Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 66
MENNING 6 yfirleitt inn af miklum þunga á þessum tíma, í algjört frost. Þetta er að breytast. Við teljum að það sé ástæða til að vera sæmilega bjartsýn á að júnímánuður verði jafn góður og í fyrra og það eru vísbendingar um að síðsumars og fram á haust geti staðan orðið betri en í fyrra.“ Tangarsókn úr öllum áttum Sýnilegasti hluti kynningar- átaksins hér á landi hefur verið myndband, sem stjórnvöld hvöttu Íslendinga til að senda vinum og kunningjum erlendis og hvetja þá til að heimsækja Ísland. Svanhild- ur leggur áherslu á að myndbandið sé aðeins einn þáttur af markaðs- átakinu. „Við erum í tangarsókn, ef svo má segja, úr öllum áttum.“ „Eðlilega hefur þjóðarátakið vakið mesta athygli hér innan- lands. Til þess var leikurinn gerð- ur, að kveikja í Íslendingum og gera alla að sendiherrum. Það átak tókst mjög vel út af fyrir sig og Íslendingar tóku vel við sér. Þetta er hins vegar ekki nema brot af því sem er í gangi. Við höfum skipu- lagt kynnisferðir um alla helstu markaði í Evrópu og Skandin- avíu, þar sem vísindamenn, aðilar úr ferðaþjónustu og fulltrúar frá utanríkisþjónustunni hittu okkar mikilvægustu tengiliði á mörk- uðunum og erlenda blaðamenn til þess að útskýra málin; fara í gegn- um stöðuna og leiða þeim fyrir sjónir að hér væri ekki allt á kafi í ösku. Það hefur líka tekist mjög vel. Þá höfum við birt auglýsingar í fréttamiðlum og umhverfismiðl- um – á lestarstöðvum, strætóskýl- um og þess háttar. Netið hefur verið notað á alla mögulega vegu; bæði í gegnum samfélagsmiðla og með hefðbundnari markaðs- setningu. Það sem núna blasir við eru þriggja tíma tónleikar að Hamragörðum undir Eyjafjöllum 1. júlí, sem verða sendir út í beinni útsendingu á netinu. Það held ég að verði ákveðinn hápunktur.“ Ekki verið að búa til ímynd Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að nota ímynd landsins í markaðs- starfi. Fyrir þremur árum kom út skýrsla á vegum forsætisráðu- neytisins um ímynd Íslands, þar sem lagðar voru fram tillögur að skipulagi ímyndarmála og aðgerð- um til að styrkja ímynd Íslands. Skýrslan sætti mikilli gagnrýni, meðal annars fyrir að draga upp upphafna og oflátungslega mynd af meintri þjóðarsál. Svanhildur segir vissulega unnið með ákveðna ímynd af Íslandi í Inspired by Ice- land og gert út á ákveðna sérstöðu en engin bein tengsl séu milli verk- efnisins og ímyndarskýrslunnar. „Þetta verkefni gengur út á að búa til slagorð; skilaboð til að ávarpa þá krísu sem við blasti, sem allir í ferðaþjónustunni geta nýtt sér. Það er heilbrigð skynsemi að menn vinni saman, stilli saman strengi og komi sér saman um sæmilega heilsteypt skilaboð.“ Svanhildur telur ekki að með þeim skilaboðum sé verið að búa til og framleiða ákveðna ímynd af landi og þjóð. „Það að búa til – eða öllu heldur skilgreina og miðla – ímynd er ógnarstórt viðfangsefni sem tekur langan tíma, mjög skipu- lega uppbyggingu á skilaboðum og markaðssetningu. Það er líka grundvallaratriði í mínum huga að ímynd er ekki eitthvað sem hægt er að búa til úr engu. Það verður að endurspegla eitthvað sem er satt og rétt; það verður að hafa hljómgrunn í því sem því er ætlað að lýsa. Skilaboðin okkar gera út á sér- stöðu og reyna að tala til þess markhóps sem ferðaþjónustan hefur séð í gegnum tíðina og er áhugasamur um Ísland, sérstak- lega yfir sumartímann; fólk sem vill koma í ævintýraferðir, upplifa einstaka náttúru og, að mínu viti, einstaka menningu. Skilaboðin eru: komdu núna, hér er upplifun og að Ísland er uppspretta innblásturs. Það er ekki ímyndarsköpun; þú býrð ekki til ímynd með þriggja mánaða kynningarátaki.“ Hvað vilja gagnrýnendurnir? Svanhildur segir að þótt ímynd- arskýrslan hafi ekki verið höfð til grundvallar við skipulag verkefn- isins, hafi eflaust mátt leita þar fanga. „Ímyndarskýrslan var að mörgu leyti merkilegt plagg og í henni má finna ýmislegt gagn- legt ef menn gefa sér tíma til að raunverulega lesa hana og höggva ekki eingöngu eftir ranghugmynd- um sem haldið er á lofti um hana. Þarna var leitast við að kortleggja þá mynd sem þjóðin hafði af sjálfri sér og vildi koma á framfæri við útlendinga. Það má vel vera rétt, sem til dæmis ýmsir fræðimenn bentu á, að í skýrslunni væri dreg- in upp rembingsleg sjálfsmynd. En þá geta menn líka spurt sig hvort sú mynd hafi á þeim tíma ekki speglað sjálfsmynd sem að minnsta kosti hluti þjóðarinnar hafði eða vildi sýna umheiminum?“ Svanhildur segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu á aðferðafræð- inni. „En mér þætti enn áhugaverð- ara að heyra og fá fram hugmynd- ir gagnrýnendanna. Hvernig hefðu þeir viljað gera þetta öðruvísi eða á kannski alls ekki að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Er það orðið tabú að koma á framfæri sam- ræmdum, skýrum og aðlaðandi skilaboðum um hvað Ísland stend- ur fyrir sem ferðamannaland?“ Reynsla sem á að byggja á Þótt Inspired by Iceland sé kynnt sem tímabundið kynningarátak, telur Svanhildur mikilvægt að því verði fylgt eftir af festu. „Það er algjörlega skýrt í mínum huga að þetta er bara byrjunin á því sem koma skal. Það þarf að halda áfram að vinna með þetta hráefni og beita sömu vinnubrögðum. Lærdómurinn sem fékkst úr gos- inu var sá að það voru engar við- bragðsáætlanir til í ferðaþjónust- unni um hvernig ætti að bregðast við. Menn hafa lært að vinna miklu betur saman og það hefur skilað sér í kynningar- og markaðsstarfi sem á sér engin fordæmi á Íslandi. Á þessu verðum við að byggja áfram og fyrir Íslandsstofu, sem tekur brátt til starfa sem kynning- armiðstöð Íslands, hlýtur reynsl- an sem hlaust af þessu verkefni að vera mjög dýrmætur heiman- mundur. Ég er mikil bjartsýnismanneskja að eðlisfari og til lengri tíma litið tel ég góða möguleika á því að við komum sterkari út úr þessari stöðu heldur en ella.“ FRAMHALD AF FORSÍÐU Eðlilega hefur þjóðarátakið vakið mesta athygli hér innanlands. Til þess var leikurinn gerður, að kveikja í Íslendingum og gera alla að sendiherrum. Skilaboð markaðsátaksins eiga að höfða til fólks sem vill upplifa einstaka náttúru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Svanhildur Konráðsdóttir: „Er það orðið tabú að koma á framfæri samræmdum, skýr- um og aðlaðandi skilaboðum um hvað Ísland stendur fyrir sem ferðamannaland?“ FR ÉT TA BL A Ð IÐ / G VA Sumarsæla www.visitskagafjordur.is Skagafjörður – skemmtilegur í fríinu! 2010 ÞAÐ VERÐUR NÓG UM AÐ VERA Í SKAGAFIRÐI 25. JÚNÍ – 5. JÚLÍ og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi Lummudagar – Landsbankamót Barokkhátíð – Rafting Siglingar – Golfmót Sjósund – Miðnætursund Fatasund – Einleikur- Tónleikar Dansleikur – Ljósmyndasýningar Sveitakaffi – Bókamarkaður Gönguferðir – Rútuferðir Jeppaferðir – Hestasýningar Hestaleikhús – Hrossaræktardagur Skagafjörður er kjörinn áfangastaður til að upplifa og njóta íslenskrar náttúru, hestamennsku, viðburða árið um kring og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.