Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 63
S P Á N N Þ egar vínlús herjaði á franskan vínvið í byrjun 20. aldar náðu Spánverjar forskoti á önnur freyðivín heims- ins með Cava. Þeir áttu þó enn langt í land með að ná vinsældum og virð- ingu hins eina, sanna kampavíns, sem allir freyðivínsframleiðend- ur veraldar stóðu í skugganum af, sökum ýmissa vankanta og tækni- legra aðstæðna. Nafnið kampavín (Champ- agne), sem og kampavínsaðferð- in (médoise champagnes), va þá þegar heimsþekkt vörumerki sem í augum neytenda táknaði hæstu gæði og ávallt sett í sam- hengi við frönsk kampavín. Þó var enn farið frjálslega með noktun nafnsins Champagne um heimsbyggðina og það var ekki fyrr en Evrópska efnahagssvæð- ið var stofnað árið 1957 að nafnið fékk lögverndun og notkun þess var bönnuð á freyðivínsfram- leiðslu utan Campagne-héraðs Frakklands. Þaðan í frá þurftu framleiðendur freyðivína á Spáni að finna hentugt nafn sem að- skildi framleiðslu Katalóníu frá öðrum freyðivínum heimsins og varð nafnið Cava fyrir valinu. Cava merkir kjallari, rétt eins og Bodega, nema hvað Bodega er of- anjarðar en Cava er í jörðu niðri þar sem freyðivín eru látin þrosk- ast á flöskum í stöðugu hitastigi. Í dag hefur Cava náð svipaðri út- breiðslu og Champagne og þykir framleiðsla Katalóníumanna svo afbragðs góð að Cava hefur náð stöðu freyðivíns númer tvö í heiminum; strax á eftir franska kampavíninu. Meðal freyði- vína sem bera Cava-gæðastimp- ilinn er Freixenet, en einung- is sérvalið vín er notað í blönd- un slíkra vína. Frá árinu 1889 hefur Ferrer-fjölskyldan fram- leitt Freixenet-freyðivínin og er nú stærsti framleiðandi sinnar tegundar í heiminum með dreif- ingu í 140 löndum. Freixenet not- ast við hið rómaða kampavíns- ferli eða „médoise champagnes“, sem er mun flóknara og dýr- ara en almennt tíðkast við gerð freyðivíns. Freyðandi munaður Spánverjar gera fremstu freyðivín heims, en gullin freyðivín þeirra gefa kampavíni ekkert eftir. VÍNEKRUR Í KATALÓNÍU Á Norður-Spáni eru framleidd hágæða freyðivín eftir aðferðum kampavínsbænda. NORDICPHOTOS/GETTY Á Spáni eru yfir 1,17 millj- ón hektara notaðir undir fjölbreytta vínrækt, en þjóðin er meðal fremstu vínframleiðenda heims og sú þriðja stærsta, á eftir Ítalíu og Frakklandi. Spánverjar eru í níunda sæti meðal þjóða heims þegar kemur að vín- drykkju, en þar er meðaldrykkja um 38 lítrar víns á ári. Fjölbreytt flóra vínviðar er ræktuð á Spáni og yfir 600 mismunandi tegundir gróðursettar á vínekrum landsins, þótt lang- mest af vínfram- leiðslunni komi frá tuttugu algengustu vínþrúgunum, þar á meðal Tempran- illo, Palomino, Monastrell, Macabeo og Garnacha, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þekktustu vínhéruð Spánar eru Rioja, Ribera del Duero, Jerez, Rías Baixas og Katalónía sem framleið- ir hið heimsþekkta Cava og fleiri víntegundir í sveitum Penedés og Priorat. Yfir 600 vínviðartegundir notaðar í spænska víngerð Fjölskylduhátíð í Heiðmörk Vígsluflöt laugardaginn 26. júní frá kl 13-16 13.00 Formaður flytur ávarp 13.10 Borgarstjóri flytur ræðu og gróðursetur tré 13.30 Rathlaupsfélagið Hekla stendur fyrir rathlaupi (orienteering) Þrautabraut, skógarleikir Helenu Óladóttur, Brasstríóið Mora, Amlóði, Hálfsterkur og Fullsterkur, lúpínuviðureign á milli fylkinga og tréskurðarlistamenn að störfum. Gómsætar veitingar á góðu verði Nánari upplýsingar á www.heidmork.is FREIXENET CORDON ROSADO BRUT Lýsing: Laxa bleikt með flottum fínlegum loft- bólum og blóma angan með fersku bragði og mikilli fyllingu sem fullkomnast af löngu þægilegu eftirbragði. Vel gert og þægilegt vín sem bíður upp á mikla möguleika. Passar með: Hentar mjög vel sem fordrykkur. Gott með grilluðum kjúkling, bragðmiklum fiski- og sjávarréttum. Fullkomið Cava í standandi móttökur þar sem boðið er upp á Tapas borð eða blandaðan pinna mat. Þrúga: 70% Trepat - 30% Garnacha Stærð: 200ml(Seco ) og 750 ml Styrkur: 12% Verð: 688,- , 2.057.- FREIXENET CORDON NEGRO BRUT Lýsing: Ljós gult með fínlegum loftbólum í glasi- nu, ferskur ákafur ávaxta ilmur. Létt og leikandi í munni með ferskum sýruríkum blæ og þægilega freyðandi. Passar með: Virkilega hentugur fordrykkur þar sem fersk sýran æsir upp hungrið, en að sama skapi er líka upplagt að drekka svona Cava með fiskréttum og skelfisk sem eru ekki í of mikilli eða feitri sósu. Þrúga: 40% Parellada - 35% Macabeo - 25% Xarel-lo Stærð: 200ml og 750 ml Styrkur: 12% Verð: 688,-, 2.057,- FREIXENET CARTA NEVADA SEMI SECO Lýsing: Strá gult með miðlungs stórum loftbólum, sætur og blómlegur ávaxta angan sem heldur áfram í munni, þægileg sæta með nægilegri þykkt einkennir eftirbragðið. Passar með: Mjög gott sem fordrykkur. Hentar mjög vel með eftirréttum þá sérstaklega kökum, á hinn bóginn þá er þetta líka vín sem er drukkið með austurlenskum krydduðum mat. Þrúga: 33% Macabeo - 33% Xarel-lo - 33% Parellada Stærð: 200ml og 750 ml Styrkur: 12% Verð: 688,-, 2.057,- FREIXENET CORDON NEGRO SECO Lýsing: Ljós gult með fínlegum loftbólum í glasi- nu, ferskur og örlítið sætur ákafur ávaxta ilmur. Þægileg sæta sem blandast sýrunni í fullkomnu jafnvægi fyllir muninn ásamt góðum ávexti og fersku þægilegu eftirbragði. Passar með: Góður fordrykkur fyrir þá sem kjósa ekki of þurrt eða sýruríkt. Hentar flestum þar sem jafnvægið er gott, vel hægt að nota með mat í “Oriental Style”. Þrúga: 40% Parellada - 35% Macabeo - 25% Xarel-lo Stærð: 750 ml Styrkur: 12% Verð: 2.057,- SPÁNN – FREYÐIVÍN Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.