Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 26. júní 2010 „Í sumar er ég að reka þessi þrjú kaffihús. Í Hljómskálanum, Café Flóru í Grasagarðinum og kaffihús í Dillonshúsi á Árbæjarsafni,“ segir veitingakonan Marentza Poulsen. „Það er búið að vera ofboðslega skemmtilegt. Kaffihúsin eru hvert með sínu sniði.“ Marentza lýsir mismun kaffihús- anna þannig: „Mér finnst maður ganga inn í annað tímabil í Hljóm- skálanum. Mér finnst það vera sjö- undi áratugurinn eins og það hafi verið einhver breyting í húsinu þá. Ég held að það sé mjög ævintýra- legt að koma inn í þetta tónlistar- hús sem hefur verið byggt eingöngu fyrir tónlist. Þar geturðu setið og séð Reykjavík í radíus.“ Að sögn Marentzu er Café Flóra eitt ævintýri. „Fólk gengur í gegn- um Grasagarðinn og inn í garðskál- ann sem kaffihúsið er starfrækt í. Fólk situr innan um plöntur Þar er algjör kyrrð og friður, ég held að það sé lækning í því,“ segir Mar- entza og færir sig yfir í Dillons- húsið. „Árbæjarsafn er alveg ein- stakt svæði sem er eins og sveit í borg. Þar er farið aftur í tímann og Kaffi Dillons er gamalt fallegt kaffihús þar sem fólk langar að fá sér rjómapönnuköku, flatköku með hangikjöti eða jafnvel kjötsúpu. Mér finnst það vera forréttindi að fá að reka kaffihús sem eru hvert með sínu sniði.“ Marentza segir það einkenna kaffihúsin að grænmetið sem notað er í matinn sé eigin ræktun og þar á meðal blóm. Kökurnar eru líka allar heimabakaðar „Við ræktum þessi blóm og þetta eru allt blóm sem má borða,“ útskýrir Mar- entza sem stækkaði matjurtagarð- inn fyrir sumarið. „Þetta eru blóm eins og skjaldflétta og morgunfrú, svo eitthvað sé nefnt. Það er fullt af skemmtilegum blómum sem fólk getur notað í mat. Þau eru svolít- ið sæt svo ekki vera feimin við að borða þau.“ martaf@frettabladid.is Hvert með sínu sniði Veitingakonan Marentza Poulsen rekur þrjú kaffihús á mismunandi stöðum í Reykjavík. Hún segir þau hvert með sínu sniði en einkenni þeirra sé eigin grænmetisræktun og einnig eru blóm notuð í matinn. Kaffihúsið í Hljómskálanum er opið frá ellefu til tíu alla daga vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tilboð Francis Francis Kaffivélarnar frá Illy fast í völdum verslunum: Árvirkinn Selfossi, Byggt og búið Kringlunni, Fastus Síðumúla, Geisla Vestmannaeyjum, Heimilistækjum Suðurlandsbraut, Kokka Laugavegi, Byko Akureyri, Elko Keflavíkurflugvelli. Lattemento mjólkurflóari fylgir með. Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiangans, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.