Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 37
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 AFRÍKUHÁTÍÐ á vegum Veraldarvina verður haldin á Vitatorgi við Lindargötu í dag. Hátíðahöldin hefjast klukkan 12 og standa til klukkan 20.30 í kvöld. „Dagurinn í dag byrjaði eins og allir mínir dagar, á sterkum espresso, því ég verð ekki svangur fyrr en um hádegi. Eftir kaffiboll- ann fór ég í dagvissa gönguferð og þaðan yfir í Fríkirkjuna til að æfa fyrir tónleikana, sem eru mínir fyrstu í höfuðstaðnum síðan ég kom heim,“ segir Maríus, spurður um helgarplön þegar sumarbirta er mest yfir Íslandi. Maríus hefur búið í Evrópu síð- ustu sextán ár en er nú fluttur heim með annan fótinn; að minnsta kosti fram að íslenskum jólum. „Tíminn líður svo hratt og mér finnst kominn tími til að vera meira heima til að missa ekki af fólkinu mínu. Þá hef ég sterka löngun til að láta að mér kveða fyrir íslenska áheyrendur, sem er mun meira taugatrekkjandi en líka miklu meira gefandi en fyrir tíu þúsund áhorfendur í Berlín,“ segir Maríus sem fór tvítugur utan til Vínar í söngnám og hefur síðan unnið sleitulaust við góðan orðstír á meginlandinu. „Seinni partinn fer ég að tygja mig í stórafmæli þar sem ég mun eiga skemmtilega kvöldstund. Ég er þó orðinn minna veisluglaður en áður og það þreytir mig að vera lengi innan um margt fólk. Það er sagt um söng að hann sé ein- manalegt starf því söngvaranum er nauðsynlegt að spara orku sína og rödd og því venur maður sig á að draga sig í hlé með tímanum,“ segir Maríus, sem þrátt fyrir allt nýtur þess að bregða á leik þegar hann er í fríi. „Það hljómar kannski karlalega en mér finnst best að vera meðal vina í heimahúsi og fara heim þegar leikar standa hæst, en það á maður reyndar alltaf að reyna þótt það takist ekki alltaf,“ segir Maríus og skellir upp úr. Hann segist ætla að sofa út í fyrramálið, hita upp röddina undir sturtunni og áfram út í daginn, en velja svo föt fyrir kvöldið og rölta í rólegheitum yfir í Fríkirkjuna þar sem Samtökin 78 boða til Regn- bogamessu á alþjóðlegum bar- áttudegi samkynhneigðra, en með Maríusi koma fram meðal ann- arra Páll Óskar, Hörður Torfason, Sigga Beinteins, Bergþór Pálsson, Lay Low og Andrea Gylfadóttir. „Ég hlakka mikið til að syngja með þessum stóru söngvurum og býst við æðislegri stemningu. Mér finnst íslenskar raddir svo falleg- ar og dáist að þeim mörgum, en verð að taka Pál Óskar fram yfir hina því hann er frábær og ég hans einlægur aðdáandi.“ Þess má geta að Maríus syngur einnig með Stúlknakór Reykjavík- ur á styrktartónleikum fyrir Ellu Dís í vikunni, þar sem móðir hans Margrét Pálmadóttir stjórnar. thordis@frettabladid.is Kann að hljóma karlalega Maríus Sverrisson söngvari byrjar alla daga eins; hvort sem það er virkur eða helgidagur. Eftir labbitúra, afmælisboð og söngæfingar í sturtunni ætlar hann að enda helgina með söng í Fríkirkjunni annað kvöld. Maríus Hermann Sverrisson óperusöngvari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 149.9 00krSWS 8851 sett 2.900 krPúða r í úr vali verð frá Sængurfatnaðurinn er ofinn úr gæða bómullardamask. Yfir 30 tegundir af sængurfatnaði til brúðargjafa. Íslensk hönnun á góðu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.