líka um grund- vallarspurningar. Evrópumálin snúast um hvar Ísland á heima í veröldinni, hvernig samfélagi við viljum tilheyra og hvaða framtíð við viljum búa börnunum okkar. Þau eru líka grundvallarþáttur í endurreisninni. Hvernig getum við tryggt langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og traustari umgjörð um atvinnulífið? Hvern- ig getum við rofið vítahring verð- bólgu, vaxta og verðtryggingar sem þekkist hvergi annars stað- ar í Evrópu? Evrópusambandsaðild og full- veldið Evrópusambandsaðild snýst síðast en ekki síst um fullveldi Íslands. Spurningin er: Hvort tryggjum við fullveldi Íslands betur innan eða utan Evrópusam- bandsins? Svar mitt er þetta: Ég tel að fullveldi Íslands sé betur tryggt með þátttöku í samstarfi annarra sjálfstæðra og fullvalda ríkja innan vébanda Evrópusambands- ins, heldur en utan þess. Ég tel að við Íslendingar getum haft meiri áhrif á eigin mál með því að sitja við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar, heldur en að húka frammi á gangi. Þetta er einnig niðurstaða ríkj- anna í kringum okkur, – sem við berum okkur saman við. Eng- inn mundi t.d. telja að Danmörk, Írland, Eistland eða Malta hefðu glatað fullveldi sínu við aðild að ESB. Þvert á móti telja þessi ríki að fullveldi þeirra hafi styrkst. En vissulega þurfum við Íslendingar að halda vel á spil- unum ef til aðildar kemur – það þarf að gera í öllu alþjóðasam- starfi ef árangur á að nást. Við munum hafa hlutfallslega fá atkvæði í stofnunum sambands- ins en höfum um leið í huga að önnur smærri ríki í Evrópu virð- ast ekki telja það til trafala. Gleymum heldur ekki að í ýmsum málum innan ESB er krafist sam- hljóða ákvarðana, og þar hafa smærri ríki jafnmikið vægi og hin stærri. Mestu skiptir þó þegar þetta er skoðað að í yfirgnæfandi meiri- hluta mála næst samstaða milli allra ríkja um sameiginlegar ákvarðanir. Evrópusamvinnan er nefnilega í eðli sínu ákveð- in málamiðlun sem miðar að því að tryggja hagsmuni allra, ekki bara hinna stóru og sterku. Það er styrkur Evrópusamvinnunnar og við eigum að ganga óhrædd til móts við hana. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Sá sem er einn á báti og óttast samstarf er máttlítill. Sá sem leit- ar eftir samvinnu við aðra stend- ur sterkari eftir og getur feng- ið miklu áorkað. Það er reynsla okkar Íslendinga hvort sem litið er til norrænnar samvinnu, aðild- arinnar að Atlantshafsbandalag- inu, Sameinuðu þjóðunum, EFTA eða EES. Aðild að Evrópusam- bandinu er í mínum huga rökrétt framhald. Enginn mundi telja að t.d. Danmörk, Írland, Eistland eða Malta hefðu glatað fullveldi sínu við aðild að ESB. Þvert á móti telja þessi ríki að fullveldi þeirra hafi styrkst. Fullveldið tryggt í ESB AF NETINU Óvænt hneykslun á boðs- ferðum „Áratugum saman fjölmenntu hægri sinnaðir þing- menn, blaðamenn og álitsgjafar í boðsferðir á vegum Atlantshafsbandalagsins. Aðallega til Bruxelles, en einnig til Norfolk og fleiri merkilegra staða. Aldrei man ég eftir, að þeir kvörtuðu yfir ferðunum og lúxus þeirra. Þeir ganga hins vegar af göflunum, þegar Evrópusambandið býður til slíkrar ferðar til Bruxelles. Þeim finnst hneykslanlegt, að sambandið geri vel við nokkra stuðningsmenn sína. Vonandi hafa boðsmenn EBE ekki rekizt á boðsmenn NATO í borginni. Þeir hefðu kannski farið að metast um, hvaða hótel og matarhús í borginni séu fínni en önnur.“ jonas.is Jónas Kristjánsson Stundum minn maður Ég hef ótrúlega blendnar tilfinningar til Össurs sem stjórnmálamanns. Finnst hann stundum góður, stund- um (aðeins oftar kannski) óþolandi froðusnakkur. Eiginlega eru tilfinningar mínar gagnvart honum á pari við þá hlið sem hann birtir hverju sinni. Núna hins vegar, þakka ég fyrir hvatvísi karlsins. blog.eyjan.is/jenny Jenný Anna Baldursdóttir Evrópumál Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis BRÉF TIL BLAÐSINS Naflastrengurinn Í hinu pólitíska umhverfi Bandaríkjanna er vanalegt að fyrrum varðhundar auðugra sérhagsmunaaðila á borð við banka og fjárfesta verði ráðherrar. Tveir síðustu fjármála- ráðherrar Bandaríkjanna komu báðir úr risa bönkum og samanlagt hafa þeir styrkt risa bankana um yfir billjón dollara („trillion dollars“ á ensku). Í fyrra varð fyrrum varðhundur auðugra sérhagsmunaaðila að viðskiptaráðherra. Gylfi Magnússon var í stjórn Samtaka Fjárfesta á árunum 2001-2007, rétt áður en hann sett- ist í stól viðskiptaráðherra. Ætli að hann hafi klippt á naflastrenginn við sérhagsmuni fjárfesta þegar hann tók að sér að verja hagsmuni almennings? Á heimasíðu Samtaka Fjárfesta segir: „[...] hefur félagið þann tilgang að gæta hags- muna fjárfesta gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa og fjölmiðlum og öðrum þeim sem áhrif geta haft á hag fjárfesta.“ Gylfi var í stjórn þessa félags á sama tíma og hann átti að gæta hagsmuna almennings sem formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins 2005-2009. Hagsmunir fjárfesta og markmið Samkeppniseftirlitsins við að verja almannahag fara ekki alltaf saman. Nú í dag þegar Gylfi á að vera að gæta hagsmuna almennings er manni spurn hvað Gylfi gerir þegar hagsmunir almennings og hagsmunir fjárfesta fara ekki saman? Jón Þór Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.