Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 20
20 26. júní 2010 LAUGARDAGUR Á stofuborðið hefur Njörður P. Njarðvík raðað á fjórða tug bóka sem allar fjalla um Jesúm Krist með einum eða öðrum hætti. Hann vill gefa blaðamanni nasasjón af því efni sem hann hefur grúskað í í gegnum árin til að öðlast innsýn og skilning á lífi og boðskap Jesú frá Nasaret. Sú vinna hefur borið ávöxt í nýju smásagnasafni sem nefn- ist Hver ert þú? Þar eru þekktar frásagn- ir af Jesú færðar í nýjan búning og sagð- ar frá sjónarhorni þeirra sem urðu á vegi frelsarans. „Á ákveðnu stigi fór ég að velta þessum manni og kenningum hans mikið fyrir mér,“ segir Njörður. „Ég byrjaði á því að reyna að átta mig á því hvað hann hafði sagt um ákveðin fyrirbæri, fyrirgefninguna, guðs- ríki og fleira. Þá fletti ég Nýja testament- inu fram og aftur og í framhaldinu tók ég þetta saman í uppflettiritið Orð Krists, sem kom út 1995. Mér er minnisstætt að prestur einn sagði þá við mig: Af hverju ert þú að þessu, hvað kemur þér þetta við? Ég svar- aði því til að ég hefði ekki gert mér grein fyrir því að Jesús væri einkaeign presta.“ Ári síðar efndi Kjalarnesprófastsdæmi til héraðsfundar og bað nokkra listamenn úr ólíkum greinum að vinna út frá sömu ritningargrein. Njörður var þá beðinn um að skrifa sögu úr öðrum kafla Markúsar- guðspjalls og skrifaði þá fyrstu söguna í smásagnasafninu. „Það varð ekkert meira úr því í bili,“ segir hann „en síðan fór að hvarfla að mér að skrifa nokkrar sögur á svipaðan hátt, það er að segja sögur í fyrstu persónu, sem fjalla um fólk sem hitti Jesú án þess að vita nokkuð um hann. Þegar þú lest Nýja testa- mentið veistu hvernig fór. Guðspjallamenn- irnir túlka atburði og þeir skálda. Það er margt í Nýja testamentinu sem á sér enga stoð. En það veit enginn hver Jesús var. Ég veit það ekki þú veist það ekki– enginn veit það. Þess vegna segir spyr allt þetta fólk hann í sögunum: Hver ert þú? Ég er þá að spyrja sjálfan mig um leið: Hver var hann? Í raun og veru finnst mér við enn standa dálítið ráðvillt frammi fyrir boð- skap hans.“ Endurspegla áherslur Jesú Njörður kveðst með þessu ekki vera að bregða sér í hlutverk guðspjallamanns. „Alls ekki. Þetta er vandmeðfarið þegar Jesús talar. Jesús skrifaði ekki neitt og við höfum engin orð beint frá honum sjálfum. Öll trúarbrögð byggjast á frásögn. Frásögn verður til eftir á og öll frásögn er ófullkom- in og speglar ekki nema hluta af því sem gerist. En þegar Jesús talar nota ég heim- ildir sem eru til í að minnsta kosti 95 pró- sentum tilvika. Ég nota ekki bara rit Nýja testamentisins í Biblíunni, það eru til fleiri textar, til dæmis Tómasarguðspjall og fleiri brot sem hafa varðveist og fundist. Ef við erum að rannsaka ákveðið fyrir- bæri og nýjar heimildir finnast þá bætum við þeim við, ekki satt? Kirkjan gerir þetta ekki. Hún tekur ekki nýjar heimildir inn í Nýja testamentið. Það er búið að ákveða í eitt skipti fyrir öll hvað má vera í Nýja testamentinu og hvað ekki. Í þessu felst ákveðin stöðnun. Þess vegna nota ég önnur rit sem eru ekki viðurkennd í þessum kan- ónísku ritum, sem svo eru kölluð. Mér þykir margt í þeim ritum mjög merkilegt og það sem Jesús segir í bók minni er einhvers konar viðleitni af minni hálfu til að endur- spegla það sem hann lagði áherslu á.“ Skáldskapurinn í Nýja testamentinu Njörður gefur lítið fyrir hvort hann sé með þessu í eins konar guðfræðilegu and- ófi. „Ég er ekki guðfræðingur og Jesús frá Nasaret var ekki guðfræðingur. Við vitum ekki hvort hann var læs og skrifandi. Við vitum svo lítið um Jesú. Í nýju Biblíunni er Markúsarguðspjall 26 blaðsíður. Það er ekki mikið um einn mann. Ég er ekki kristinn frekar en Jesús HVER ER JESÚS? „Ég er þá að spyrja sjálfan mig um leið: Hver var hann? Í raun og veru finnst mér við enn standa dálítið ráðvillt frammi fyrir boð- skap hans,“ segir Njörður P. Njarðvík. Hver var Jesús frá Nasaret og hvaða áhrif hafði hann á þá sem urðu á vegi hans? Þessar spurn- ingar tekst Njörður P. Njarðvík rithöfundur á við í nýju smásagnakveri, Hver ert þú? Í sam- tali við Bergstein Sigurðsson segist Njörður ekki líta á Biblíuna sem guðsorð heldur mannanna verk. Mikilvægt sé að skoða ævi Jesú með opn- um huga og þekkingarleit að leiðarljósi. Hvað er að vera krist- inn? Er það að fara með trúarjátn- inguna eða að reyna að breyta samkvæmt kenningum Jesú? Ég held því fram að sannleikur manna birt- ist ekki fyrr en í breytni. En ég lít ekki svo á að Biblían sé guðsorð heldur mannanna verk og ég tel líka að það sé ekki hægt að stöðva þekkingarleit. Vitur maður sagði eitt sinn: Þú skalt sækjast eftir þeim sem leitar sannleikans en forðast þá sem hafa fundið hann. Kirkjan setur þetta fram sem staðreynd, en þetta er ekki stað- reynd. Þetta eru frásagnir; dýrmæt mýta. Margt í Nýja testamentinu er hreinn skáld- skapur. Eitt átakalegasta atvikið í píslar- sögunni er að mínu mati þegar Jesús er að biðjast fyrir í Grasagarðinum, kvöldið sem hann er handtekinn. Þegar hann fer afsíð- is og biðst fyrir eru lærisveinarnir sof- andi en samt fáum við að vita hvað hann sagði. Hver heyrði það? Enginn, þetta er skáldskapur. Ég bý til mann sem er þarna á gangi í örvæntingu sinni en í raunveruleik- anum varð enginn vitni að þessu.“ Þekkingarleit með opnum huga Um túlkun sína á orðum og áhrifum Jesú segist Njörður vilja leggja áherslu á opinn huga sem er reiðubúinn að endurskoða hvað sem er með nýrri þekkingu og er sífellt leit- andi. „Ég held að í þessu þurfum eins og í öllu öðru að leitast við að skilja upprunann. Þarna kemur fram maður sem er heill, hefur hugrekki til að vera hann sjálfur á hverju sem gengur. Hann boðar okkur kærleika, hann sýnir sjálfur ópersónuleg- an kærleika til allra manna og gengur svo langt að hann hálfpartinn afnemur boð- orðin, þegar hann segir: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Þetta er ekki mjög flókið. Ef við færum eftir því væri ansi margt breytt í heiminum. Hann varaði sjálfur við þeim sem vildu koma og predika í hans nafni. Það hefur nú aldeil- is gerst.“ Jesús var ekki kristinn Njörður segir að ekki megi heldur gleyma því að Jesús frá Nasaret var ekki kristinn. „Það eru fylgismenn hans sem eru sagðir kristnir. Jesús minnist aldrei á ný trúar- brögð. Það er Páll frá Tarsus, sem margir kalla postula en ég ekki, sem býr til úr Jesú guðshugmyndina. Það kemur einnig fram hjá guðspjallamönnunum, á mismunandi hátt þó. Sumir gera ráð fyrir því frá upp- hafi að hann sé guð sem hafi orðið hold. En þegar Jesús deyr tekur bróðir hans Jakob við söfnuðinum. Hann var andvígur túlkun Páls og í byrjun eru mismunandi söfnuðir sem myndast út frá kenningum hans.“ Njörður er ekki formlegur meðlimur í neinu trúfélagi. Spurður hvort hann líti samt á sig sem kristinn er hann fljótur til svars. „Nei, ég er ekki kristinn frek- ar en Jesús frá Nasaret. En það má bæta við: Hvað er að vera kristinn? Er það að fara með trúarjátninguna eða að reyna að breyta samkvæmt kenningum Jesú? Ég held því fram að sannleikur manna birtist ekki fyrr en í breytni. Í Jakobsbréfi segir eitthvað á þá leið að það sé ekkert gagn að trú ef hún er ekki sýnd í verki.“ En þótt Njörður skilgreini sig ekki sem kristinn samkvæmt skilgreiningu kirkj- unnar er Jesús að hans mati eftirsóknar- verð fyrirmynd. „Að sjálfsögðu. Það er hægt að líta svo á að hann sé kannski næst því sem við ættum að vera. Í Maríuguð- spjalli, sem er um Maríu Magdalenu, hefur hún eftir Jesú: „Sáðkorn hins sanna manns er innra með yður. Leitið að því. Hver sem leitar þess mun finna það.“ Þetta er mjög svipað því sem boðað er í búddisma. Þar er sagt: Búddaeðli er í hverjum einasta manni. Ég held að ef við ætlum að leita að kjarna lífsins og skilja, þá verðum við að leita að innsta kjarna okkar sjálfra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.